Opnun kosningaskrifstofu í Suðvestur – Willum og frambjóðendur

Laugardagur 9. nóvember 2024 –

Við opnum kosningaskrifstofu Framsóknar í Suðvesturkjördæmi á laugardaginn 9. nóvember í Bæjarlind 14-16 í Kópavogi.

Willum Þór, Ágúst Bjarni, Vala, Margrét og Heiðdís  frambjóðendur Framsóknar í Suðvestur taka vel á móti þér við opnun kosningaskrifstofunnar.

Í boði verða kökur, kræsingar og gott kaffi.

Verið öll velkomin!

Framsókn í Suðvestur

Morgunverður í Mosfellsbæ – Willum, Ágúst Bjarni, Vala, Margrét og Heiðdís

Laugardagur 9. nóvember 2024 –

Frambjóðendur Framsóknar í Suðvesturkjördæmi bjóða til morgunverðar í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, laugardaginn 9. nóvember milli kl. 10:00-12:00.

Við hlökkum til að sjá þig og heyra þínar áherslur fyrir komandi kosningar!

Framsókn í Suðvestur

Kaffi og spjall á Breiðdalsvík – Ingibjörg, Jónína og Þuríður Lillý

Föstudagur 8. nóvember 2024 –

Kaffi og spjall á Breiðadalsvík föstudaginn 8. nóvember kl. 16.00 í Kaupfjélaginu.

Ingibjörg IsaksenJónína Brynjólfsdóttir og Þuríður Lillý Sigurðardóttir bjóða upp á spjalla við gesti um kosningarnar og kjördæmið.

Allir velkomnir!

Framsókn í Norðaustur

Súpa og spjall á Norðfirði – Ingibjörg, Jónína og Þuríður Lillý

Fimmtudagur 7. nóvember 2024 –

Súpa og spjall á Hildibrand Hótel á Norðfirði fimmtudaginn kl. 12.00.

Ingibjörg IsaksenJónína Brynjólfsdóttir og Þuríður Lillý Sigurðardóttir bjóða gestum upp á súpu og gott spjall um kosningarnar og kjördæmið.

Allir velkomnir!

Framsókn í Norðaustur

Opinn fundur á Reyðarfirði – Ingibjörg, Jónína og Þuríður Lillý

Fimmtudagur 7. nóvember 2024 –

Opinn fundur á fimmtudaginn kl. 20.00 í Þórðarbúð Reyðarfirði (léttar veitingar).

Ingibjörg Isaksen, Jónína Brynjólfsdóttir og Þuríður Lillý Sigurðardóttir spjalla við gesti um kosningarnar og kjördæmið.

Allir velkomnir!

Framsókn í Norðaustur

Pöbb-Kviss með Birnu Rún

Miðvikudagur 6. nóvember 2024 –

Ekki láta þig vanta í Pöbbkviss á Dæanum, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20:00 Vinastræti 14, í Garðabæ.

Þar mun Birna Rún, leikkona og TikTok stjarna með meiru, spyrja gesti og gangandi spjörunum úr. Léttar veitingar verða á boðstólum og vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegara kvöldsins

Framsókn í Suðvestur

Súpufundur og kaffi í Vík í Mýrdal – Halla Hrund

Miðvikudagur 6. nóvember 2024 –

Framsókn í Suðurkjördæmi

Opinn fundur á Kirkjubæjarklaustri – Halla Hrund og Sigurður Eyjólfur

Þriðjudagur 5. nóvember 2024 –

Framsókn í Suðurkjördæmi

Fundur á Hornafirði – Halla Hrund

Mánudagur 4. nóvember 2024 –

Framsókn í Suðurkjördæmi

Súpa og samtal í Kópavogi – Willum og frambjóðendur

Laugardagur 2. nóvember 2024 –

Við erum spennt að hefja þessa kosningabaráttu og hvetjum þig til að koma á laugardaginn 2. nóvember kl. 11:00 í Bæjarlindinni og hitta oddvitann okkar í Suðvesturkjördæmi, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og frambjóðendur í súpu og komdu þínum áherslum áleiðis.

Framsókn í Suðvestur