Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, vakti máls á að allmargir ferðamannastaðir liggji undir skemmdum og því sé fyrirhuguð úthlutun 850 milljóna til brýnna verkefna á ferðamannastöðum í samræmi við stefnu að forgangsraða í þágu innviðanna. Þetta kom fram á Alþingi í liðinni viku.
„Þeir þingmenn sem hafa fylgst með fjárlagaumræðunni vita að ég er mikill talsmaður þess að fjáraukalögin séu notuð í lágmarki, en þær breytingar sem hafa verið kynntar núna snúa að því að ríkisstjórnin stendur við þá stefnu að forgangsraða í þágu innviðanna. Flestir ættu að vita að viðkvæmir ferðamannastaðir liggja undir skemmdum þannig að ég tel að þessu fjármagni sé vel ráðstafað. Við vitum alveg hvers vegna þetta er til komið núna, það er vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag í þinginu um afgreiðslu um frumvarp um náttúrupassa,“ sagði Vigdís.
„Varðandi fjármagn til Vegagerðarinnar þá fagna ég því mjög því að ástand vegakerfis landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum, því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli 2. og 3. umr. í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir.“
Ræða Vigdísar Hauksdóttur:
Categories
Að forgangsraða í þágu innviðanna
01/06/2015
Að forgangsraða í þágu innviðanna