Aukakjördæmisþing KFNV – samþykkt framboðslista

Föstudagur 25. október 2024 –

Boðað er til aukakjördæmisþings Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) föstudaginn 25. október í Félagsheimilinu Þinghamri að Varmalandi í Borgarfirði kl. 18:00. Þinggjald verður kr. 1.000.

Þeir þingfulltrúar sem eiga ekki þess kost að mæta á þingstað geta tekið þátt í þinginu á fjarfundi. Vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, netfang og síma á netfangið framsokn@framsokn.is – frestur til skráningar er til kl. 21:00, fimmtudaginn 24. október.

Formönnum félaga er bent á að senda kjörbréf á formann starfsnefndar, Hrund Pétursdóttur, á netfangið hrund.peturs@gmail.com. Frestur fyrir skil á kjörbréfum er til kl. 21:00, fimmtudaginn 24. október.

Dagskrá:
  1. Þingsetning og kosning þingforseta og þingritara
  2. Kynning kjörstjórnar KFNV á tillögu að framboðslista í Norðvesturkjördæmi.
  3. Atkvæðagreiðsa um tillögu að framboðslista.
  4. Ávörp frambjóðenda.
  5. Þingslit.
Stjórn KFNV

 

Aukakjördæmisþing KFSV – samþykkt framboðslista

Laugardagur 26. október 2024 –

Boðað er til aukakjördæmisþings Framsóknar í Suðvesturkjördæmi  á laugardaginn 26. október í Bæjarlind 14-16 í Kópavogi, kl. 10:00.

Dagskrá:
  1. Tillaga kjörstjórnar að framboðslista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 30. nóvember 2024.
  2. Önnur mál.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Stjórn KFSV

Aukakjördæmisþing KSFS

Laugardagur 19. október 2024 –

Boðað er til aukakjördæmisþings KSFS laugardaginn 19. október 2024 í fjarfundi á Teams kl. 11.00. (HLEKKUR)

Fyrir aukakjördæmisþinginu liggur aðeins eitt mál sem er að afgreiða aðferð við val frambjóðenda á framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar.

Vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn er uppstilling á framboðslista flokksins sú aðferð sem rúmast innan þess þrönga tímaramma sem fyrir liggur, en þarf engu að síður samþykki kjördæmisþings.

Við munum svo halda reglulegt kjördæmisþing KSFS laugardaginn 26. október á Hótel Örk í Hveragerði og afgreiða hefðbundin þingstörf auk þess að afgreiða og samþykkja uppstillingu á framboðslista okkar hér í Suðurkjördæmi.

Stjórn KSFS

Aukakjördæmisþing KFNA

Laugardagur 19. október 2024 –

Boðað er til aukakjördæmisþings KFNA laugardaginn 19. október 2024 á Teams kl. 14.00. (HLEKKUR)

Fyrir aukakjördæmisþinginu liggur aðeins eitt mál sem er að afgreiða aðferð við val frambjóðenda fyrir komandi alþingiskosningar.

Vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn er uppstilling á framboðslista flokksins sú aðferð sem rúmast innan þess þrönga tímaramma sem fyrir liggur, en þarf engu að síður samþykki kjördæmisþings.

Við munum svo halda áður auglýst reglulegt kjördæmisþing KFNA 26. október á Sel hótel í Mývatnssveit og afgreiða hefðbundin þingstörf auk þess að afgreiða og samþykkja uppstillingu á framboðslista okkar hér í Norðausturkjördæmi.

Stjórn KFNA

Framsókn í Mjólkurhúsinu – almennur fundur

Mánudagur 21. október 2024 –

Framsókn í Húnaþingi vestra

Vöfflukaffi á Selfossi – Sigurður Ingi Jóhannsson

Laugardagur 12. október 2024 –

Framsókn í Árborg

Opinn fundur á Akureyri – Ingibjörg Isaksen

Laugardagur 12. október 2024 –

Framsóknarfélag Akureyrar og nágrennis.

Samtal við ráðherra Framsóknar í Reykjavík

Mánudagur 14. október 2024 –

Samtal við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknar og menningar- og viðskiptaráðherra og Ásmund Einar Daðason, ritara Framsóknar og mennta- og barnamálaráðherra verður haldið mánudaginn 14. október í húsi Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72, kl. 20:00.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Framsókn í Reykjavík

Opið hús í Bæjarlind – opnun flokksskrifstofu

Þriðjudagur 8. október 2024 –

Við bjóðum flokksmenn Framsóknar velkomna á opið hús að Bæjarlind 14-16 í Kópavogi vegna opnunar flokksskrifstofu þriðjudaginn 8. október frá kl. 16.00-18.00.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Framkvæmdastjórn Framsóknar

 

 

 

17. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík

Miðvikudagur 16. október 2024 –

Stjórn KFR boðar til 17. Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík miðvikudaginn 16. október í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 3. hæð, kl. 20:00

Framboð í trúnaðarstörf skulu berast til starfsnefndar á netfangið reykjavik@framsokn.is. Framboðsfrestur rennur út þremur sólarhringum fyrir boðaðan þingtíma.

Drög að dagskrá:
  1. Kosning starfsmanna þingsins.
  2. Skýrsla stjórnar og ársreikningur 2023.
  3. Ávörp gesta.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosningar:
    1. Formaður KFR.
    2. 6 fulltrúar í stjórn KFR og 2 til vara.
    3. Formaður kjörstjórnar.
    4. 6 fulltrúar í kjörstjórn og 3 til vara.
    5. Fulltrúar KFR í miðstjórn skv. lögum flokksins.
    6. 2 skoðunarmenn reikninga og 1 til vara.
  6. Aðferð við val á framboðslista.
  7. Pallborðsumræður.
  8. Önnur mál.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að kjörbréfum fyrir þingið og koma til starfsnefndar á netfangið: reykjavik@framsokn.is.

Á kjördæmaþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:

  • Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæmunum.
  • Aðal- og varamenn í stjórn kjördæmasambandsins.
  • Aðalmenn kjördæmanna í miðstjórn Framsóknarflokksins.
  • Heiðursfélagar í aðildarfélögum í kjördæmunum 70 ára og eldri.

Þá eiga allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæmunum rétt á að sitja kjördæmaþing með málfrelsi og tillögurétt.

Stjórn KFR leggur fram eftirfarandi lagabreytingatillögur til samræmis við breytingar á lögum flokksins á síðasta flokksþingi.

  • Undir II. Kjördæmaþing – að í stað dagsetningarinnar „15. nóvember“ í 1. málsl. 4. gr. komi: 15. apríl ár hvert og að minnsta kosti einn upplýsingafund með þingmönnum kjördæmanna á hverjum þingvetri.
  • Undir VII. Um framboð til alþingiskosninga og sveitarstjórnarkosninga – að í stað orðsins „póstkosning“ í 3. málsl. 18. gr. komi: rafræn kosning.

Hlökkum til að sjá sem flest!

Stjórn KFR