Framsóknarvist

Framsóknarvist! 

Ung Framsókn í Reykjavík og Samband eldri Framsóknarmanna (SEF) standa saman að endurvakningu á framsóknarvist!

Sunnudaginn 18. febrúar klukkan 13 verður spiluð vist í Framsóknarhúsinu í Kópavogi, Bæjarlind 14-16.

 

Ókeypis aðgangur.

Bakkelsi og kaffi til sölu á staðnum.
ATH! ekki er þörf á að kunna spilavist – líka hægt að mæta og læra!
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Aðgengi:
– Næg bílastæði
– Lyfta í húsinu
– Strætó nr. 2 og 28 stoppa í göngufjarlægð

Bestu kveðjur,

Ung Framsókn í Reykjavík og SEF.

Aðalfundur Framsóknarfélags Garðabæjar

Fimmtudagur 29. febrúar 2024 –

Aðalfundur Framsóknarfélags Garðabæjar verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar í Sveinatungu á Garðatorgi kl. 20:00.

Dagskrá:
  1. Skýrslu formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðun reikninga félagsins fyrir s.l. reikningsár.
  3. Kosning formanns.
  4. Kosning sex manna í aðalstjórn félagsins og tveggja til vara.
  5. Kosning skoðunarmanns reikninga.
  6. Önnur mál
Stjórn Framsóknarfélags Garðabæjar

Opinn ráðherrafundur á Akureyri

Opinn fundur – Aðgerðir í íþróttamálum

Þriðjudagur 6. febrúar –

Framsókn í Reykjavík

SEF – Fundur með Stefáni Vagni og Jóhanni Friðrik

Þriðjudagur 30. janúar 2024 –

Samband eldri framsóknarmanna boðar til fundar á TEAMS þriðjudaginn 30. janúar nk. kl. 19:30.

Gestir fundarins verða Stefán Vagn Stefánsson þingmaður og formaður fjárlaganefndar og Jóhann Friðrik Friðriksson þingmaður sem einnig situr í fjárlaganefnd.

Dagskrá:

  1. Stefán Vagn og Jóhann fara yfir það sem snýr að málefnum eldri borgara í fjárlögum ársins 2024 og hvernig þeir sjá framhaldið með þau mál er varðar t.d. hækkun lífeyrisins og skerðingarmarka vegna lífeyristekna.
  2. Önnur mál

Smelltu hér til að tengjast fundinum

 Ef tæknilegar spurningar vakna varðandi fundinn má senda á skrifstofu flokksins á netfangið framsokn@framsokn.is eða hringja í síma 5404300.

Félagar fjölmennum á fundinn, komið með fyrirspurnir eða ábendingar og höfum þetta líflegt.

Stjórn Sambands eldri framsóknarmanna

Opinn fundur – Jarðhræringar á Reykjanesi

Fimmtudagur 25. janúar 2024 –

Framsóknarfélögin í Reykjavík standa fyrir opnum fundi um jarðhræringarnar á Reykjanesi og stöðuna í Grindavík fimmtudaginn 25. janúar kl. 20:00 á Hverfisgötu 33.

Lilja Alfreðsdóttir fer yfir aðgerðir stjórnvalda og Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, fjallar um stöðuna á Reykjanesi út frá jarðfræðilegu sjónarhorni.

Öll velkomin!

Framsókn í Reykjavík

Vöfflukaffi í Dalvíkurbyggð – Þórarinn Ingi Pétursson

Laugardagur 27. janúar 2024 –

Framsókn í Dalvíkurbyggð

Fjörðurinn okkar fagri – spjöllum um bæjarmálin í Hafnarfirði

Þriðjudagur 23. janúar –

Framsókn í Hafnarfirði

Nýr borgarstjóri í Reykjavík!

Laugardagur 20. janúar –

Framsókn í Reykjavík

Dögurður með þingmönnum Norðaustur

Laugardagur 20. janúar 2024 ‒

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Framsókn í Múlaþingi