Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, gagnrýnir áform um að hækka greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Hún bendir á að gert sé ráð fyrir hærri lyfjakostnaði, að ófrjósemisaðgerðir falli undir almennar reglur um greiðsluþátttöku og að rukkað verði fyrir ómættra læknistíma. En þá án þess að tryggt sé að ríkið bæti ferðakostnað þegar tímum er aflýst af hálfu kerfisins.
Segir Ingibjörg að markviss lækkun greiðsluþátttöku síðustu ára verði nú snúið við, meðal annars með hærri kostnaði sjúklinga vegna lyfja.
Ófrjósemisaðgerðir undir almennar reglur
Ingibjörg bendir á að samkvæmt áformunum verði ófrjósemisaðgerðir ekki lengur gjaldfrjálsar heldur falli undir almennar reglur um greiðsluþátttöku.
Einnig er gert ráð fyrir gjaldi þegar sjúklingar mæta ekki í bókaða tíma. Ingibjörg segir að ef kerfið ætli að rukka fólk fyrir ómóttekna þjónustu verði að gæta samræmis þegar þjónusta fellur niður af hálfu hins opinbera.
„Gott og vel, ef ríkið telur eðlilegt að rukka fólk fyrir tímana sem það kemst ekki í hljótum við að geta gert þá kröfu að ríkið greiði ferðakostnaði þeirra sem neyðast til að ferðast langar leiðir að þjónustu sem er svo felld niður með skömmum fyrirvara. Sem er ekki raunin í öllum tilfellum í dag,“ segir Ingibjörg.
Það hefur verið unnið skipulega að því undanfarin ár að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Nú ætlar…
Posted by Ingibjörg Isaksen on Fimmtudagur, 2. október 2025