Categories
Fréttir

„Við erum að tefja fyrir þróun og samkeppnishæfni lagareldis á alþjóðamarkaði“

Deila grein

21/06/2024

„Við erum að tefja fyrir þróun og samkeppnishæfni lagareldis á alþjóðamarkaði“

„Í dag vil ég deila vonbrigðum mínum yfir því að lagareldisfrumvarpið náði ekki fram að ganga hér á Alþingi í vor eftir mikla og góða vinnu í atvinnuveganefnd. Framsókn var sérstaklega í mun að klára þetta. Þessu frumvarpi var ætlað að stuðla að betri stjórnun og umhverfisvernd í lagareldi og er afar mikilvægt fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldi, atvinnugreinina sjálfa og umhverfi okkar,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í störfum þingsins.

Sagði hún að í samfélögum þar sem er sjókvíaeldi að það sé rekið á ábyrgan hátt enda hefur það veruleg áhrif á lífsviðurværi þeirra. „Við erum að tala um fólkið og þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í kringum atvinnugreinina.“

„Frumvarpið átti að tryggja að rekstur sjókvíaeldis væri í sátt við þessi samfélög og stuðla að því að þau gætu blómstrað í heilbrigðu umhverfi. Atvinnugreinin sjálf, sjókvíaeldi, stendur einnig frammi fyrir áskorunum sem þarf að takast á við. Til að tryggja framtíðarvöxt og sjálfbærni er nauðsynlegt að hafa skýrar reglur og eftirlit,“ sagði Halla Signý.

„Frumvarpið var hannað til að skapa sanngjarnan og stöðugan ramma fyrir þessar mikilvægu atvinnugrein sem á að geta stækkað án þess að skaða náttúruna eða samfélögin sem hún hefur áhrif á. Frumvarpið er til þess gert að setja sterka stefnu um framtíðina. Við erum að tefja fyrir þróun og samkeppnishæfni lagareldis á alþjóðamarkaði.“

„Það er algjör firra að hafa ekki kjark til að klára þessa mikilvægu stefnu um lagareldi og við verðum að taka upp þráðinn í haust og klára þetta. Annars er allt tal um ábyrga uppbyggingu, eftirlit og sjálfbærni tómið eitt og þýðir ekki að flagga því framan í mig a.m.k.,“ sagði Halla Signý að lokum.


Ræða Höllu Signýjar í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Í dag vil ég deila vonbrigðum mínum yfir því að lagareldisfrumvarpið náði ekki fram að ganga hér á Alþingi í vor eftir mikla og góða vinnu í atvinnuveganefnd. Framsókn var sérstaklega í mun að klára þetta. Þessu frumvarpi var ætlað að stuðla að betri stjórnun og umhverfisvernd í lagareldi og er afar mikilvægt fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldi, atvinnugreinina sjálfa og umhverfi okkar.

Fyrst vil ég nefna samfélögin sem búa við sjókvíaeldið. Fyrir þessi samfélög skiptir miklu máli að lagareldið sé rekið á ábyrgan hátt þar sem það hefur veruleg áhrif á lífsviðurværi þeirra. Við erum að tala um fólkið og þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í kringum atvinnugreinina. Frumvarpið átti að tryggja að rekstur sjókvíaeldis væri í sátt við þessi samfélög og stuðla að því að þau gætu blómstrað í heilbrigðu umhverfi. Atvinnugreinin sjálf, sjókvíaeldi, stendur einnig frammi fyrir áskorunum sem þarf að takast á við. Til að tryggja framtíðarvöxt og sjálfbærni er nauðsynlegt að hafa skýrar reglur og eftirlit. Frumvarpið var hannað til að skapa sanngjarnan og stöðugan ramma fyrir þessar mikilvægu atvinnugrein sem á að geta stækkað án þess að skaða náttúruna eða samfélögin sem hún hefur áhrif á. Frumvarpið er til þess gert að setja sterka stefnu um framtíðina. Við erum að tefja fyrir þróun og samkeppnishæfni lagareldis á alþjóðamarkaði.

Virðulegi forseti. Það er algjör firra að hafa ekki kjark til að klára þessa mikilvægu stefnu um lagareldi og við verðum að taka upp þráðinn í haust og klára þetta. Annars er allt tal um ábyrga uppbyggingu, eftirlit og sjálfbærni tómið eitt og þýðir ekki að flagga því framan í mig a.m.k.“