Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin á lánamarkaði.
Ljóst er að nýfallinn dómur hæstaréttar hefur skapað óvissu sem brýnt er að eyða.
Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, svokölluð CRR III reglugerð, mun hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn og þyngja róðurinn fyrir stóran hluta lántakenda.
Breytt framboð Landsbankans á íbúðalánum varpar skýru ljósi á þær áskoranir sem dómurinn og innleiðing CRR III hefur í för með sér og mun að óbreyttu bitna harkalega á tekjulægri og skuldsettari hluta lántakenda.
