Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur ákveðið að ráða Birki Jón Jónsson sem nýjan aðstoðarmann formanns. Birki Jón þarf vart kynna, hann var alþingismaður á árunum 2003-2013 og varaformaður Framsóknar 2009-2013. Sat hann í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006-2010 og eins var hann bæjarfulltrúi í Kópavogi 2014-2022, þar af formaður bæjarráðs 2018-2022.
Birkir Jón lauk stúdentsprófi frá FNV á Sauðárkróki 1999, nám í stjórnmálafræði frá HÍ 2000-2004 og MBA í viðskiptafræði frá HÍ 2009.
Á Alþingi sat Birkir Jón m.a. í fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og velferðarnefnd. Eins hefur Birkir Jón reynslu af alþjóðastarfi á Alþingi, sat hann í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA og Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.
Birkir Jón er boðinn velkominn til starfa.