Stjórnmálaályktun miðstjórnar Framsóknar, samþykkt á miðstjórnarfundi 23. mars 2025.
Miðstjórn Framsóknar hafnar alfarið þeirri vegferð ríkisstjórnarinnar að hefja á ný aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sá leiðangur er svik við íslensku þjóðina eftir yfirlýsingar ríkisstjórnarflokkanna fyrir kosningar.
Framsókn leggur áherslu á sjálfstæði þjóðarinnar og full yfirráð yfir auðlindum landsins. Að sama skapi leggur Framsókn ríka áherslu á mikilvægi alþjóðasamvinnu og virka þátttöku þjóðarinnar á þeim vettvangi.
Á þeim óvissutímum sem uppi eru i alþjóðamálum vill Framsókn tryggja hagsmuni þjóðarinnar með áherslu á frið, jafnrétti og virðingu fyrir alþjóðalögum.
Framsókn leggur áherslu á mikilvægi Atlantshafsbandalagsins (NATO) og telur mikilvægt að einblína á langtímahagsmuni Íslands með skynsamlegri stefnu í alþjóðamálum.
Framsókn ætlar að veita ríkisstjórninni öflugt aðhald og sinna hlutverki sínu í stjórnarandstöðu af ábyrgð. Vandræðagangur ríkisstjórnarflokkanna þessar fyrstu vikur samstarfsins gefur ekki góð fyrirheit um framhaldið.