Categories
Fréttir Nýjast Uncategorized

Bjartsýnisverðlaun Framsóknar 2024

Deila grein

24/04/2024

Bjartsýnisverðlaun Framsóknar 2024

Á 37. Flokksþingi Framsóknar um liðna helgi voru veitt Bjartsýnisverðlaun Framsóknar. Bjartsýnisverðlaun Framsóknar eru veitt aðilum utan flokksins sem hafa lagt eitthvað jákvætt að mörkum til íslensks samfélags.

Þann 20. apríl, á kvöldverðarhófi flokksþings Framsóknar voru verðlaunin veitt Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu fyrir verkefnið: Frú Ragnheiður.

Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar þar sem lögð er áhersla á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hlýst af notkun vímuefna.   

Frú Ragnheiður hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni í æð með því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi einstaklinga. Lækkun á tíðni sýkinga og útbreiðslu smitsjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C, færri dauðsföll af völdum ofskömmtunar, ábyrgari neysluhegðun og minna af notuðum sprautubúnaði í almenningsrýmum eru á meðal þess ávinnings sem hlýst af verkefninu án mikils tilkostnaðar. 

Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, veitti verðlaunum viðtöku og óskar Framsókn henni og Rauða krossinum innilega til hamingju með verðlaunin.

Categories
Fréttir Nýjast

Jafnréttisviðurkenning Framsóknar

Deila grein

24/04/2024

Jafnréttisviðurkenning Framsóknar

Á 37. Flokksþingi Framsóknar síðastliðna helgi var jafnréttisviðurkenning Framsóknar veitt.

Jafnréttisnefnd Framsóknar veitir verðlaunin á hverju flokksþingi einstaklingi sem hefur skarað fram úr að framgengi jafnréttisáætlunar flokksins. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Norðvestur kjördæmis, veitti verðlaunin fyrir hönd nefndarinnar.

Guðný Sverrisdóttir á Grenivík fékk verðlaunin að þessu sinni og hafði Halla Signý þetta um hana að segja við afhendinguna:

“Hún hefur brotið marga múra í gegnum tíðina og glerþökin hafa splundrast með þátttöku hennar í sínum störfum og ekki síst í félagsstarfi. Guðný hefur setið í stjórnum á landsvísu á vegum sveitarfélaga og þá vil ég helst nefna stjórnarsetu í Jöfnunarsjóðnum og fleira mætti telja.

Ég man eftir að heyra í Guðnýju í fjölmiðlum, kjarnyrt og bjó ekki viðtölin í neinn skrautpappir, ég sá haft eftir henni að það væri hreint ótrúlegt hvað spyrlar í fjölmiðlum vissu lítið um landsbyggðina, þarna fór kona sem barðist fyrir sínu landssvæði og gerði það vel.

Þegar Guðný tók við sveitastjórastöðunni árið1987 var hún eina konan á landinu sem sem gegndi framkvæmdastjórastöðu í  sveitarfélagi og var það um árabil eða þangað til Ingibjörg Sólrún tók við borgarstjórastólnum 1994.

Guðný gegndi þeirri stöðu  í 27 ár en, þá stofnaði hún ásamt tveimur öðrum konum , ráðgjafafyrirtækið Ráðrík og þar voru samankomnar konur með miklu reynslu úr stjórnsýslunni.  Ég spurði hana einu sinni af hverju hún hefði stofnað þetta fyrirtæki, og hún svaraði að bragði; ,,Nú eftir að ég hætti sem Sveitastjóri þá var ég 64 ára og ég bara nennti því ekki að hætta að vinna” Mér fannst þetta gott svar og öðrum hvatning.

Ég hringdi í Guðnýju til að fara yfir nokkrar staðreyndir, og spurði þá hvað hún gæti helst státað sig af. ,,Nú ég hef nú bara verið ég sjálf”.

Hún hefur sem sagt alltaf starfað við það sem við viljum öll vera. Við sjálf.”

Framsókn óskar Guðnýju Sverrisdóttur innilega til hamingju.

Categories
Fréttir Nýjast Uncategorized

Gullmerki Framsóknar veitt í fyrsta sinn

Deila grein

23/04/2024

Gullmerki Framsóknar veitt í fyrsta sinn

Á 37. Flokksþingi Framsóknar um liðna helgi var gullmerki Framsóknar veitt í fyrsta sinn.

Ritari Framsóknar skal veita gullmerki Framsóknar einstaklingi sem um árabil hefur unnið framúrskarandi og óeigingjarnt starf með sérstaka áherslu á innra starf flokksins, störf í grasrót og skal viðkomandi hafa sýnt áralangt óyggjandi traust við flokkinn. Á flokksþingi var ákveðið að veita tveimur einstaklingum fyrstu gullmerki Framsóknar og afhenti Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsóknar, þeim Einari Gunnari Einarssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur gullmerki Framsóknar á kvöldverðarhófi flokksþings Framsóknar þann 20. apríl.

Við afhendinguna hafði Ásmundur Einar þessi orð um að segja um feril Einars Gunnars fyrir Framsókn:

,,Einar gerðist félagi í Framsókn fyrir Alþingiskosningarnar 1987 og hefur hann starfað fyrir flokkinn frá árinu 2002, fyrst á skrifstofu flokksins og nú fyrir þingflokkinn.

Einar hefur einnig sinnt ótal trúnaðarstörfum fyrir Framsókn, hann sat í miðstjórn, stjórn og framkvæmdastjórn SUF og endaði ferilinn þar sem skoðunarmaður reikninga. Þá var hann formaður í svæðisfélagi FUF og formaður kjördæmissambands ungra framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi. Þá hefur hann setið sem miðstjórnarfulltrúi. Einar hefur unnið með sjö formönnum Framsóknar og sex framkvæmdastjórum.

Það er einkennandi fyrir Einar, að þegar hann er spurður um hvaða skilaboðum hann vilji koma til ungs fólks sem er að íhuga þátttöku í stjórnmálum eða öðru sjálfboðaliðsstarfi. Þar setur hann unga fólkið sjálft í forgang, að það þurfi fyrst af öllu að huga að menntun sinni, en spennandi og kraftmikið stjórnmálastarf sé gott með. Þar gefist umfram allt tækifæri til að mynda tengsl við fólk á öllum aldri og alls staðar af landinu.

Ósérhlífnin og dugnaðurinn birtist í svari Einars þegar hann er spurður um hvað honum þyki skemmtilegast í flokksstarfinu. Þar svara hann því til að kosningabarátta sé allra skemmtilegasti tíminn. Þar sem liðmönnum sé skipað í framlínuna, í stuðnings- og bakvarðasveit. Tengsl sem verða til í kosningabaráttu endist í áratugi. Eins sé gaman að kynnast nýju fólki sem skipar sér í hlutverk í flokknum, sjá það vaxa til taka að sér skýrari og viðameiri verkefni í flokksstarfinu.

Þá segir Einar, þegar hann er beðinn að lýsa Framsókn: Þetta er fyrst og fremst hópur fólks sem vill með hugsjónir samvinnu og jafnaðar að leiðarljósi gera samfélagið enn betra. Horfa fram veginn, sjá fyrir verkefnin og úrlausnir þeirra og takast á við flókna og óvænta viðburði af heiðarleika, fordæmalaust og án allra kreddukenninga. Við erum hópur fólks sem tökumst á, en að því loknu erum við heild sem talar einni röddu. Einar endurspeglar þetta sterkt með sínu óeigingjarna starfi sem hann hefur lagt til Framsóknar.

Að lokum, til að undirstrika stöðugleika Einars í flokksstarfinu, þá mætti hann á sitt fyrsta flokksþing 1988, sem var það tuttugasta í sögu flokksins, nú erum við mætt á 37. Flokksþing Framsóknar og hefur Einar aðeins misst af einu þingi allan þennan tíma.

Það var heiður að fá að sæma Einar Gunnar Einarsson gullmerki Framsóknar.”

Við afhendingu á gullmerkinu til Sigrúnar Magnúsdóttur hafði Ásmundur Einar þetta að segja:

,,Sigrún gerðist félagi í Framsókn í upphafi áttunda áratugarins og hefur hún starfað af krafti fyrir flokkinn frá þeim tíma. Áður hafði hún boðið sig fram í sveitarstjórnarkosningum fyrir óháðan lista vestur á fjörðum þar sem hún var reyndar alltaf kölluð Framsóknarkonan!

Félag framsóknarkvenna í Reykjavík var eitt af fyrstu félögunum sem Sigrún gekk til liðs við innan flokksins. Í framboðsmálum þá bauð hún sig fyrst fram til borgarstjórnar og varð varaborgarfulltrúi fyrst og svo borgarfulltrúi í 16 ár. Sigrún hefur verið formaður félags framsóknarkvenna, flokksfélagsins og fulltrúaráðs Reykjavíkur en þaá sat hún einnig í framkvæmdastjórn flokksins. Sigrún varð fyrst varaþingmaður 1979 og kom inn á þing 1980 og 1982. Hún var síðan kjörin á Alþingi árið 2013 og var Umhverfis- og auðlindaráðherra frá árinu 2014-2017. Hún hefur þá sérstöðu að hafa flutt ræður á Alþingi með meira en 30 ára millibili.

Sigrún hefur verið fulltrúi í miðstjórn í mörg ár og nú síðast hefur hún staðið vaktina á síðdegisvatkinni hér í Reykjavík. Sigrún lýsir störfum sínum fyrir flokkinn þannig: „Líf mitt hefur snúist meira og minna um framsókn“

Hún hefur unnið með öllum formönnum frá því að hún gekk til liðs við flokkinn og svo nefndi hún sérstaklega að hún hafi óbeint unnið með Eysteini á sinum tíma og að áhugi hans og stuðningum við stofnun félags framsóknarkvenna hafi verið dýrmætur.

Skilaboð hennar til ungs fólks sem íhugar að taka þátt í stjórnmálum eru skýr. Það efli mann og þroski, geri ekkert nema gott þó stundum blási á móti. Þá sé varla til betri reynsla en að störf á vegum Framsóknar og því að kynnast starfi stjórnmálaafls.

Hún lýsir því sem einu aðalsmerki Framsóknar hversu öflug félagsmálataugin sé í okkur, það sjáist á fyrrverandi þingmönnum, engir séu jafn virkir þar eins og Framsókn.

Aðspurð um hvað henni þyki skemmtilegast við að starfa í flokknum þá segir hún að það sé ótrúleg tilfinning að tilheyra svona félagsmálaafli. Ekkert sé jafn skemmtilegt og að mæta á flokksþing, skemmtilegasta sem hún gerir er að hitta félaga alls staðar af landinu. Þá vill hún lýsa flokknum sem einfaldlega fólkinu sem er í honum, fólk sem vill keyra á samvinnu og félagshyggju og binst þeim samtökum.

Sigrún segist ekki sjá eftir þeim tíma sem hefur farið í Framsókn, og hún sé þakklát fyrir að hafa gengið í flokkinn og að hafa fengið að eyða ævinni í þessum einstaka félagsskap.

Það var heiður að fá að sæma Sigrúnu Magnúsdóttir gullmerki Framsóknar.”

Framsókn óskar Einari Gunnari Einarssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur innilega til hamingju með verðlaunin og þakkar þeim fyrir vel unnin og óeigingjörn störf í gegnum árin.

Categories
Greinar

Blessuð sértu, sveitin mín

Deila grein

20/03/2024

Blessuð sértu, sveitin mín

Sérstaða ís­lenskra mat­vara er ein­stök á heimsvísu þar sem lyfja- og eit­ur­efna­notk­un í land­búnaði á Íslandi er með því minnsta sem þekk­ist í heim­in­um, auk þess sem notk­un vaxt­ar­horm­óna er bönnuð. Það er risa­stórt heil­brigðismál að komið sé í veg fyr­ir út­breiðslu sýkla­lyfja­ónæmra bakt­ería á Íslandi með ströng­um ráðstöf­un­um, en við sjá­um að sýkla­lyfja­ónæmi er ört vax­andi ógn í heim­in­um.

Í fyrra fékk ís­lenskt lamba­kjöt upp­runa­vott­un frá Evr­ópu­sam­band­inu. Um er að ræða vott­un með til­vís­un til upp­runa eða „Protected Designati­on Of Orig­in“ (PDO), og fær ís­lenskt lamba­kjöt nú að bera merki vott­un­ar­inn­ar í markaðssetn­ingu. Það á að stuðla að neyt­enda­vernd, auka virði afurða og koma í veg fyr­ir órétt­mæta viðskipta­hætti.

Aukinn innflutningur vinnur gegn bændum

Innflutningur á kjöti hefur færst í vöxt á undanförnum árum og er það bæði selt í matvöruverslunum hérlendis og einnig á veitingamarkaði, meðal annars mötuneytum og veitingahúsum. Færst hefur og í vöxt að minni kjötvinnslur kaupi slíkar afurðir og endurselji á veitingamarkaði, þíði kjötið sem kemur frosið til landsins, leggi í kryddlög og selji svo til stóreldhúsa og matvöruverslana. Slíkt athæfi, ásamt öðrum innflutningi á kjötvörum, vinnur gegn rekstrarumhverfi íslenskra bænda og getur um leið verið afar villandi fyrir neytendur þar sem pakkningar sem erlenda kjötið eru í eru oft á tíðum með íslenskum fánaröndum eða allavega íslenskt nafn á kjötvinnslunni.

Stórauka þarf stuðning við bændur og draga þarf markvisst fram sérstöðu íslenskra matvæla með áherslu á rekjanleika, heilnæmi og gæði. Mikið hefur verið rætt og ritað um landbúnaðinn á undanförnum árum og hafa íslenskir bændur verið að keppa í ójöfnum leik í samkeppni við innflutning þar sem vinnuafl er mun ódýrara víðast hvar annars staðar í heiminum. Íslenskum bændum fækkar með hverju árinu sem líður; íslensku sveitirnar eru að deyja út, meðalaldur bænda hækkar og enginn tekur við. Fæðuöryggið og sjálfbærni þjóðar undir

Fæðuöryggið og sjálfbærni þjóðar undir

Ég held að við séum komin á þann stað að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að stuðla að tilvist matvælaframleiðslu á íslandi. Tel ég að við þurfum að innleiða löggjöf sem gerir að verkum að óheimilt verði að flytja inn til landsins kjötafurðir frá öðrum löndum. Einnig að auka verndartolla á öðrum landbúnaðarvörum sem framleiddar eru hérlendis, meðal annars grænmeti og mjólkurafurðum, með það að markmiði að stórefla innlenda matvælaframleiðslu. Eina rétta í stöðunni væri að leggja áherslu á að auka tollvernd á íslenskum landbúnaðarafurðum til að tryggja tækifæri til atvinnuþróunar á landsbyggðinni. Við sem þjóð þurfum á því að halda og landsbyggðin þarf á því að halda.

Með því að auka matvælaframleiðslu hérlendis getum við styrkt fæðuöryggi þjóðarinnar. Við þurfum aðgerðir strax og setja í gang markvissa vinnu til þess að minnka innflutning á matvælum hingað til lands, með sjálfbærni og minni útblástur gróðurhúsalofttegunda að leiðarljósi.

Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.

(Sigurður Jónsson frá Arnarvatni)

Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. mars 2024.

Categories
Greinar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stórt fram­fara­skref í þágu barna

Deila grein

12/03/2024

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stórt fram­fara­skref í þágu barna

Samfélag samvinnu og jafnaðar.

Grunnskóla er ætlað það hlutverk að leggja grunn að virkri þátttöku barna í lýðræðissamfélagi og veita viðeigandi undirbúning og fjölbreytt tækifæri fyrir frekara nám eða störf á vinnumarkaði.

Næring er ein af grunnþörfum mannsins, öll þurfum við góða næringu til þess að geta fengist við verkefni dagsins. Vannæring getur haft varanleg neikvæð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna og er næring lykilatriði fyrir nemendur og hún á að vera í boði á jafnréttisgrundvelli á grunnskólastiginu án aðgreiningar og endurgjalds.

Öll viljum við að börnin okkar séu vel nærð í amstri dagsins og höfum við í Suðurnesjabæ unnið markvisst að því að auka niðurgreiðslu skólamáltíða á kjörtímabilinu, um síðustu áramót var kostnaðarhlutfall sveitarfélags hækkað úr 50% í 60% og systkinaafsláttur innleiddur þar sem foreldrar borga fyrir 2 börn en 3+ án gjalds Við í Framsókn höfum talað skýrt fyrir því að okkur þykir sjálfsagt að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Suðurnesjabæjar og var það eitt af okkar helstu baráttumálum fyrir síðustu kosningar. Með gjaldfrjálsum skólamáltíðum stuðlum við að jafnræði á milli heimila óháð efnahag og stöðu foreldra.

Grunnskólamenntun án aðgreiningar og endurgjalds

Hugsjón okkar Framsóknar í Suðurnesjabæ er sú að á íslandi er skólaskylda og teljum við það í raun hreint og klárt velferðar og jafnréttismál að bjóða upp á raunverulega gjaldfrjálsa grunnskólamenntun á Íslandi án aðgreiningar og endurgjalds. þannig stuðlum við að jafnræði barna óháð stöðu foreldra og tryggjum einnig að börn fái heita máltíð yfir daginn, en það er því miður veruleikinn á íslandi að öll börn búa ekki við slík lífsgæði. Við setjum manngildi ofar auðgildi og viljum að hver og einn hafi sama rétt til menntunar, þroska, grundvallarlífskjara og náttúrugæða óháð uppruna, heilsu og efnahags.

Stutt er síðan að breytingar voru gerðar á lögum um grunnskóla nr. 91 frá 12. júní 2008 en þar kom inn ákvæði í 31. gr laganna sem fjallar um “Kostnað í skyldunámi kemur fram að Kennsla í skyldunámi í opinberum grunnskólum skal veitt nemendum að kostnaðarlausu og er óheimilt að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er gert skylt að nota í námi sínu og samrýmist ákvæðum laga þessara og aðalnámskrá.

Fram­sókn hvatti sveitar­fé­lög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Sveitastjórnarráð Framsóknarflokksins hvatti sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Sveitarstjórnarráð Framsóknar studdi að ríki og sveitarfélög myndu tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafði samþykkt.

Við erum að stíga gríðarlega mikilvægt skref með því að innleiða gjaldfrjálsar skólamaltíðir á Íslandi og lýsi ég yfir ánægju með nýja kjarasamninga sem tryggja aukin lífskjör í landinu sem munu leiða af sér lækkun verðbólgu og vaxta, En þeir munu líka um leið tryggja börnunum okkar bjarta framtíð með jöfnu aðgengi að næringarríkum og hollum mat.

Ríki og sveitarfélög ættu að líta á verkefnið sem lausn sameiginlegs viðfangsefnis þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jöfnuðar

Framsókn er hreyfiafl framfara í samfélaginu og setur barnafjölskyldur í forgang

Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. mars 2024.

Categories
Fréttir

Á ferð um landið – Kjördæmavika Framsóknar

Deila grein

26/02/2024

Á ferð um landið – Kjördæmavika Framsóknar

Þingmenn og ráðherrar Framsóknar verða á ferð og flugi um land allt næstu daga. Þingflokknum er mikilvægt að heyra raddir kjósenda með reglubundnum hætti. Áhersla verður á heimsóknir í bland við opna fundi.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir alla opna fundi, en einnig má nálgast viðburðina á Facebook: https://fb.me/e/3vOUaC0mJ

Mánudagur 26. febrúar:
Reykjavík – Sykursalnum Grósku, kl. 20.00.
Suðurnesjabær – Samkomuhúsinu Sandgerði, kl. 20.00.

Þriðjudagur 27. febrúar:
Mosfellsbær – Skátaheimili Mosverja, kl. 20.00.
Bláskógabyggð – Efsti Dalur, kl. 20.00.
Borgarbyggð – Landnámssetrinu, kl. 20.00.

Miðvikudagur 28. febrúar:
Kópavogur – Siglingafélaginu Ými, Naustavör 14, kl. 20.00.
Akranes – Dalbraut 4, kl. 20.00.
Vopnafjörður – Safnaðarheimilinu, kl. 18.00.

Fimmtudaginn 29. febrúar:
Reyðarfjörður – Þórðarbúð, Austurvegi 39, kl. 17.30.
Sauðárkrókur – Kaffi Krók, kl. 20:15.
Egilsstaðir – Tehúsið, kl 20.00.
Árborg – Hótel Selfoss, kl 20.00.

Föstudagur 1. mars:
Húsavík – Félagsheimili eldri borgara, Hlyn, kl. 16.00.

Laugardagur 2. mars:
Hafnarfjörður – Kiwanissalnum, Helluhrauni 22, kl. 11.00.

Á næstu vikum munu þingmenn og ráðherrar heimsækja Höfn, Vestmannaeyjar, Vestfirði, en nánari upplýsingar verða birtar síðar.

ATH. að dagskráin kann að taka breytingum með skömmum fyrirvara.

Við erum Framsókn!

Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi.

Í meira en öld höfum við unnið að framfaramálum fyrir Ísland með hugsjónir samvinnunnar að leiðarljósi.

Við í Framsókn trúum því að yfirvegað samtal skili samfélaginu meiri árangri en upphrópanir.
Við setjum manngildi ofar auðgildi.

Categories
Fréttir

Áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðurnesjum

Deila grein

14/02/2024

Áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðurnesjum

Að beiðni Jóhanns Friðriks Friðrikssonar þingmanns Framsóknar flutti forsætisráðherra munnlega skýrslu á alþingi um áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðunesjum. Umræðan var góð og fróðleg og varpar ljósi á þær gífurlegu áskoranir sem standa fyrir dyrum. Forsætisráðherra fór í máli sínu yfir þann yfirgripsmikla undirbúning og margvíslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til, svo varna megi tjóni og neikvæðum áhrifum á líf fólks.

Fyrir hönd Framsóknar tóku til máls formaður flokksins og innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, auk Jóhanns Friðriks Friðrikssonar.

Í máli Sigurðar Inga kom meðal annars fram: ,,Staðreyndin er sú að við höfum frá fyrstu dögum, kallað fullt af fólki til vinnu og verka til að skipuleggja hvernig er hægt að takast á við náttúruna, undirbúa plan A, plan B, plan C jafnvel, og vera tilbúin til að gera fleiri hluti þegar það þarf vegna þess að stundum leikur náttúran á okkur. Stundum vinnum við en stundum vinnur náttúran og þá þurfum við að vera með viðbótarplan. Þess vegna hafa menn getað brugðist við svo hratt sem raun ber vitni í þeim atburðum sem við erum að horfa á núna í baksýnisspeglinum næst okkur.”

Enn fremur sagði Sigurður Ingi: ,, Við þurfum úti um allt land að átta okkur á því að náttúruváin er til staðar þó að hún hafi ekki ógnað okkur í 100 ár. Hún getur gert það á næstu 50 árum, getur gert það eftir nokkur ár, hún getur gert það þess vegna á næstu mánuðum. Það er mikilvægt til þess að hugsa, hér í þessari umræðu um hamfarirnar á Suðurnesjum, að við erum búin að undirbúa okkur gríðarlega vel. En við getum hins vegar ekki komið hér og fullyrt að við séum búin að koma í veg fyrir allt sem gerist af því að þrátt fyrir okkar virtu vísindamenn og þekkingu þá getum við ekki vitað hvað nákvæmlega gerist. Við getum spáð fyrir um það. Við getum undirbúið það eins og var gert svo vel í þessum hamförum síðustu daga og þess vegna var hægt að grípa til plans B þegar A gekk ekki og vera tilbúin með plan C ef það myndi ekki ganga.

Jóhann Friðrik vék að því hversu stolt við erum öll af því fólki sem stendur vaktina, dag og nótt, en það er í eðli okkar Íslendinga að standa saman þegar gefur á bátinn. ,,Ég er stoltur af öllu þessu frábæra fólki og veit að það eru íbúar á Suðurnesjum og landsmenn allir. En hér hefur verið nefnt: Og hvað svo? Nú þegar þessum viðburði er lokið í bili verðum við að fara yfir það sem betur mætti fara. Við eigum að taka þá umræðu á heiðarlegan hátt og halda ótrauð áfram. Suðurnesjamenn hafa gengið í gegnum ýmislegt í gegnum tíðina en gríðarlegar jarðhræringar og eldgos í námunda við byggð hafa ekki ógnað tilveru okkar og lífsgæðum frá því að land byggðist. Sú byrði hefur lent af ómældum þunga á Grindvíkingum sem nú búa fjarri heimilum sínum og við þeim blasir óvissa sem stjórnvöld þurfa að mæta eftir fremsta megni. Það orðatiltæki að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur, hefur verið mjög ofarlega í huga á undanförnum dögum. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að huga að okkar innviðum til lengri tíma. Ég er stoltur af þeim verkefnum sem stjórnvöld hafa farið í á undanförnum mánuðum og árum til að bregðast við þeirri náttúruvá sem hefur blasað við okkur og ég er þess fullviss að sú vinna mun halda áfram. Ég vil nýta þetta tækifæri undir lok ræðu minnar til að segja aftur: Takk, kæru íbúar á Suðurnesjum, fyrir þolgæði ykkar, dugnað og samkennd á þessum tíma. Við munum áfram standa þétt við bakið á ykkur.”

Categories
Greinar Nýjast

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Deila grein

12/02/2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við treystum og trúum að þeim kröfum sé framfylgt hér á landi. Það hlýtur því  einnig að vera sjálfsögð krafa að við neytendur getum treyst á að sömu kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla. Annað væri ótækt.  Við í Framsókn höfum síðustu misseri tekið okkur stöðu og verið óhrædd við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. Undir þetta taka helstu sérfræðingar á sviði  sýkla- og veirufræða. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi.

Innflutningur flæðir yfir

Nú er það þannig að innflutningur á nautakjöti jókst um 48%  á sl. ári  og á kjöti í heild um 17%. Kjötframleiðsla innanlands var svipuð og árinu á undan og dróst saman í kinda- og nautakjöti og salan dróst saman um 2%. Staðreyndin er sú að innflutt kjötvara er nú orðin að stærri hluta af sölunni í heild. Samkeppnisstaða íslenskra bænda er sífellt að versna og matvælaöryggi landsins um leið. Samkeppnin er hörð, ekki bara hér á landi heldur einnig út í hinum stóra heimi.

Bændur í Evrópu eru farnir að mótmæla kröftuglega þar sem innflutningur landbúnaðarafurða flæðir yfir landamæri og veikir markaðsaðstæður. Í nágrannalöndum mótmæla bændur stjórnvöldum vegna stöðu sinnar og vekja athygli á að samkeppnisstaða þeirra sé sífellt að veikjast gagnvart innflutningi á matvöru frá nágrannalöndum. Bændur í Frakklandi óttast að mikill innflutningur frá Spáni á grænmeti og ávöxtum dragi úr sölu innlendrar framleiðsluvara enda eru þær falar fyrir mun lægra verð, en það er ekki að ástæðulausu. Á Spáni eru ekki gerðar eins ríkar kröfur á umhverfissjónarmið og þar er notað mun meira af eiturefnum við framleiðsluna. Er það framtíðin sem við viljum? Lægra verð fyrir minni gæði.

Aðgerðaráætlun í matvælaöryggi

Aðgerðaráætlun í matvælaöryggi og vernd búfjárstofna var samþykkt á Alþingi árið 2019 eða fyrir fimm árum. Sú áætlun var í 17. liðum og er ágætt að fara yfir hvað hefur áunnist frá því að hún var sett. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hamra á mikilvægi matvælaöryggis hér landi. Það sem yfir okkur hefur dunið frá því þessi áætlun leit dagsins ljós hefur einungis dýpkað skilning okkar enn frekar á mikilvægi þess tryggja það. Undirrituð sendi fyrirspurn á matvælaráðherra um stöðu aðgerðanna sem settar voru fram. Í svari ráðherra kom fram að öllum aðgerðunum 17 sé annaðhvort lokið eða eru í framkvæmd til lengri tíma. Aðgerðartillögunum 17 er samt aldrei lokið heldur er þetta leiðarljós sem stöðugt þarf að huga að og uppfæra, bæta við og endurmeta reglulega.

Sýklalyfjaónæmi

Ein aðgerð var að átaki skyldi hrundið á stað til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Árið 2019 var sett á stað vinna í ráðuneytinu við að móta viðbrögð ef greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur í dýrum, sláturafurðum og matvælum.   Í kjölfarið var ákveðið að víkka verkefnið út og skipa nýjan hóp undir forystu Þórólfs Guðnasonar, fyrrverandi sóttvarnalæknis, sem hefur það hlutverk að auka þverfaglegt samstarf á þessu sviði og móta framtíðarsýn í málaflokknum til næstu 10 ára. Þá er hópnum falið að móta aðgerðaáætlun í málefnum sýklalyfjaónæmis til næstu 5 ára og leggja til leiðir til að koma aðgerðum til framkvæmda auk þess að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu um sýklalyfjaónæmi. Hópurinn starfar á vegum heilbrigðisráðuneytisins en verkefnið er unnið í samstarfi þess, matvælaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Einnig hefur verið gerður samningur við MAST og Tilraunastöð HÍ í meinafræðum á Keldum um að fjármagna og sinna ákveðnum rannsóknum tengdum sýklalyfjaónæmi. Auk þess hafa verið styrkt verkefni í sýklalyfjaónæmi.

Styrkja þarf matvælaöryggi landsins

En eitt er víst og það er að það þarf styrkja matvælaöryggi okkar betur og eins að styrkja samkeppnisstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu. Þá hefur Framsókn enn og aftur lagt fram þingsályktunartillögu sem ber með sér að leyfa innlendum afurðastöðvum í kjöti að vinna saman og sameinast til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Innlend matvöruframleiðsla er heilnæm þar stöndumst við erlendan samburð en við verðum að skapa henni betri samkeppnisstöðu til að standa undir rekstrinum. Að öðrum kosti er ekki svigrúm til nýsköpunar eða framþróunar.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Categories
Greinar

Orkuinnviðir íslands eiga að vera sameign þjóðarinnar

Deila grein

12/02/2024

Orkuinnviðir íslands eiga að vera sameign þjóðarinnar

Brestur á lífsgæðum

Hraun hefur nú runnið yfir heitavatnslögnina, svokallaða Njarðvíkuræð fyrir vatn frá Svartsengi að Fitjum. Atburðarásinvar hraðari en nokkur sá fyrir eftir því sem fram kemur hjá Almannavörnum. Nú blasir við gríðarlega alvarlegan skort á heitu vatni, í nokkra daga. Almannavarnir tala um mikilvægi þess er að allir leggist á eitt á stundu sem þessari og fari sparlega með rafmagn. Heitavatnslaust er nú orðið í Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavík, og Vogum. Brestur er orðin í lífsgæðum og vinnur nú fjöldi starfsmanna og verktaka að því að koma veitukerfunum aftur í gang og er það fólk að vinna þrekvirki í störfum sínum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona öflugt fólk sem bregst hratt og örugglega við á hamfaratímum.

Hitaveitan samvinnuhugsjón í upphafi

Hitaveita Suðurnesja var stofnuð 31. desember 1974, með lögum frá Alþingi, í þeim tilgangi að nýta jarðvarmann til húshitunar á svæðinu. Við stofnun fyrirtækisins skiptust eignarhlutar í fyrirtækinu þannig að ríkissjóður átti 40% og sveitarfélögin sjö, sem þá voru á svæðinu, 60%.
um virkilega mikilvægt samvinnuverkefni var að ræða sem gjörbylti orkunýtingu á svæðinu á sínum tíma.

Einkavæðing grunninnviða

Önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde var ríkisstjórn Íslands frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Í henni sátu ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni.
1.janúar 2007 var Hitaveita Suðurnesja, síðar HS Orka,  að fullu í eigu sveitarfélaga á svæðinu og íslenska ríkisins. Á vor mánuðum sama ár  auglýsti ríkið 15,2% hlut sinn í fyrirtækinu til sölu. Öðrum orkufyrirtækjum á Íslandi var meinað að bjóða í hann, tóninn var sleginn einkavæðing var hafinn og sveitarfélögin losuðu sinn eignarhlut í kjölfarið og í dag er HS Orka  til helminga í eigu lífeyrissjóða og fjárfestingafélagsins Ancala partners. Mikill arður hefur verið greiddur út á síðustu árum út úr félaginu sem dæmi  Árið 2021 greiddu eigendurHS Orku út 28 milljónir dala, eða um 3,6 milljarða króna, til hluthafa með lækkun hlutafjár í kjölfar hluthafafundar í nóvember það ár. Eignir félagsins námu 59,5 milljörðum í árslok 2021, samanborið 56,5 milljarða ári áður.

Orkuauðlindir landsins eiga að vera í samfélagslegri eigu

Á þeim hamfaratímum sem við lifum nú sýnir mikilvægir þess að orkuinnviðir og auðlindir sem þessar séu í eigu sveitarfélaga og ríkisins sem sjá um að reka og nýta grunnstoðir í samfélaginu, arðurinn sem skilar sér af slíkri innviðarstarfsemi á síðan að fara markvist í uppbyggingu og varnir. Viljum við sem þjóð að arðgreiðsla af slíkri orkuauðlind sem þessari renni til einstaklinga eða að arðurinn sé nýttur til almunahagsmuna ?

Við sem þjóð eigum ekki að standa vörð um þann málflutning að einkavæðing orkuauðlinda og grunninnviða samfélagi okkar séu settar á dagskrá. Ég hef þá persónulegu skoðun og er á móti því að virkjanir og orkumannvirki séu í einkaeigu, Það kemur svo sterkt í ljós núna að það á ekki að einkavæða þessa hluti, hvort sem það eru fossar, eða virkjanir. Hægt hefði verið að nota allar þær arðgreiðslu sem hafa runnið til á síðustu ára vegna orkuvinnslunnar í Svartsengi til frekari uppbyggingu innviða t.d. að vera búin að leggja 2 varalagnir að Fitjum sem fæða Suðurnesjabæ, Flugstöðina ,Reykjarnesbæ og Voga. Einnig hefði verið hægt að fjármagna hluta varnagarðanna með fjármagni frá orkivirkinu.

Við í Framsókn höfum talað skýrt í þessum efnum Það er skoðun okkar að almennt eigi ríkið ekki að standa í hinum og þessum atvinnurekstri, en það er engum vafa undirorpið að opinbert eignarhald á innviðum sem þessum t.d Landsvirkjun hefur reynst þjóðinni farsælt og er í raun til fyrirmyndar táknmynd þess blandaða markaðshagkerfis sem við búum í. Í stefnu Framsóknar í atvinnumálum má finna kafla um Landsvirkjun en þar segir „Framsókn leggst alfarið gegn sölu á Landsvirkjun, að hluta eða að öllu leyti. Almenningur á að njóta hins mikla arðs sem Landsvirkjun mun skila um ókomin ár. Brýnt er að tengja arðgreiðslur við auðlindina. Landsvirkjun gegnir lykilhlutverki í nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa til framtíðar til hagsældar fyrir íslenska þjóð.“

Þjóð náttúruhamfara

Við sem byggjum þetta land vitum það manna best að ísland er gjöfult land, en landið getur líka reynst okkur erfit og það höfum við séð í hinum ýmsu atburðum, eldsumbrot, flóð, jarðskjálftar og skriðuföll eru allt hlutir sem Íslendingar þekkja og kannast við.

Auka þarf samvinnu með það að leiðarljósi að styrkja grunnstoðir landsins í jarðhita og raforkumálum, styrkja þarf dreifikerfi raforku og auka vatnsaflsvirkjanir. Einnig þurfum við að auka þarf fé til rannsóknar og til jarðhitakannana til að breikka nýtarkosti jarðvarma á íslandi.

Orð fjármálaráðherra hræða

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra skrifaði um mikilvægi einföldunar og hagræðingar í rekstri ríkisins í sérblaði Viðskiptablaðsins um Viðskiptaþing, sem kom út á dögunum. Hún nefnir nokkrar aðgerðir sem ríkið ætti ráðist í, Hún vill selja Íslandspóst, ljúka sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka og nýta andvirði sölunnar til að bregðast við eldsumbrotum nálægt byggð, til lengri og skemmri tíma. En á ný á að hjóla í grunnstoðir samfélagsins með einkavæðingu. Við þurfum sem þjóð að gæta að hagsmunum samfélagsins í heild og setja samvinnuhugsjónir í forgrunn því þær eiga erindi við þjóðina.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist á vf.is 9. febrúar 2024.

Categories
Greinar

Suður­nes sett í sam­band – mikil­vægara nú sem aldrei fyrr

Deila grein

02/02/2024

Suður­nes sett í sam­band – mikil­vægara nú sem aldrei fyrr

Nú liggur fyrir að Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sé komið í höfn áætlað er að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 munu hefjast síðsumars, en í vor stendur til að bjóða í út jarðvinnu vegna línulagnarinnar. Þetta varð ljóst eftir úrskurð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nú í janúar.

Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnesin í heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.

Saga Suðurnesjalínu 2 er bæði löng og stormasöm. Fyrst fékkst leyfi til framkvæmda 2013, landeigendur kærðu það því þeir vildu að línan yrði lögð í jörð. Árið 2016 ógilti Hæstiréttur framkvæmdaleyfið á grundvelli gallaðs umhverfismats. En eftir ítarlega rýni kaus Landsnet að halda loftlínukostinum til streitu og óska eftir framkvæmdaleyfi.

Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi eins og áður sagði en Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn.

Á Suðurnesjum erum við að lifa sögulega tíma, nýtt tímabil eldsumbrota er hafið sem getur ógnað okkar helstu innviðum, því er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð og samfélag að menn vinni markvisst að framvindu málsins með skynsemi og hag suðurnesja að leiðarljósi, með það að markmiði að styrkja orkuinnviði fyrir atvinnulíf og búsetu á suðurnesjum.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist á visir.is 2. febrúar 2024.