Það er með ólíkindum hvernig stuðningsmenn velferðarstjórnarinnar – hvort sem var í Icesave, ESB málinu eða öðrum þeim málum sem reynt var að koma í gegnum þingið bregðast við nú þegar Víglundur Þorsteinsson leggur fram ný gögn í bankavæðingunni hinni seinni.
Þeir fara hamförum og réttlæta gjörðir Steingríms J. og snúa öllu á hvolf.
Hér koma nokkrar staðreyndir sem þarf að skoða í kjölfarið.
- Einkavæðing Steingríms J. Sigfússonar var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annara fjármálafyrirtækja eða lögum um fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins.
- Glitnir var einkarekinn fram að hruni og var hann tekinn yfir að ríkinu fyrstur banka á grundvelli neyðarlaganna og varð þar að ríkisbanka.
- Fyrri ríkisstjórn tók skyndilega og umsvifalaust ákvörðun um að afhenda lánadrottnum/erlendum kröfuhöfum Kaupþing og Glitni nýju bankana sem heita í dag Íslandsbanki og Arionbanki. Meirihluti Landsbankans er enn í eigu ríkissins.
- Var þessi ákvörðun tekin án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs.
- Nauðsynlegt er að rannsaka og gera opinbert, á sundurliðaðan hátt, hvert matsverð hinna gömlu eigna var við flutning þeirra frá hinum föllnu bönkum og yfir til nýju bankana og skýrt dregið fram hverjir voru ábyrgðaraðilar þess verðmats og hvaða forsendur lágu því til grundvallar.
- Einnig er nauðsynlegt að rannsaka viðamestu sölu einstakra félaga og eignarhluta í fyrirtækjum af hendi skilanefnda og slitastjórna gömlu bankana og þannig upplýst hvaða verðmætamat lá til kaupendum og hvaða seljendaáhættur fylgdu sölunni.
- Einnig þarf að upplýsa á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af FME varðandi stofnúrskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í þá ákvörðun að færa valdið til fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankana þá á einni nóttu.
Vigdís Hauksdóttir
Greinin birtist á www.vigdish.is 27. janúar 2015.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.