Categories
Fréttir

Tvöfalt kjördæmisþing í Reykjavík 27. ágúst

Deila grein

17/08/2016

Tvöfalt kjördæmisþing í Reykjavík 27. ágúst

logo-framsokn-gluggiTvöfalt kjördæmisþing í Reykjavík hinn 27. ágúst 2016 kl. 09.00.
Á aukakjördæmaþingi KFR hinn 22. júní 2016 var samþykkt tillaga um að fram fari tvöfalt kjördæmisþing í Reykjavík hinn 27. ágúst 2016 til að velja á lista vegna komandi alþingiskosninga. Kosið verður um 5 efstu sætin í hvoru kjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Framboðsfrestur var 12. ágúst 2016.
Þingið verður haldið í veislusalnum á 4. hæð í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í Reykjavík. Innritun hefst kl. 09.00 en sjálft þingið byrjar kl. 10.00. Þinggjald verður 1.500 kr.
Vakinn er athygli á því að fulltrúar FR þurfa að vera búnir að greiða félagsgjaldið til þess að vera kjörgengir. Auka kjördæmaþing verður haldið strax að loknu tvöfalda kjördæmaþinginu á sama stað, sbr. gr. 45-46 í reglum um tvöfalt kjördæmaþing.
Kjörstjórn KFR.