Þá er komið að „þessum stóra“. En ráðherrar og þingmenn Framsóknar hafa verið með opna fundi í kjördæmunum á netinu og rætt þau mál sem eru efst á baugi.
Þessi stóri verður í beinu streymi á facebook-síðu Framsóknar á mánudaginn, 15. febrúar, frá Reykjavík kl. 20.00.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, munu leiða og vera með 10 mínútna inngang í hvoru holli. Í beinu framhaldi munu þau ásamt öðrum þingmönnum flokksins taka á móti spurningum.
- Árangur, uppbygging, jákvæð stjórnmál, samgöngur, húsnæðismál, menntamál og atvinna, atvinna, atvinna.
- Framfarir og umbætur byggja á samvinnu og samtali.
- Þess vegna ræðst framtíðin á miðjunni.