Categories
Fréttir

Björn Harðarson nýr formaður

Deila grein

23/03/2015

Björn Harðarson nýr formaður

Fjölmenni var á aðalfundi Framsóknarfélags Árborgar sem haldinn var í Framsóknarhúsinu á Selfossi á fimmtudaginn.
Þar var ný stjórn kjörin en Björn Harðarson tók við formennsku af Margréti Katrínu Erlingsdóttur sem gegnt hefur formennsku síðastliðin tvö ár. Með Birni í stjórn eru Gissur Jónsson, Ingveldur Guðjónsdóttir og Þorgrímur Óli Sigurðsson ásamt Írisi Böðvarsdóttur sem kom ný inn í stjórnina.
20150319_225533
Margrét Katrín flutti skýrslu stjórnar félagsins síðastliðið ár þar sem hæst bar vinna í kringum sveitarstjórnarkosningarnar. Voru henni færðar þakkir fyrir óeigingjarn starf í þágu félagsins.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fór Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Árborg, yfir málefni sveitarfélagsins. Fundarmenn tóku undir áhyggjur hans af skorti á framtíðarsýn fyrir Sveitarfélagið Árborg þar sem tilviljun virðist oft ráða för um hvaða framkvæmdir ráðist er í.
Alþingismennirnir, Páll Jóhann Pálsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir, fóru yfir störf þingsins sem eru í fullum PállJóhanna María - fyrir vefgangi núna og mörg þjóðþrifamál sem unnið er að.
Lagði fundurinn áherslu á að þingmenn stæðu í lappirnar varðandi afnám verðtryggingar sem lofað var í seinustu kosningum. Einnig var flokkurinn hvattur til að fylkja sér að baki baráttu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fyrir hækkun lágmarkslauna upp í 300 þúsund krónur.