Aðalfundur Sambands eldri framsóknarmanna (SEF)

Laugardagur 21. maí 2022 —

Aðalfundur Sambands eldri framsóknarmanna (SEF) verður haldinn laugardaginn 21. maí kl. 13:00 í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins 20 Hverfisgötu 33 í Reykjavík. Athugið að fundinum verður einnig streymt.

DRÖG AÐ DAGSKRÁ:

01. Fundarsetning.
02. Tilnefndir starfsmenn fundarins: fundarstjóri og fundarritari.
03. Ársskýrsla stjórnar.
04. Reikningar síðasta árs lagðir fram og árshlutauppgjör yfirstandandi árs.
05. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
06. Afgreiðsla reikninga.
07. Lagabreytingar.
08. Kosningar:
08.01 Stjórnarkjör:
08.01.1 Formaður
08.01.2 Fjórir (4) meðstjórnendur
08.01.3 Þrír (3) í varastjórn
08.02. Trúnaðarráð (tilnefningar staðfestar):
08.02.1 Sex (6) aðalmenn (sbr. 5. gr. 2. mgr. 1. ml.)
08.02.2 Sex (6) varamenn (sbr. 5. gr. 2. mgr. 1. ml.)
08.03. Tveir (2) skoðunarmenn reikninga
09. Umræður og afgreiðsla ályktana, sem lagðar hafaveið fram.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

Endilega takið daginn frá