Archives: Events
Laugardagur 20. september 2025 –
Verið velkomin til okkar á laugardagsfund Framsóknar í Kópavogi laugardaginn 20. september kl. 11:00.
Kaffi og meðlæti að hætti hússins!
Framsókn í Kópavogi
Miðvikudagur 17. september 2025 –
Framsóknarfélag Ísafjarðarbæjar býður til hádegisfundar með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, miðvikudaginn 17. september kl. 12:00 í Skúrnum á veitingastaðnum Húsinu.
Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð.
Við hlökkum til að sjá þig!
Framsóknarfélag Ísafjarðarbæjar
Miðvikudagur 17. september 2025 –
Innan við ár er til næstu sveitarstjórnarkosninga sem fara fram laugardaginn 16. maí. Kosningarvetur er framundan og við hefjum vetrarstarfið af krafti með fyrsta bæjarmálafundi vetrarins.



Verið öll velkomin í uppbyggilegt samtal um samfélagið okkar
Framsókn á Hornafirði
Laugardagur 13. september 2025 –
Mánudagur 8. september 2025 –
Bæjarfulltrúar Framsóknar og fjrálsra hyggjast bjóða upp á opna viðtalstíma við bæjarfulltrúa í vetur. Næsti viðtalstími er nk. mánudag, 8. september, frá klukkan 17:30-19:00 að Dalbraut 4.
Raggi, Liv Ása og Sædís Alexía taka vel á móti þér!
Framsókn og fjrálsir á Akranesi
Laugardagur 6. september 2025 –
Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn fara yfir stöðu mála, rýna til gagns og svara spurningum. Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu og hefst kl. 11:00.
Framsókn í Norðurþingi
Þriðjudagur 2. september 2025 –
Opið samtal um bæjarmálin – Þitt álit skiptir máli!
Komdu og taktu þátt í líflegri umræðu.
Bæjarmálafundur Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar verður haldinn þriðjudaginn 2. september kl. 19:30 á Sjávarsetrinu á Vitatorgi 7 í Suðurnesjabæ.
Til umræðu eru nefndarstörf og almenn umræða um bæjarmálin.
Öll velkomin!
Framsóknarfélag Suðurnesjabæjar
Þriðjudagur 2. september 2025 –
Lærðu að nota ChatGPT til að vinna hraðar, skipulegar og með aukinni sköpunargleði – hvort sem þú starfar við skrif, þjónustu, stjórnunarstörf, markaðsmál eða einfaldlega vilt spara tíma í daglegu lífi. Á þessu aðgengilega og hagnýta námskeiði fyrir byrjendur verður farið yfir helstu möguleika ChatGPT, hvernig hægt er að nýta tæknina strax í eigin verkefni, og þátttakendur fá einnig verklegar æfingar sem nýtast í raunverulegum aðstæðum. Aðeins fyrir félaga í Framsókn.
- Staðsetning: Bæjarlind 14-16, 2. hæð (Bæði hægt að mæta á staðinn og taka þátt á netinu.)
- Tími: Þriðjudaginn 2. september – 19:00-21:00
- Leiðbeinandi: Stefán Atli Rúnarsson, markaðssérfræðingur og áhugamaður um gervigreind.
En passaðu að hafa sama netfang í miðakaupum á TIX.is og þú munt nota til þess að taka þátt á netinu.
Þátttakendur koma með eigin fartölvu!
Framsókn

4.-5. október 2025 ‒
50. Sambandsþing Sambands ungra Framsóknarmanna verður haldið 4.-5. október í Jötunheimum í Garðabæ (Bæjarbraut 7). Þinggjald verður 3.000 kr.
Drög að dagskrá:
Laugardagur 4. október
11:00 Þingsetning:
– Kosning þingforseta
– Kosning þingritara
– Kosning starfsnefndar
11:15 Skýrsla stjórnar
11:30 Lagabreytingar
12:00 Almennar umræður // Ávörp
13:00 Málefnavinna
16:00 Þinghlé
17:00-19:00 Vísindaferð
20:00 Hátíðarkvöldverður & skemmtun // Ávörp
Sunnudagur 5. október
10:00 Málefnavinna – framhald
11:00 Kosningar:
– Formaður
– Stjórn (12)
– Varastjórn (12)
– Skoðunarmenn reikninga (2)
– Varaskoðunarmenn reikninga (2)
12:00 Hádegishlé
12:59 Niðurstöður kosninga
13:00 Málefnavinna – áframhald // Afgreiðsla mála
16:00 Þingslit og heimferð
Mikilvægar dagsetningar:
- 4. september: Síðasti dagur til að skrá sig í flokkinn til að hafa atkvæðisrétt á þinginu.
- 13. september: Síðasti dagur til að skila inn framboðum til formanns (sendist á framsokn@framsokn.is).
- 20. september: Síðasti dagur til að senda inn lagabreytingar (sendist á ung@framsokn.is).
Frestur til að bjóða sig fram í önnur embætti rennur út rétt fyrir kosningar á sunnudeginum 5. október.
Sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands ungra Framsóknarmann. Þar er stefna sambandsþing mynduð, lög og ályktanir samþykkt. Einnig er kosið í nýja stjórn ár hvert auk formanns. Sambandsþing er enn fremur uppskeruhátíð ungs Framsóknarfólks. Tími til að hafa gaman og fyrir nýtt fólk að kynnast starfinu. Við hvetjum öll þau sem eru áhugasöm að taka þátt og skrá sig.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við SUF með því að senda skilaboð á facebook eða öðrum miðlum.
Þau sem hafa verið skráð í Framsókn í það minnsta 30 dögum fyrir sambandsþing og hafa greitt þinggjöld hafa atkvæðisrétt á þinginu. Þau sem vilja skrá sig í flokkinn geta gert það með rafrænum skilríkjum hér: https://framsokn.is/ganga-i-flokkinn/
Fylgist með á samfélagsmiðlum SUF varðandi frekari upplýsingar.