Archives: Events

Laugardagur 18. október 2025 –
Landsstjórn Framsóknar hefur samþykkt að boða til haustfundar miðstjórnar laugardaginn 18. október. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica (áður Hótel Esja, Suðurlandsbraut). Nánari upplýsingar og dagskrá verður send út síðar.
Miðstjórn er boðuð til fundar af landsstjórn tvisvar á ári, vor og haust með 30 daga fyrirvara. Aðrir fundir miðstjórnar eru boðaðir af landsstjórn flokksins og eru þeir löglegir ef þar mætir meirihluti miðstjórnarmanna. Einnig er skylt að boða til miðstjórnarfundar ef þriðjungur miðstjórnarmanna krefst þess skriflega. Miðstjórn ákvarðar um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn.
Í miðstjórn eiga sæti:
- Einn fulltrúi fyrir hverja 100 félagsmenn í hverju kjördæmi til eins árs í senn eftir reglum sem hlutaðeigandi kjördæmissamband setur.
- Þriðjungur fulltrúanna hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
- Alþingismenn flokksins og ráðherrar.
- Landsstjórn og framkvæmdastjórn flokksins.
- Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins enda séu þeir félagsmenn.
- Aðalmenn í sveitarstjórn, sveitarstjórar eða bæjarstjórar enda séu þeir félagsmenn.
- Stjórn og varastjórn launþegaráðs flokksins.
- Sjö fulltrúar kosnir af landsstjórn.
Framsóknarflokkurinn

Laugardagur 23. ágúst 2025 –
Sumargrill Framsóknar í Norðaustur verður haldið í Hjarðarhaga á Fljótsdalshéraði (við þjóðveginn milli Akureyrar og Egilsstaði ca. 40 km. frá Egilsstöðum) laugardaginn 23. ágúst n.k.
Við byrjum að grilla kl. 17:00 og njótum samveru fram eftir kvöldi við glaum og gleði. Fólk er beðið að taka með sér hnífapör og að sjálfsögðu hlýjan og góðan fatnað.
Hægt er að fá gistingu í húsi en takmarkað pláss og því gildir lögmálið fyrstur kemur fyrstur fær. Þá er að sjálfsögðu stæði fyrir tjöld, hjólhýsi og annars konar ferðavagna.
Kvöldverður kostar kr. 3.000 fyrir fullorðna og kr. 1.000 fyrir börn.
Skráning á grillið og gistipöntun er til 15. ágúst hjá Guðmundi Baldvin á netfangið: gbg1@simnet.is
Sjá nánar á Facebook.
Framsókn í Norðaustur


Fjölskyldudagur 28. júní
Framsóknarfélagið í Reykjavík ásamt ungu Framsóknarfólki í Reykjavík býður ykkur hjartanlega velkomin á fjölskylduhátíð í Furulundi í Heiðmörk!
Fögnum dásamlegu sumri og eigum saman notalega stund í fallegu náttúruumhverfi. Við bjóðum upp á sumargrill, leiki og gleði fyrir alla aldurshópa – sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem öll finna eitthvað við sitt hæfi.
- Við grillum pylsur
- Skemmtilegir leikir fyrir börn og fullorðna
- Létt tónlist og notaleg stemning
- Drykkir og meðlæti á meðan birgðir endast
Taktu með þér fjölskylduna, vinina og teppi eða dýnu til að sitja á og njóttu góðra samverustunda með Framsóknarfólki í Reykjavík. Lífið er skemmtilegra saman.

Fimmtudagur 19. júní 2025 –
Nýttu kraft gervigreindar í þínu starfi – aðeins á tveimur klukkustundum
Aðeins fyrir félaga í Framsókn
Lærðu að nota ChatGPT til að vinna hraðar, skipulegar og með aukinni sköpunargleði – hvort sem þú starfar við skrif, þjónustu, stjórnunarstörf, markaðsmál eða einfaldlega vilt spara tíma í daglegu lífi.
Á þessu aðgengilega og hagnýta námskeiði fyrir byrjendur verður farið yfir helstu möguleika ChatGPT, hvernig hægt er að nýta tæknina strax í eigin verkefni, og þátttakendur fá einnig verklegar æfingar sem nýtast í raunverulegum aðstæðum.
Bæði hægt að mæta á staðinn og taka þátt á netinu. En passaðu að hafa sama netfang í miðakaupum á TIX.is og þú munt nota til þess að taka þátt á netinu.
Staðsetning: Bæjarlind 14-16, 2. hæð, í Kópavogi
Tími: Fimmtudaginn 19. júní kl. 19:00–21:00
Leiðbeinandi: Stefán Atli Rúnarsson, markaðssérfræðingur og áhugamaður um gervigreind.
Þátttakendur koma með eigin fartölvu.

Helgin 27.-29. júní 2025 –
Það er komið að því sem við höfum öll beðið eftir!
Ungt Framsóknarfólk ætlar í útilegu við Úlfljótsvatn helgina 27.-29. júní.
Grill, stuð og stemming; getur ekki klikkað!
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna
Þriðjudagur 27. maí 2025 –
Aðalfundur Framsóknarfélags Fjallabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl. 20:00 í Regus húsnæðinu, Túngötu 3, á Siglufirði.
Boðið verður upp á kaffi og með því.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf.
- Önnur mál.
Stjórnin.
Mánudagur 26. maí 2025 –
Boðað er til aðalfundar Framsóknarfélags Garðabæjar mánudaginn 26. maí 2025 kl. 20:00. Aðalfundurinn fer fram í Garðabær, en endanleg staðsetning auglýst síðar.
Dagskrá:
- Skýrsla formanns.
- Endurskoðun reikninga.
- Lagabreytingar.
- Kosning formanns.
- Kosningu sex manna í aðalstjórn félagsins og tveggja til vara.
- Kosningu skoðunarmanns reikninga.
- Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
- Kosningu fulltrúa á flokksþing.
- Önnur mál.
Eftirfarandi lagabreytingar verða lagðar fram:
Í lögum félagsins er talað um „Framsóknarflokksins“ – leggjum til að breytt í „Framsóknar“ í 2. 7. 10., 11. og 15. grein laganna.
Við 5. gr. komi inn viðbót: Sé oddviti utan stjórnar félagsins er hann gerður að heiðursfélaga með seturétt á stjórnarfundum, án atkvæðaréttar.
Við 7. gr. verði gerð breyting á fyrstu málsgrein:
Aðalfund félagsins skal halda ár hvert eftir lögum flokksins (er nú Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok febrúar ár hvert).
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn Framsóknarfélags Garðabæjar
Þriðjudagur 27. maí 2025 –
Boðað er til aðalfundar Framsóknarfélags Mosfellsbæjar, þriðjudaginn 27. maí 2025 kl. 20:00 í húsi félagsins Bjarkarholti 2 (Háholt 14) 2. hæð í Mosfellsbæ.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar
4. Kosningar í stjórn
5. Önnur mál