Fréttir

Fréttir

Kynningarblað um frambjóðendur í Norðvestur

Póstkosning Framsóknar í Norðvesturkjördæmi verður haldin dagana 16. febrúar – 13. mars n.k. og kosið verður um 5 efstu sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hér að neðan er hægt að nálgast kynningarblað á frambjóðendunum í póstkosningunni.

Nánar

Þessi stóri

Þá er komið að „þessum stóra“. En ráðherrar og þingmenn Framsóknar hafa verið með opna fundi í kjördæmunum á netinu og rætt þau mál sem eru efst á baugi.

Nánar

Framboð og tilnefningar!

Framsókn í Reykjavík leitar að öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður fyrir komandi alþingiskosningar.

Nánar

Skriður kominn á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni

„Tilvist Bríetar leigufélags hefur heldur betur sannað sig og er félagið ásamt hlutdeildarlánum að rjúfa stöðnun sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni í árum saman. Þá tryggir tilvist félagsins líka að nú er hægt að bregðast hratt við húsnæðisþörf á Seyðisfirði eftir náttúruhamfarirnar þar í desember. Í gær var undirritað samkomulag um byggingu sex íbúða þar með hraði og tækifæri eru til þess að byggja enn fleiri íbúðir á næstunni ef þörf reynist á. Bríet hefur einnig nýlega auglýst eftir samstarfsaðilum um byggingu hagkvæmra íbúða á Fáskrúðsfirði og Djúpavogi og bygging er hafin á íbúðum á Vopnafirði,“ sagði Líneik Anna að lokum.

Nánar

„Hakúna matata“

„Í dag er lögð mikil áhersla á læsi barna sem hefur farið hnignandi. Textun efnis gæti eflt læsi barna. Það er samt ekki aðeins textun á barnaefni sem er ábótavant heldur textun á öðru íslensku efni, svo sem kvikmyndum og þjóðfélagslegri umræðu í sjónvarpi. Í byrjun faraldurs var vel staðið að textun á sjónvarpsefni fyrir heyrnarskerta. Þá var ánægjulegt að sjá táknmálið sýnilegt. En betur má ef duga skal og er því mikilvægt að nýta þá reynslu sem fékkst af þessu, að halda áfram á sömu braut. Óskastaðan væri sú að við stjórnmálamenn gætum sagt „hakúna matata“ í þessum málum, en þangað til er það okkar að þrýsta á þetta réttlætismál,“ sagði Halla Signý að lokum.

Nánar

Sigurður Ingi fjallaði um störf án staðsetningar á málþingi

Í ræðu sinni fór Sigurður Ingi yfir stöðuna á verkefninu og sýn sína á uppbyggingu starfa án staðsetningar. „Ég man eftir því að hafa fyrir nokkru síðan lesið grein um mannauðsmál fyrirtækja þar sem rætt var við forstjóra veitingasölukeðju í Bretlandi,“ sagði Sigurður Ingi. „Það hafði vakið mikla athygli hvað viðhorf og framkoma starfsmanna keðjunnar var jákvæð og að starfsmenn hefðu hærri starfsaldur en í sambærilegum keðjum. Forstjórinn var spurður hvað olli þessu, hvernig stefna fyrirtækisins í mannauðsmálum væri frábrugðin annarra. Hann sagði að stefnan væri frekar einföld. Þau legðu sig fram um að ráða hamingjusamt fólk til starfa. Ég nefni þetta hér og nú af því að ég held að störf án staðsetningar snúist ekki aðeins um byggðamál, ekki aðeins um það að ráða þann hæfasta burtséð frá búsetu heldur ekki síst um það að fólk geti valið sér búsetu óháð starfi á stað þar sem því líður vel og í umhverfi sem gerir það hamingjusamt.“

Nánar