Categories
Fréttir

Jón Björn nýr formaður Sambandsins

Deila grein

21/03/2025

Jón Björn nýr formaður Sambandsins

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð, er nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann var kjörinn á fundi stjórnar Sambandsins í kjölfar landsþings í gær. Er þetta í fyrsta skipti sem Framsóknarmaður gegnir formennsku í Sambandinu.

Jón Björn tekur við embættinu af Heiðu Björgu Hilmisdóttir, en hún tók þá ákvörðun að hætta sem formaður í kjölfar þess að hafa tekið við embætti borgarstjóra í Reykjavík. Jón Björn var áður varaformaður stjórnar sambandsins frá árinu 2022.

Jón Björn hefur starfað lengst af á vettvangi sveitarstjórnarmála. Hann tók sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Fjarðabyggðar árið 2010 og var forseti bæjarstjórnar fram til haustið 2020 er hann tók við starfi bæjarstjóra.

Jón Björn var kjörinn ritari Framsóknar á flokksþingi 2016.

Framsóknarfólk óskar Jóni Birni til hamingju með kjörið.