Categories
Fréttir

Heilbrigðisþjónusta á Norðurlandi gæti skerst við uppsögn samninga við SAk

Deila grein

23/09/2025

Heilbrigðisþjónusta á Norðurlandi gæti skerst við uppsögn samninga við SAk

Ingibjörg Isaksen, alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknar, varar við að uppsögn samninga við SAk geti haft alvarleg áhrif á heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Hún segir nauðsynlegt að stjórnvöld sýni tafarlaust hvernig tryggt verði órofið aðgengi íbúa að þjónustu áður en samningarnir renna sitt skeið.

„Ef uppsögn samninga á SAk leiðir til þess að sérgreinalæknar hætta, er ljóst að heilbrigðisþjónusta við íbúa á Norðurlandi og eflaust víðar skerðist. Stjórnvöld verða að sýna hvernig tryggt verður að fólk á svæðinu hafi áfram sama aðgengi að heilbrigðisþjónustu áður en þessir samningar renna sitt skeið. Ég hef óskað eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins, fulltrúum SAk, fulltrúum lækna og heilbrigðisráðherra sem allra fyrst vegna málsins,“ segir Ingibjörg.

Ef uppsögn samninga á SAk leiðir til þess að sérgreinalæknar hætta, er ljóst að heilbrigðisþjónusta við íbúa á…

Posted by Ingibjörg Isaksen on Mánudagur, 22. september 2025