Categories
Fréttir

38. Flokksþing Framsóknar

Deila grein

29/01/2026

38. Flokksþing Framsóknar

38. Flokksþing Framsóknar verður haldið 14.-15. febrúar 2026 á Hilton Reykjavík Nordica í Reykjavík.

Framsókn heldur reglulegt flokksþing eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs. Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans.

Mikilvægar dagsetningar:

15. janúar – viðmiðunardagur fulltrúatölu aðildarfélaga.
30. janúar – lagabreytingum skal í síðasta lagi á miðnætti skilað inn til flokksskrifstofu.
7. febrúar – kjörbréfum skal í síðasta lagi á hádegi skilað inn til flokksskrifstofu.

Verkefni flokksþings

Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.

Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett.

Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.

Gott að vita:
Drög að dagskrá***:

Laugardagur 14. febrúar 

08:30 – Skráning, afhending þinggagna og sala miða á hátíðarkvöldverð og ball.
10:00 – Þingsetning.
10:10 – Kosning þingforseta, þingritara, kjörbréfanefndar, kjörstjórnar, samræmingarnefndar og dagskrárnefndar.
10:15 – Skýrsla ritara.
10:30 – Mál lögð fyrir þingið.
10:40 – Nefndastörf hefjast.
12:30 – Hádegishlé.
13:00 – Yfirlitsræða formanns.
13:30 – Ræða varaformanns.
13:45 – Almennar umræður.
16:30 – Nefndastörf.
20:00 – Hátíðarkvöldverður.

Sunnudagur 15. febrúar 

08:30 – Skráning og afhending þinggagna.
09:00 – Nefndastörf.
10:30 – Afgreiðsla mála.
12:00 – Hádegishlé.
13:00 – Kosningar: Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd, skoðunarmenn reikninga og löggiltan endurskoðenda.
14:00 – Afgreiðsla mála, framhald.
17:00 – Þingslit. 

*** Með fyrirvara um breytingar.

FRAMSÓKNARFLOKKURINN