Categories
Fréttir

Fundur um málefni ferðaþjónustunnar

Deila grein

16/05/2023

Fundur um málefni ferðaþjónustunnar

Stjórn sveitarstjórnarráðs Framsóknar boðar til fjarfundar með sveitarstjórnarfólki Framsóknar um málefni ferðaþjónustunnar.

Frummælendur verða Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála og varaformaður Framsóknar, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar og Elías B. Gíslason forstöðumaður hjá Ferðamálastofu.

Ráðherra mun fjalla um mikilvægi ferðaþjónustunnar og vinnu við ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun. Jóhannes mun ræða framtíðarhorfur og nýtt mælaborð ferðaþjónustunnar, en Elías fjallar um ferðamálin frá sjónarhóli Ferðamálastofu.

Fundurinn verður haldinn á TEAMS þriðjudaginn 23. maí kl 20:00.

Þau sem eru áhugasöm að sækja fundinn eru beðin að skrá sig með því að senda póst á framsokn@framsokn.is.