Categories
Greinar

Áfram unnið að velsæld barna

Deila grein

16/05/2024

Áfram unnið að velsæld barna

Í Suður­nesja­bæ hafa bæj­ar­stjórn­ar­menn unnið að mark­viss­um aðgerðum til að stuðla að vel­sæld barna í sam­fé­lag­inu. Ein af mik­il­væg­ustu breyt­ing­un­um var aukn­ing niður­greiðslu á máltíðum nem­enda í grunn­skól­um bæj­ar­ins, sem hækkaði úr 50% í 60%. Þar að auki var fjöl­skyldu­afslátt­ur inn­leidd­ur um síðustu ára­mót. Svo nú 1. ág­úst verður ennþá stærra skref stigið þegar öll grunn­skóla­börn á land­inu fá gjald­frjáls­an há­deg­is­mat, sem mun gera það að verk­um að þau fá jafn­ari aðgang að nær­ingu og orku. Þess­ar aðgerðir eru ekki ein­ung­is hag­kvæm­ar fyr­ir ein­staka fjöl­skyld­ur held­ur styrkja þær líka sam­fé­lagið í heild.

Bæj­ar­stjórn hef­ur einnig unnið mark­visst að öðrum mál­um sem snerta börn og barna­fjöl­skyld­ur. Þar má nefna að hækkaðar hafa verið umönn­un­ar­bæt­ur fyr­ir for­eldra sem ekki nýta dag­vist­un hjá dag­for­eldr­um. Sú upp­hæð hækk­ar úr 45 þúsund krón­um í 100 þúsund fyr­ir hvern mánuð. Greiðsl­un­um er háttað þannig að fyrsta greiðsla er að lokn­um rétt­ind­um til fæðing­ar­or­lofs og greidd­ar þar til barn fær inn­göngu í leik­skóla eða verður tveggja ára. Hér er skref tekið til að brúa bilið sem oft kem­ur til eft­ir að fæðing­ar­or­lofi lýk­ur og þar til barn fær inn­göngu í leik­skóla. Mik­il­vægt er að gera for­eldr­um kleift að vera heima með börn­um sín­um fyrstu tvö árin ef þau kjósa svo og er þetta mik­il fram­för í þeim efn­um. Þá er niður­greiðsla dag­vist­ar­gjalda hjá dag­for­eldr­um hækkuð. Eft­ir að barn hef­ur náð 18 mánaða aldri er niður­greiðsla hækkuð úr 80 þúsund­um í 112 þúsund á mánuði m.v. átta klst. vist­un þar til að barni verður boðin inn­ganga í leik­skóla. Allt eru þetta mik­il­væg­ir þætt­ir í því að styðja við barna­fjöl­skyld­ur og á sama tíma, eins og hef­ur komið fram, brúa bilið sem oft reyn­ist erfitt eft­ir að fæðing­ar­or­lofi lýk­ur.

Það er okk­ur gríðarlega mik­il­vægt sem sam­fé­lagi að stíga þessi skref til að styðja við for­eldra fyrstu árin með börn­um sín­um. Þess­ar aðgerðir styðja við barna­fjöl­skyld­ur og hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið í heild. Við í Fram­sókn erum stolt af þess­um breyt­ing­um og höf­um lofað að halda áfram að stuðla að því að í Suður­nesja­bæ sé gott að búa. Með þess­um aðgerðum hef­ur bæj­ar­stjórn­in skapað um­hverfi sem stuðlar að vel­sæld barna í Suður­nesja­bæ.

Frí­stunda­akst­ur milli byggðar­kjarna í Suður­nesja­bæ

Bæj­ar­stjórn Suður­nesja­bæj­ar samþykkti um ára­mót að hefja frí­stunda­akst­ur milli byggðar­kjarna í Suður­nesja­bæ. Frí­stunda­akst­ur er fyr­ir unga iðkend­ur sem þurfa að fara á milli byggðar­kjarna til að sækja íþróttaæf­ing­ar. Í mál­efna­samn­ingi B- og D-lista kem­ur fram að „komið verði á frí­stunda­bíl til að efla og auka mögu­leika barna í sveit­ar­fé­lag­inu á íþrótta- og tóm­stundaiðju“. Frí­stunda­akst­ur­inn fer mjög vel af stað og er hon­um ætlað að efla íþrótt­astarf í sveit­ar­fé­lag­inu til framtíðar.

Sum­ar­frí­stund fyr­ir elstu börn leik­skóla

Á síðasta fundi bæj­ar­stjórn­ar Suður­nesja­bæj­ar nú í maí var samþykkt að hefja sum­ar­frí­stund fyr­ir elstu börn leik­skóla eft­ir að fræðsluráð bæj­ar­ins tók til um­fjöll­un­ar að leita leiða fyr­ir börn sem ljúka leik­skóla­göngu sinni á vor­in og eru á leið í grunn­skóla. Flest leik­skóla­börn ljúka leik­skóla­göngu um sum­ar­frí og koma ekki aft­ur til baka, en alltaf eru ein­hverj­ir for­eldr­ar sem nauðsyn­lega þurfa að leita að vist­un fyr­ir þau á meðan þau bíða eft­ir byrj­un grunn­skól­ans. Þetta er vegna þess að fríið sem þessi börn njóta er mun lengra en hefðbundið sum­ar­frí vinn­andi for­eldra. Öllum börn­um sem eru á leið í fyrsta bekk er gef­inn kost­ur á að sækja um að taka þátt í sum­ar­frí­stund eft­ir versl­un­ar­manna­helgi. Sum­ar­frí­stund­in verður í boði frá 6. ág­úst til 21. ág­úst 2024 sem reynslu­verk­efni og verður spenn­andi að sjá hvernig hún kem­ur út.

At­vinnu­tengt nám

Einnig voru samþykkt­ar á síðasta fundi bæj­ar­stjórn­ar starfs­regl­ur um at­vinnu­tengt nám í Suður­nesja­bæ og var af­greiðsla bæj­ar­ráðs samþykkt sam­hljóða.

Í sveit­ar­fé­lag­inu er nauðsyn­legt að fjölga úrræðum vegna ung­linga sem standa frammi fyr­ir sér­stök­um áskor­un­um í námi og skóla­færni af öðrum or­sök­um en fötl­un. Mark­mið verk­efn­is­ins er að veita þeim sem á þurfa að halda tæki­færi til að sýna hvað í þeim býr og mæta þörf­um þeirra sem þurfa að kom­ast í gegn­um skóla­starfið, hvort sem er á skemmri eða lengri tíma. Með nýj­um lög­um um samþætta þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna er mik­il­vægt að styrkja grunnþjón­ustu, og þessi úrræði eru hluti af því að auka fjöl­breytni og verk­færi skól­anna.

Anton Kristinn Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ og formaður bæj­ar­ráðs.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16.5.2024.