Categories
Fréttir

Verðbólgan lækkar!

Deila grein

30/10/2024

Verðbólgan lækkar!

„Nýjustu fréttir af lækkun verðbólgu samkvæmt mælingu Hagstofunnar eru í góðu samræmi við þær áherslur sem ég kynnti við framsögu fjárlaga á haustdögum. Þar var megin áherslan lögð á að skapa aðstæður fyrir lækkun verðbólgu og í kjölfarið vaxta, til að varðveita efnahagslegan stöðugleika. Um er að ræða eitt allra brýnasta mál allra heimila og fyrirtækja á Íslandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknar.

Það er mikill kraftur í íslensku samfélagi og hagvöxtur hefur verið um 5% að jafnaði á ári og uppsafnaður hagvöxtur frá árinu 2019 nemur um 11% og er óvíða meiri en hér á landi. Þannig höfum við skapað viðnámsþrótt gagnvart áföllum og styrkt stöðu íslensk samfélags.

Atvinnuþátttaka á Íslandi er í dag í hæstu hæðum og jákvæð þróun kaupmáttar meðal samanburðarríkja okkar og hafa kjör þeirra efnaminni vaxið hlutfallslega mest í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar.

Áskorun okkar er enn sú sama að ná niður verðbólgu og vöxtum og það er jákvætt að við sjáum til lands, dregið hefur úr spennu á vinnumarkaði án þess að komið hafi til markverðrar aukningar atvinnuleysis. Lækkun verðbólgu skapar skilyrði fyrir lækkun vaxta samhliða áframhaldandi sterkri stöðu á vinnumarkaði og stöðugu gengi krónunnar.

Sterkt atvinnulíf og mikil atvinnuþátttaka er grunnur að lífsgæðum okkar hér á Íslandi. Við munum sjá árangurinn af því erfiði sem samfélagið hefur tekið á sig síðustu misseri.

Enn lækkar verðbólgan. Nú er hún komin í 5,1% sem er það lægsta sem við höfum séð í þrjú ár. Dregið hefur úr hækkun á…

Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Miðvikudagur, 30. október 2024