49. Sambandsþing SUF 

12.-13. október 2024 ‒

49. Sambandsþing Sambands ungra Framsóknarmanna verður haldið helgina 12-13 október í Héraðsskólanum á Laugarvatni.

Þinggjöld verða 3.000kr, greitt á þinginu sjálfu. Fylgist með á samfélagsmiðlum SUF eftir skráningarblaði fyrir mat og gistingu, sem kemur á næstu dögum.

Mikilvægar dagsetningar:

  • 12. september – Síðasti dagur til að skrá sig í flokkinn til að hafa kosningarétt á sambandsþingi.
  • 21. september – Síðasti dagur til að senda inn framboð til formanns (framsokn@framsokn.is)
  • 28. september – Síðasti dagur til að senda inn lagabreytingatillögu (ung@framsokn.is)

Hægt er að bjóða sig fram í aðrar stöður (t.d. Stjórn og varastjórn) fram að kosningunum á sunnudeginum 13. október.

Drög að dagskrá:

Laugardagur 12. október
11:00 Þingsetning
– Kosning þingforseta
– Kosning þingritara
– Kosning starfsnefndar
11:15 Skýrsla stjórnar
11:30 Lagabreytingar
12:00 Almennar umræður // Ávörp
13:00 Málefnavinna
16:00 Þinghlé
17:00 – 19:00 Vísindaferð
20:00 Hátíðarkvöldverður & skemmtun // Ávörp

Sunnudagur 13.október 
10:00 Málefnavinna – áframhald
11:00 Kosningar:
– Formaður
– Stjórn (12)
– Varastjórn (12)
– Skoðunarmenn reikninga (2)
– Varaskoðunarmenn reikninga (2)
12:00 Hádegishlé
12:59 Niðurstöður kosninga
13:00 Málefnavinna – áframhald // Afgreiðsla mála
16:00 Þingslit og heimferð

Sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands ungra Framsóknarmann. Þar er stefna sambandsþing mynduð, lög og ályktanir samþykkt. Einnig er kosið í nýja stjórn ár hvert auk formanns. Sambandsþing er enn fremur uppskeruhátíð ungs Framsóknarfólks. Tími til að hafa gaman og fyrir nýtt fólk að kynnast starfinu. Við hvetjum öll þau sem eru áhugasöm að taka þátt og skrá sig.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við SUF með því að senda skilaboð á facebook eða öðrum miðlum.

Þau sem hafa verið skráð í Framsókn í það minnsta 30 dögum fyrir sambandsþing og hafa greitt þinggjöld hafa atkvæðisrétt á þinginu. Þau sem vilja skrá sig í flokkinn geta gert það með rafrænum skilríkjum hér: https://framsokn.is/ganga-i-flokkinn/

​Lagabreytingartillögur þurfa að berast á suf@suf.is minnst 14 dögum fyrir þingið, á sama hátt þurfa framboð til formanns SUF að berast til skrifstofu Framsóknar á netfangið framsokn@framsokn.is. Framboðsfrestur til stjórnar og varastjórnar SUF rennur út þegar kosningar verða á dagskrá þingsins. Lög SUF má finna í heild sinni á SUF.is.

STJÓRN SUF

Haustfagnaður í Hafnarfirði

Laugardagur 21. september 2024 –

Framsókn í Hafnarfirði

Umræður um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu!

Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 –

Þingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson boðar til fundar um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 14. ágúst í Bæjarbíói Hafnarfirði kl. 17:00-19:00.

Yfirskrift fundarins er:

Tækifæri og áskoranir á húsnæðismarkaði og áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma!

Frummælendur eru:

  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins
  • Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS
  • Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ
  • Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags
  • Lilja Sólveig Kro, hagfræðingur Arion greining

Í pallborði verða: Sigurður Hannesson, Finnbjörn A. Hermannsson, Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra og frv. formaður stýrihóps um breytingar á byggingarreglugerð og Svanur Karl Grjetarsson eigandi MótX byggingarfélags

Pallborði stýrir Ágúst Bjarni Garðarsson.

Léttar veitingar að fundi loknum!

Fundinum verður einnig streymt.

Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður

Sumargrill Framsóknar í Norðausturkjördæmi

Laugardagur 22. júní –

Sumargrill Framsóknar í Norðaustri verður haldið í Lindarbrekku í Kelduhverfi laugardaginn 22. júní n.k.

Við byrjum að grilla kl. 17.00 og njótum samveru fram eftir kvöldi við glaum og gleði. Fólk er beðið að taka með sér hnífapör og að sjálfsögðu hlýjan og góðan fatnað.

Bendum fólki á tjaldsvæði í Ásbyrgi og Lundi (ca. 10 mín. akstur) auk þess sem hægt er (með góðum vilja) að koma nokkrum hjólhýsum og húsbílum við Lindarbrekku.

Kvöldverður kostar kr. 3.000 fyrir fullorðna og kr. 1.000 fyrir börn.
Skráning í grillið er til 19. júní hjá Guðmundi Baldvin á netfangið gbg1@simnet.is

HÉR má sjá viðburðinn á Facebook.

May be an image of grass and twilight

Fundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði

Þriðjudagur 4. júní –

Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði boðar til fundar
Þriðjudaginn  4. júní nk. kl 19:30.
Fundurinn er haldinn í Kiwanishúsinu Helluhrauni 22 í Hafnarfirði.

Dagskrá:

– Farið yfir hvernig tekist hefur til á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað.
– Önnur mál.

-Stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði

Aðalfundur FUF í Hafnarfirði

Þriðjudagur 4.júní –

Aðalfundur FUF í Hafnarfirði verður haldinn þriðjudaginn 4.júní, í Kiwanishúsinu Helluhrauni 22 í Hafnarfirði kl. 18.00.

Dagskrá:

1.      Venjuleg aðalfundarstörf.
2.      Lagabreytingar.
3.      Önnur mál.

-Stjórnin

Aðalfundur Kvenna í Framsókn

Miðvikudagur 29. maí –

-Stjórnin

Aðalfundur Framsóknarfélags Mosfellsbæjar

Þriðjudagur 27. maí 2025 –

Boðað er til aðalfundar Framsóknarfélags Mosfellsbæjar, þriðjudaginn 27. maí 2025 kl. 20:00 í húsi félagsins Bjarkarholti 2 (Háholt 14) 2. hæð í Mosfellsbæ.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar
4. Kosningar í stjórn
5. Önnur mál

Stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar.

100 ára afmælishátíð FR

Þriðjudagur 30. apríl –

FR í 100 ár! Þriðjudaginn 30. apríl kl. 17:30.

Í tilefni af 100 ára afmæli Framsóknarfélags Reykjavíkur ætlum við að fagna með veglegum vorfögnuði. Boðið verður upp á grill af ýmsu tagi og eitthvað til að skola því niður.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur

Sveitarstjórnarráðstefna Framsóknar

Föstudagur 19.apríl –

Í aðdraganda 37. Flokksþings Framsóknar er boðað til sveitarstjórnarráðstefnu, föstudaginn 19. apríl í Bæjarlind 14-16 og hefst hún kl. 17:00.
Frummælendur verða:
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra.
  • Fjármál ríkis og sveitarfélaga, framtíðarhorfur og aðkoma hins opinbera að kjarasamningum
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri.
  • Breytingar í borginni! – Tækifæri og áskoranir.
Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og sérfræðingur í skipulags- og byggingarmálum.
  • Skilvirkari byggingarreglugerð – aukið framboð.
Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsókn og mennta- og barnamálaráðherra.
  • Málefni innflytjenda og fjöltyngdra barna
Að umræðu lokinni er boðið upp á veitingar að hætti hússins.
Vonandi sjá sem flestir sér færi til þess að mæta og taka þátt í umræðum og hita upp fyrir flokksþing.
Fyrir hönd stjórnar sveitarstjórnarráðs Framsóknar,
Einar Freyr Elínarson, formaður