Categories
Greinar

Fjárfest í framtíð íslenskunnar

Deila grein

24/10/2024

Fjárfest í framtíð íslenskunnar

Mik­il­vægt skref hef­ur verið stigið í átt að því að tryggja betri aðlög­un og inn­gild­ingu er­lendra íbúa í Mýr­dals­hreppi og vinna mark­visst að efl­ingu ís­lenskukunn­áttu. Sveit­ar­stjórn hef­ur ákveðið að setja fjár­magn í ráðningu verk­efna­stjóra ís­lensku og inn­gild­ing­ar í fjár­hags­áætl­un næsta árs. Mark­miðið er að bæta stöðu þess fjölda íbúa sveit­ar­fé­lags­ins sem hafa annað móður­mál en ís­lensku og stuðla að sterk­ari sam­fé­lags­legri teng­ingu. Fjár­veit­ing­in í stöðu verk­efna­stjóra er beint fram­hald af öfl­ugu starfi ensku­mæl­andi ráðs sveit­ar­fé­lags­ins og er mik­il­vægt skref til að efla stöðu er­lendra íbúa og auka sam­fé­lags­lega virkni.

Mik­il­vægi ís­lensk­unn­ar

Íslensk­an er lyk­ill­inn að sam­fé­lag­inu og for­senda þess að íbú­ar geti tekið full­an þátt í dag­legu lífi og störf­um inn­an sveit­ar­fé­lags­ins. Sér­stak­lega er öfl­ug og mark­viss ís­lensku­kennsla mik­il­væg þegar kem­ur að því að tryggja fjöltyngd­um börn­um jöfn tæki­færi á við aðra til framtíðar litið. Sveit­ar­fé­lagið vinn­ur um þess­ar mund­ir að mót­un inn­gild­ing­ar­stefnu og hef­ur með þessu markað þá stefnu að fjár­fest verði í mannauði til þess að fylgja henni eft­ir og vinna mark­visst að efl­ingu ís­lensk­unn­ar. Einnig er mik­il­vægt að mótuð verði mál­stefna og henni fylgt eft­ir til þess að styðja við og hvetja sem flesta til að efla ís­lenskukunn­áttu sína.

Viðbragð við breyt­ing­um

Sam­fé­lagið í Vík og ná­grenni hef­ur tekið mikl­um breyt­ing­um á síðustu árum. Mik­il­vægt er að hið op­in­bera sé sveigj­an­legt til þess að bregðast við slík­um breyt­ing­um og sveit­ar­fé­lagið hef­ur eft­ir fremsta megni lagt sig fram um að gera það með hag allra íbúa að leiðarljósi.

Sam­hliða er ekki síður mik­il­vægt að ríkið haldi áfram að þróa og bæta sína þjón­ustu. Þjón­ustu­stig af hálfu rík­is­ins hef­ur staðið í stað eða dreg­ist sam­an á sama tíma og sam­fé­lagið vex. Sú staða er eng­an veg­inn ásætt­an­leg og mik­il­vægt að ríkið rétti af kúrsinn og vinni með sveit­ar­fé­lög­um að efl­ingu þjón­ustu í sam­ræmi við vöxt á öðrum sviðum.

Framtíðar­sýn

Mýr­dals­hrepp­ur er staðráðinn í að vera sveit­ar­fé­lag sem tek­ur vel á móti öll­um íbú­um sín­um, óháð þjóðerni og bak­grunni. Með þess­ari fjár­fest­ingu í framtíð ís­lensk­unn­ar er mörkuð skýr framtíðar­sýn um að öll­um íbú­um séu tryggð jöfn tæki­færi til að taka full­an þátt í sam­fé­lag­inu.

Einar Freyr Elínarson, sveit­ar­stjóri Mýr­dals­hrepps.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. október 2024.