Categories
Sveitarstjórnarfólk

Kópavogsbær

Deila grein

Sveitarstjórnarfólk Framsóknar

 

FRAMSÓKN Í KÓPAVOGI

Lækkum kostnað við íþróttaiðkun barna

Áhrifarík leið til að veita jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð efnahag er að halda kostnaði í skefjum. Víða erlendis þurfa ungir íþróttaiðkendur ekki að standa skil á nema broti af þeim kostnaði sem hér tíðkast og oft fylgir fatnaður eða einhverskonar fríðindi með í æfingagjöldum.

Tálsýn meirihlutans í Kópavogi Hverjar eru efndir Kópavogsbæjar á loforði um jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð efnahag? Er vilji til þess að halda niðri kostnaði í þágu iðkenda í Kópavogi?

Óþarft er að leggja í ítarlega rannsókn á pólitískri stefnumörkun meirihlutans í íþróttamálum til að komast að raun um að svo er ekki, þvert á móti hefur markaðsöflunum verið gefinn laus taumur í vösum foreldra með börn í íþrótta og tómstundastarfi.

Meirihlutinn hefur ekkert aðhafst á kjörtímabilinu til að sporna við hækkandi kostnaði. Þess í stað hefur hann hleypt markaðsöflunum enn dýpra í vasa iðkenda, meðal annars í gegnum sölu á æfinga- og keppnisfatnaði.

kopavogur

Samskipti bæjaryfirvalda við íþróttafélögin einkennast af skorti á samtali og skilningi gagnvart þörfum íþróttafélaganna og ekki síður foreldrum iðkenda. Því er þörf á virkri stefnumörkun af hálfu bæjaryfirvalda hvernig standa skuli að fjárstuðningi við íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga.

Nýjar lausnir

Í þessum anda geri ég að tillögu minni að Kópavogsbær vinni með íþróttafélögunum að lækkun kostnaðar við íþróttaiðkun barna, t.d. með lækkun kostnaðar við innkaup á íþróttafatnaði og öðrum búnaði. Bæjarfélagið gæti til að mynda veitt auka framlag til íþróttafélaganna með hverjum iðkanda, gegn því að keppnisfatnaður sé innifalinn eða til annarra kostnaðar lækkunar. Þannig myndi bæjarfélagið öðlast betri yfirsýn yfir raunkostnað iðkenda.

Þessi hugmyndafræði er ekki ólík þeirri aðgerð sem hefur þegar verið framkvæmd varðandi ókeypis skólagögn. Í krafti stærðar ættu íþróttafélögin að geta fengið mun hagstæðari kjör á fatnaði heldur enn einstakir iðkendur.

Með þessu yrði kostnaði raunverulega haldið niðri og skref tekið í þá átt að efna loforð um jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar, óháð efnahag foreldra.

Sverrir Kári Karlsson.

Höfundur skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí 2018.

Jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð íþrótt og efnahag

Íbúar Kópa­vogs fara ekki var­hluta af því fjöl­breytta íþrótta­lífi sem ein­kennir íþrótta­bæj­ar­fé­lagið Kópa­vog. Nán­ast er hægt að full­yrða að hver ein­asta fjöl­skylda í bænum teng­ist eða eigi barn í ein­hvers­konar íþrótta­starfi.

Hreyf­ing og fræðsla er nauð­syn­legur hluti af upp­eldi barna og það starf sem á sér stað innan íþrótta­hreyf­ing­ar­innar er að mörgu leyti mjög gott, aðstaðan til fyr­ir­myndar og starf félag­anna öfl­ugt.

Allt þetta starf kostar hins vegar umtals­verða fjár­muni sem að stórum hluta leggst á for­eldra iðk­enda. Kostn­að­ar­hlut­deild iðk­enda er því miður orðin slík að ekki aðeins launa­lægri fjöl­skyldur veigra sér við kostn­að­in­um, heldur eiga milli­tekju­fjöl­skyldur einnig í vand­ræðum með að standa skil á hon­um. Mögu­leikar barna til að stunda fleiri en eina íþrótt eða tóm­stund eru nán­ast úti­lok­að­ir.

Þá má velta því upp hvort æfinga­á­lag barna sé of mik­ið, enda hefur verið sýnt fram á að fylgni fjölda æfinga­stunda í skipu­lögðu starfi barna undir 12 ára aldri og lang­tíma árang­urs er hverf­andi. Sam­spil æfinga og leiks er talið vega mun þyngra á mót­un­ar­árum ein­stak­lings.

kopavogur

Hér­lendis byrjum við fyrr á skipu­lögðu starfi, æfum oftar og við borgum marg­falt meira fyrir starfið mið­aða við nágranna­lönd­in. Að auki er sjaldn­ast neitt inni­falið í grunnæf­inga­gjöld­um, og því er raun­kostn­aður við iðkun oft­ast tölu­vert hærri en þau segja til um.

Af þessu leiðir að kostn­aður barna­fjöl­skyldna við íþrótta­starf hefur aldrei verið hærri þrátt fyrir að bæj­ar­fé­lagið leggi til frí­stund­ar­styrk sem hefur hækkað með hverju árinu. Það hefur hins vegar sýnt sig að þær hækk­anir frí­stund­ar­styrks­ins duga skammt á móti þeim hækk­unum sem lagst hafa beint á fjöl­skyldur iðk­enda.

Þessi þróun getur ekki haldið áfram og nýrra leiða þarf að leita til að koma til móts við fjöl­skyldur með börn í íþrótta­starfi, bæði hvað varðar hóf­semd í kostn­að­ar­þátt­töku og hóf­semd í æfinga­á­lagi. Brýn þörf er á sterk­ari stefnu­mörkun um hvernig opin­berum fjár­munum skuli varið þegar kemur að íþrótta og tóm­stunda­starfi. Hver séu mark­mið bæj­ar­fé­lags­ins með stuðn­ingi við íþrótta­starf og aðrar tóm­stundir barna? Á grunni slíkrar stefnu­mörk­unar yrði öll eft­ir­fylgni með því hvort fjár­út­lát bæj­ar­fé­lags­ins skili árangri mark­viss­ari í fram­hald­inu.

Með fram­boði mínu til bæj­ar­stjórnar í Kópa­vogi mun ég leggja áherslu á að berj­ast fyrir lækkun kostn­aðar við íþrótta og tóm­stund­ar­starf í sveita­fé­lag­inu og að Kópa­vogur verði leið­andi í stefnu­mótun starfs sem býður upp á meiri sveigj­an­leika sem mun henta öll­um, ekki aðeins þeim efna­meiri. Þá fyrst verður lof­orð Kópa­vogs um jöfnuð til íþrótta­iðk­unar óháð íþrótt og efna­hag ekki aðeins orðin tóm.

Sverrir Kári Karlsson er verk­fræð­ingur og þriggja barna faðir sem skipar 5. sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 18. apríl 2018.

Hello Rehkjavic!

Við sem búum í Kópa­vogi höfum flest heyrt sög­una af því hvernig bær­inn byggð­ist. Fólkið sem ekki hafði fjár­hags­lega burði eða sam­bönd til að fá lóð í Reykja­vík fékk tæki­færi í bænum okk­ar. Sjálf sagan ber það með sér að Kópa­vogur sé minni og ódýr­ari útgáfa af höf­uð­borg­inn­i.

Úthverfið Kópa­vogur
Á mínum yngri árum heyrði ég oft frá utan­bæj­ar­fólki að ég væri Reyk­vík­ing­ur. Þegar ég leið­rétti það af barns­legu stolti komst ég fljótt að því að mörgum fannst þetta allt sama tóbak­ið. Kópa­vogur væri eins og hvert annað úthverfi. Á þessum árum fannst mér erfitt að koma orðum að því hvernig við skærum okkur frá stóra nágrann­an­um. Þess má geta að ég ólst upp á myrkum tímum í sögu Kópa­vogs – pönkið liðið undir lok, búið að loka eina bíói bæj­ar­ins og brand­ar­inn um hvað væri grænt og félli á haustin var enn vin­sæll.

Hug­myndir um Kópa­vog sem úthverfi heyr­ast enn. Stutt er síðan einn af rit­stjórum Kjarn­ans lagði í leið­ara til að Alþingi myndi ein­fald­lega setja lög um sam­ein­ingu Kópa­vogs og nágranna­bæj­ar­fé­laga við Reykja­vík. Þar að auki hefur Kópa­vogur í gegnum tíð­ina ekki þótt mjög „smart“, sem kom svo ynd­is­lega skýrt fram þegar Gísli Mart­einn Bald­urs­son bað á sínum tíma: „…til Guðs að ein­hver túristi lendi ekki í því að vera á ein­hverju glöt­uðu hót­eli í Kópa­vog­i“.

kopavogur

Kópa­vogur er ekki, og verður lík­leg­ast aldrei, sama lif­andi hring­iða menn­ingar og afþrey­ingar sem Reykja­vík er, þrátt fyrir gott menn­ing­ar­líf í bænum og þá stað­reynd að við erum aftur komin með bíó og Sleggj­una í kaup­bæti. Kópa­vogur hefur hins vegar aðra ótví­ræða kosti.

Fjöl­skyldu­bær­inn Kópa­vogur
Það er engin til­viljun að frasinn: „Það er gott að búa í Kópa­vogi“ lifir enn góðu lífi. Þessi ein­falda setn­ing orðar helsta kost bæj­ar­fé­lags­ins. Sam­fé­lagið hér er fjöl­breytt, en boð­leiðir stutt­ar. Hér er þægi­legt að búa. Hér eru góðir skól­ar, tón­list­ar­skólar og mynd­list­ar­skóli. Fjöl­breytt tóm­stunda­starf er fyrir eldri borg­ara og fram­úr­skar­andi íþrótta­starf hjá okkar öfl­ugu íþrótta­fé­lög­um. Þetta vitum við sem hér búum.

Margt má vit­an­lega færa til betri veg­ar, en í Kópa­vogi á öll stór­fjöl­skyldan að geta haft það gott. Þetta er það bæj­ar­fé­lag sem Fram­sókn tók þátt í að móta og við viljum standa vörð um.

Við getum því verið stolt og ánægð með bæinn okk­ar, þótt aðrir missi af sjarm­an­um. Og þótt Ju­stin­arn­ir ­sem halda risatón­leika hér í bæ kalli af lífs- og sál­ar­kröft­um: „Hell­o Rehkja­vic“ þá vitum við að Kór­inn er okk­ar.

Helga Hauksdóttir er lög­maður og í öðru sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 6. maí 2018.

Ákvað að taka baráttusætið

„Ég er fyrst og fremst að bjóða mig fram fyrir eldri borgara“, segir Baldur Þór Baldvinsson sem skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í þessum sveitarstjórnarkosningum. Hann segir að eldra fólki fari fjölgandi og menn séu að gera sér betur grein fyrir því. Uppstillinganefnd Framsóknarflokksins hafi boðið sér þriðja sætið og formaður nefndarinnar hafi sagt sér, að flokkurinn hefði ákveðið að eldri borgari yrði ofarlega á listanum. Hann segir að það hafi hins vegar verið algegnt að eldra fólki væri boðið að skipa uppfyllingasæti á listum flokkanna í kosningum. Aðspurður hvort eldra fólk sé ekki tregara að gefa kost á sér, segist hann ekki hafa orðið var við það. „Ég þekki engan sem hefur verið boðið sæti á lista sem eitthvað kveður að. Við höfum verið sniðgengin þó eldra fólki hafi í gegnum árin verið boðið að vera „til skrauts“ á framboðslistum flokkanna.

Er í baráttusætinu

kopavogur

Framsóknarflokkurinn í Kópavogi hefur nú einn bæjarfulltrúa og Baldur segist vera í baráttusætinu. „Við erum með gott lið“, segir hann og getur þess til gamans að fulltrúarnir í sætunum tveimur fyrir ofan hann, séu samanlagt jafngamlir honum, en Baldur verður 77 ára í júní. „Og stúlkan í fjórða sætinu, Kristín Hermannsdóttir, á milli okkar eru 56 ár“, segir hann og hlær. „Ég kem þarna og ætla að vinna fyrir eldri borgara. Þó ég komist ekki í bæjarstórn, fer ég í nefndir og get starfað betur fyrir eldra fólkið en ég geri í dag. Það eru óskaplega mörg mál í sveitarstjórnum sem varða eldri borgara.

Vildi kjörna fulltrúa í öldungaráðið

Baldur sem er formaður Félags eldri borgara í bænum, hefur lítið skipt sér af flokkspólitík og telur að annað gildi þegar menn eru að velja bæjarfulltrúa, en alþingismenn. Þá skipti flokkspólitíkin ekki jafn miklu máli. „Ég hef bara einu sinni á ævinni kosið sama flokkinn til Alþingis og sveitarstjórnar, annars hefur þetta verið sitt á hvað“, segir hann. Hann gekk á sínum tíma í Sjálfstæðislokkinn til að kjósa vin sinn Gunnar Birgisson, en var ekki alveg dús við framgöngu flokksins þegar velja átti fólk í nýtt öldungaráð bæjarins. Hann var þeirrar skoðunar að fulltrúar bæjarfélagsins í öldungaráðinu ættu að vera kjörnir fulltrúar, ekki embættismenn. Það gekk hægt að fá því framgengt. Málið leystist þegar fulltrúar minnihlutans tóku það uppá sína arma og að lokum var öldungaráðið skipað þremur bæjarfulltrúum og þremur fulltrúum frá Félagi eldri borgara. Þá skildu leiðir með Baldri og Sjálfstæðisflokknum.

Aldrei fullgert

Baldur segir gott fyrir eldri borgara að búa í Kópavogi. Þar eru til dæmis þrjár mjög öflugar félagsmiðstöðvar fyrir eldra fólk. „Það er margt mjög gott hér, en það er alveg á hreinu að það er aldrei fullgert. Við erum þannig með lægri afslátt af fasteignagjöldum en nágrannar okkar í Hafnarfirði og þar er í boði frístundastyrkur fyrir eldra fólk, en ekki hér“. Hann telur að reynsla eldri borgara sé ekki mjög mikils metin í samfélaginu. Það verði að breytast og þessi hópur verði að eiga fulltrúa alls staðar, þar sem fjallað sé um hans mál“.

Greinin birtist fyrst á lifdununa.is 25. apríl 2018.

Höggvum á hnútinn

Þann 19. september árið 2016 var haldin mikil sýning í Kópavogi þar sem bæjarstjóri og formaður bæjarráðs undirrituðu samkomulag við heilbrigðisráðherra um uppbyggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Stefnt var að því að taka heimilið í notkun seinni hluta árs 2018.

Ekkert bólar hins vegar á upphafi framkvæmdanna og er nú málið komið fyrir dómstóla og ekki sér fyrir endann á þessum vandræðagangi. Hönnun og framkvæmdir munu ekki fara af stað fyrr en eftir einhver ár ef ekkert verður aðhafst. Það hefur vantað pólitíska forystu hjá núverandi meirihluta í Kópavogi til að knýja málið áfram og algjörlega óviðunandi að tugir einstaklinga fái ekki inn á hjúkrunarheimilið við Boðaþing vegna þessa seinagangs.

kopavogur
kopavogur

Kópavogsbær á að höggva á hnútinn í þessu máli og taka yfir hönnun og framkvæmdir við hjúkrunarheimilið. Reykjavíkurborg fór slíka leið í samvinnu við Hrafnistu vegna uppbyggingar hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg í Reykjavík. Eftir sem áður mun ríkið greiða sinn hluta af framkvæmdunum. Það er óásættanlegt að horfa upp á núverandi stöðu mála og við framsóknarmenn munum taka af skarið fáum við umboð til þess frá íbúum í Kópavogi.

Birkir Jón Jónssonskipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi

Baldur Þór Baldvinssonskipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var samþykktur í gærkvöldi. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi flokksins leiðir listanna. Í öðru sæti er Helga Hauksdóttir, lögfræðingur og í því þriðja Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara.

Framboðslistinn er skipaður 11 konum og 11 körlum. Á myndinni eru frá vinstri: Baldur Þór Baldvinsson, Gunnar Sær Ragnarsson, Helga Hauksdóttir, Sverrir Kári Karlsson, Birkir Jón Jónsson, Kristín Hermannsdóttir, Björg Baldursdóttir og Helga María Hallgrímsdóttir.

kopavogur

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi:

 1. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður
 2. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
 3. Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara
 4. Kristín Hermannsdóttir, nemi og tamningakona
 5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
 6. Helga María Hallgrímsdóttir, sérkennari
 7. Gunnar Sær Ragnarsson, háskólanemi
 8. Björg Baldursdóttir, skólastjóri
 9. Hjörtur Sveinsson, rafvirki
 10. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari
 11. Sigurður H. Svavarsson, rekstrarstjóri
 12. Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
 13. Jónas Þór, sagnfræðingur og fararstjóri
 14. Guðrún Viggósdóttir, fv.deildarstjóri
 15. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri
 16. Dóra Georgsdóttir, eldri borgari
 17. Páll Marís Pálsson, háskólanemi
 18. Valdís Björk Guðmundsdóttir, háskólanemi
 19. Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólastjóri
 20. Kristinn Dagur Gissuarson, viðskiptafræðingur
 21. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður
 22. Willum Þór Þórsson, alþingismaður

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var samþykktur í gærkvöldi. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi flokksins leiðir listanna. Í öðru sæti er Helga Hauksdóttir, lögfræðingur og í því þriðja Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara.

Framboðslistinn er skipaður 11 konum og 11 körlum. Á myndinni eru frá vinstri: Baldur Þór Baldvinsson, Gunnar Sær Ragnarsson, Helga Hauksdóttir, Sverrir Kári Karlsson, Birkir Jón Jónsson, Kristín Hermannsdóttir, Björg Baldursdóttir og Helga María Hallgrímsdóttir.

kopavogur

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi:

 1. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður
 2. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
 3. Baldur Þór Baldvinsson, form. Félags eldri borgara
 4. Kristín Hermannsdóttir, nemi og tamningakona
 5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
 6. Helga María Hallgrímsdóttir, sérkennari
 7. Gunnar Sær Ragnarsson, háskólanemi
 8. Björg Baldursdóttir, skólastjóri
 9. Hjörtur Sveinsson, rafvirki
 10. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari
 11. Sigurður H. Svavarsson, rekstrarstjóri
 12. Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
 13. Jónas Þór, sagnfræðingur og fararstjóri
 14. Guðrún Viggósdóttir, fv.deildarstjóri
 15. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri
 16. Dóra Georgsdóttir, eldri borgari
 17. Páll Marís Pálsson, háskólanemi
 18. Valdís Björk Guðmundsdóttir, háskólanemi
 19. Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólastjóri
 20. Kristinn Dagur Gissuarson, viðskiptafræðingur
 21. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður
 22. Willum Þór Þórsson, alþingismaður