Rafrænt prófkjör Framsóknar í Reykjanesbæ fer fram 7. febrúar og verður kosið um fjögur efstu sæti framboðslistans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 16. maí.
Átta aðilar tilkynntu þátttöku sem endurspeglar skýrt þann mikla áhuga, metnað og breidd sem einkennir Framsókn í Reykjanesbæ. Tveir aðilar drógu framboð sitt til baka á seinni stigum og því munu eftirfarandi sex frambjóðendur etja kappi í prófkjörinu.
- Birgir Már Bragason, framkvæmdastjóri Keflavíkur, sækist eftir 2.–4. sæti.
- Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Björginni geðræktarmiðstöð, sækist eftir 2.–3. sæti.
- Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri Geo Silica, sækist eftir 2.–3. sæti.
- Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri eldvarnaeftirlits hjá BS, sækist eftir 3.–4. sæti.
- Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ, sækist eftir 1. sæti.
- Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari, sækist eftir 2. sæti.
Frestur til að skrá sig í Framsókn og þar með til þátttöku í prófkjörinu rennur út þann 31. janúar. Framboðsfundur verður haldinn í sal félagsins þann 2. febrúar kl. 20:00.
