Categories
Fréttir Greinar

Samningar við sjúkraþjálfara í höfn

Deila grein

24/05/2024

Samningar við sjúkraþjálfara í höfn

Á meðan blekið er enn að þorna á stór­um samn­ing­um fyr­ir heil­brigðis­kerfið okk­ar þá mund­ar heil­brigðisráðherra, Will­um Þór Þórs­son, penn­ann á ný. Það fór ekki fram­hjá mörg­um þegar samið var við sér­greina­lækna og er fólk farið að finna fyr­ir já­kvæðum áhrif­um þess samn­ings. En nú hef­ur einnig verið samið við sjúkraþjálf­ara eft­ir fjög­urra ára samn­ings­leysi. Um er að ræða mik­il­væga samn­inga og tals­verða kjara­bót fyr­ir fólk sem þarf að sækja þjón­ustu sjúkraþjálf­ara.

Not­end­ur í fyrsta sæti

Með nýj­um lang­tíma­samn­ing­um við sjúkraþjálf­ara falla niður auka­gjöld sem not­end­ur þjón­ust­unn­ar hafa greitt á tím­um samn­ings­leys­is. Samn­ing­ur­inn stuðlar að bættu aðgengi að þjón­ust­unni og að aukn­um jöfnuði. Það á eng­inn að neyðast til þess að neita sér um þjón­ustu af þessu tagi sök­um kostnaðar en mark­mið samn­ings­ins er einnig að koma í veg fyr­ir slík til­vik.

Veru­lega bætt aðgengi að þjón­ustu sjúkraþjálf­ara hef­ur já­kvæð áhrif bæði á not­end­ur henn­ar og sam­fé­lagið allt til framtíðar. Meðal ann­ars í ljósi þess að starf sjúkraþjálf­ara felst til að mynda í fyr­ir­byggj­andi meðferð eins og að draga úr af­leiðing­um áverka, álags­ein­kenna, sjúk­dóma og lífs­stíls sem með trufl­un á hreyf­ingu geta raskað lífi ein­stak­lings­ins.

Ekki vanþörf á

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands hafa næst­um 42.000 manns sótt þjón­ustu sjúkraþjálf­ara á þessu ári. Í fyrra sóttu rúm­lega 62.000 ein­stak­ling­ar þjón­ust­una og heim­sókn­irn­ar voru um 928.000 tals­ins. Það eru kring­um 14,9 heim­sókn­ir á hvern ein­stak­ling. Það gef­ur auga­leið að tals­verður fjöldi lands­manna þarfn­ast þjón­ustu af þessu tagi til að fá bót meina sinna. Það verður al­mennt að fara oft til sjúkraþjálf­ara og vinna í skref­um. Allt þetta leiðir til þess að fram­an­greind auka­gjöld, sem þess­ir samn­ing­ar fella niður, geta reynst mjög há að öllu sam­an­lögðu.

Framþróun sjúkraþjálf­un­ar

Ásamt þessu er kveðið á í samn­ing­um þess­um að unnið verði að út­færslu ým­issa úr­bóta- og þró­un­ar­verk­efna ásamt því að lögð er áhersla á efl­ingu gæðastarfs með því að veita hvata til þess að sjúkraþjálf­ar­ar vinni inn­an svo­kallaðra starfs­heilda sem einnig munu ann­ast skipu­lagn­ingu og eft­ir­lit með þjón­ust­unni.

Allt þetta trygg­ir frek­ari gæði þjón­ust­unn­ar sem sjúkraþjálf­ar­ar veita, not­end­um og starfs­stétt­inni sjálfri til hags­bóta.

Fjöldi mik­il­vægra samn­inga

Það hef­ur verið nóg að gera inn­an veggja heil­brigðisráðuneyt­is­ins og Sjúkra­trygg­inga Íslands. Þar hef­ur verið unn­in þrot­laus vinna á þessu kjör­tíma­bili við að klára viðræður við mik­il­væg­ar starfstétt­ir í heil­brigðis­geir­an­um, ná samn­ing­um og binda enda á samn­ings­leys­is­tíma­bil. Samn­ing­ar við sér­fræðilækna, sjúkra­liða og samn­ing­ur um tann­læknaþjón­ustu eru góð dæmi um vinnu sem vert er að fagna. Þess­ir samn­ing­ar og þau verk­efni sem tengj­ast þeim eru not­end­um til veru­legra hags­bóta þegar horft er á stóru mynd­ina. Þeir eru til þess falln­ir að auka aðgengi fólks að nauðsyn­legri þjón­ustu og stuðla að jafn­vægi í sam­fé­lag­inu.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. maí 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Fjarheilbrigðisþjónusta

Deila grein

15/05/2024

Fjarheilbrigðisþjónusta

Fjarheilbrigðisþjónusta er heilbrigðisþjónusta sem nýtir stafræna samskipta- og upplýsingatækni þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndsímtöl og netspjall. Í dag var samþykkt mikilvægt frumvarp heilbrigðisráðherra sem gekk út á að skilgreina fjarheilbrigðisþjónustu í lögum og styrkja stöðu hennar í nútímasamfélagi. Málið er þýðingarmikið þar sem í fjarheilbrigðisþjónusta er klárlega ein þeirra tæknilausna sem geta umbylt heilbrigðisþjónustu fyrir fólk um allt land. Til eru mörg dæmi um einstaklinga sem ferðast langt og taka sér frí frá vinnu, stundum í fleiri daga, til þess að hitta lækna og sérfræðinga. Sérstaklega í ljósi þess að meirihluti sérfræðinga í heilbrigðisgeiranum er staðsettur á suðvesturhorni landsins.

Í sumum tilvikum er ferðin nauðsynleg, en oft er möguleiki á því að samskipti læknis og skjólstæðings eigi sér stað með fjarheilbrigðislausnum eins og viðtöl við sálfræðinga eða talmeinafræðinga. Með þessu þá erum við að opna frekar á þann möguleika í fjarheilbrigðislausnum.

Fjarheilbrigðisþjónusta getur nýst við heimahjúkrun, þá sérstaklega í dreifbýli. Einnig getur hún aukið og auðveldað teymisvinnu fagfólks, sem er búsett um allt land og sum þeirra mögulega erlendis. Þetta getur fækkað óþörfum og oft dýrum ferðalögum ásamt því að vera til þess fallið að auka hagkvæmni. Það er ljóst að á síðastliðnu ári hefur hröð þróun átt sér stað hvað varðar tæknilausnir í heilbrigðisgeiranum.

Frumvarpið er skref í átt að því að vinna að sameiginlegum skilningi á því hvað felst í þeim tæknilausnum sem við höfum og grunnreglur um notkun þeirra. Fjarheilbrigðisþjónustan er liður að því að jafna aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða annarra aðstæðna og er yfirlýst aðgerð, sbr. A.5 lið í byggðaáætlun. Markmiðið er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu verði jafnað eins og hægt er og bætt með nýsköpun og nýtingu tækni og fjarskipta við framkvæmd þjónustu. Í byggðaáætlun kemur fram að með innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu verði leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Jafnframt verði rafræn miðlun heilbrigðisþjónustu nýtt til að auka aðgengi að sérfræðiþekkingu, og þar með gagnkvæmri faglegri ráðgjöf, samráði og samstarfi, og með þeim hætti verði teymisvinna innan heilbrigðisþjónustu auðvelduð.

Fjarheilbrigðisþjónusta er enn eitt verkfærið sem við fáum í hendurnar til þess að auka jafnrétti og færa sérhæfða heilbrigðisþjónustu nær fólki um allt land og því fagna ég því að frumvarpið hafi verið samþykkt á Alþingi.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar og framsögumaður málsins í velferðarnefnd Alþingis.

Greinin birtist fyrst á visir.is 14. maí 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Leynihótel

Deila grein

10/05/2024

Leynihótel

Í síðustu viku samþykkti Alþingi frum­varp sem hef­ur áhrif á þann fjölda íbúða sem eru í skamm­tíma­leigu til lengri tíma. Laga­breyt­ing þessi var gerð með það að mark­miði að auka fram­boð íbúðar­hús­næðis og með því stuðla að auknu jafn­vægi á hús­næðismarkaði.

Í dag get­ur hver sem er sett íbúð í sinni eigu í út­leigu í allt að 90 daga. Ef eig­andi hyggst leigja út íbúð sína til lengri tíma í skamm­tíma­leigu hef­ur hann þurft að sækja um rekstr­ar­leyfi gisti­staða. Við sjá­um mörg dæmi þess að ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki kaupi íbúðir til að setja þær í heils­árs­leigu á airbnb eða hjá sam­bæri­leg­um milli­gönguaðila. Í sum­um til­vik­um má sjá að það eru marg­ar íbúðir í sömu blokk í skamm­tíma­leigu fyr­ir eitt fyr­ir­tæki allt árið og því má segja að það sé leyni­hót­el í miðju íbúðahverfi án þess að á því séu þær ör­yggis­kröf­ur og gjöld sem við setj­um á hót­el. Frum­varpið bann­ar rekstr­ar­leyfi gisti­staða í íbúðar­hús­næði í þétt­býli og því er heils­árs­leig­an ekki leng­ur mögu­leiki.

Mis­jöfn staða dreif­býl­is og þétt­býl­is

Fólki hef­ur orðið tíðrætt um fram­boðsskort á íbúðar­hús­næði á þétt­býl­um svæðum lands­ins. Töl­fræðin sýn­ir okk­ur að tals­verður fjöldi íbúða á þétt­býl­um svæðum er nýtt­ur í skamm­tíma­leigu til ferðamanna. Þessi mikla nýt­ing íbúðar­hús­næðis er ein ástæða fram­boðsskorts á höfuðborg­ar­svæðinu. Stjórn­völd hafa ákveðið að bregðast við þessu á þann veg að tak­marka heim­ild­ir til slíkr­ar út­leigu. En skamm­tíma­leig­an hef­ur mis­mun­andi áhrif á svæði lands­ins. Því taldi at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is mik­il­vægt að tak­mörk­un þessi ætti ekki við gist­ingu í dreif­býli, eins og smá­hýsi á sveita­bæj­um og frí­stunda­hús í út­leigu. Tak­mörk­un­in var því ein­skorðuð við þétt­býl svæði. Það var gert til að tryggja að gisti­starf­semi utan þétt­býliskjarna, einkum í sveit­um, geti áfram notið sér­stöðu og stuðlað að bætt­um kjör­um íbúa þeirra svæða.

Við erum að ganga í aðgerðir til að ná betri tök­um á hús­næðismarkaðnum.

Þegar hús­næðisþörf er eins mik­il og raun ber vitni, sér­stak­lega meðal ungs fólks, geta stjórn­völd ekki setið á hönd­un­um og leyft aðilum að kaupa fjölda íbúða ein­ung­is í þeim til­gangi að leigja út til ferðamanna. Sú þróun hef­ur haft þau áhrif að fjöl­marg­ar íbúðir hafa horfið af al­menn­um hús­næðismarkaði, með til­heyr­andi áhrif­um á fram­boð, hús­næðis­verð og jafn­vel leigu­verð. Þetta eru íbúðir sem eru marg­ar í hent­ugri stærð fyr­ir ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Því eru það gleðifrétt­ir að þetta frum­varp hafi verið samþykkt.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar og var fram­sögumaður máls­ins í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. maí 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Fram­sókn stendur með bændum og neyt­endum

Deila grein

25/03/2024

Fram­sókn stendur með bændum og neyt­endum

Í síðustu viku voru samþykkt lög um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, framleiðendafélög. Þær miklu umræður sem fylgt hafa í kjölfarið hafa væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni enda hafa stór orð verið látin falla sem eiga ekki öll rétt á sér.

Staða íslenskra bænda hefur verið erfið um langt skeið. Stóraukning á innfluttum landbúnaðarvörum og stökkbreytingar í verði á aðföngum hefur reynst greininni erfið síðustu ár, bara á síðasta ári jókst innflutningur á kjöti um 17%. Rekstur afurðastöðva í sauðfjár- og nautakjöti hefur lengi átt undir höggi að sækja og augljóst er ef að íslenskt lamba- og nautakjöt á að standast samkeppni frá innfluttu kjöti þarf að bregðast við. Hagræðing verður að eiga sér stað hjá afurðastöðvum til að standast erlenda samkeppni. Afurðastöðvar eru almennt að hluta í eigu bænda. Með þessum breytingum á búvörulögum sem nú hafa verið samþykkt er kjötafurðarstöðvum gert kleift að vinna saman eða sameinast til að ná fram rekstrarhagræði sem gagnast bæði bændum og neytendum.

Hagur bænda og neytenda

Því hefur verið haldið á lofti að þessar breytinga komi til með að stuðla að einokun, hækka vöruverð og verðbólgu. Þessar fullyrðingar eru á þunnum ís. Staðreyndin er sú að hagur bænda og neytenda fer saman. Íslenskur landbúnaður þarf á íslenskum neytendum að halda og á sama tíma þarf innlend framleiðsla að vera samkeppnishæf við innflutta matvöru. Ef ekki er veitt svigrúm til hagræðingar í greininni er næsta víst að neytendur færi sig í auknu mæli yfir í erlenda staðgönguvöru með þeim afleiðingum að það fjari undan íslenskum landbúnaði. Það sama myndi gerast ef sú hagræðing sem nú er möguleg skilar sér ekki til íslenskra neytenda. Hátt verð á innlendri landbúnaðarvöru veldur því að neytendur versla aðrar vörur. Þetta er einfalt reiknisdæmi. Að þessu leyti fara hagsmunir bænda og neytenda saman.

Rétt skal vera rétt

Þá er það hreinlega rangt það sem hefur verið haldið fram að afurðastöðvum sé nú heimilt að sameinast án takmarkana. Þeir sem skoða lögin geta séð að í þau eru skrifuð ákveðin skilyrði hyggist afurðastöðvar nýta sér þessa heimild. Þessi skilyrði voru sett inn í ljósi þess að samrunareglur eiga ekki lengur við. Þessi skilyrði tryggja að allir framleiðendur eru jafnsettir hvað varðar möguleika á að koma búfé til slátrunar óháð staðsetningu. Þá er afurðastöðvum skylt að selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á sömu viðskiptakjörum og vinnsluaðilum sem lúta þeirra stjórn. Með þessum skilyrðum er stuðlað að samkeppni og tryggt að aðrir vinnsluaðilar greiði sama verð fyrir sömu vöru og aðilar sem lúta stjórn framleiðendafélaga.

Þá er ekki heimilt að setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín til annars aðila. Er þessu skilyrði ætlað að efla og tryggja samningsstöðu bænda og tryggja að samkeppni ríki áfram á markaði. Að lokum er tryggður réttur til að eiga einungis viðskipti við framleiðendafélag um afmarkaða þætti, svo sem slátrun. Með þessu skilyrði er stuðlað að því að tryggja samningsstöðu bænda og fyrirbyggja hindranir fyrir minni keppinauta í slátrun og vinnslu. Þannig verður bændum auðveldað að vinna og markaðssetja afurðir sínar sjálfir ef þeir kjósa að gera það.

Sérstaða íslenskra kjörframleiðslu

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. Nýútkomin skýrsla hóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins í samvinnu við matvæla og umhverfis-, orku- og loflagsráðherra um aðgerðir til varnar útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería tekur undir þær staðhæfingar. Í skýrslu hópsins kemur fram að fæðuöryggi muni enn minnka þar sem sýklalyfjaónæmi hefur einnig áhrif á dýraheilbrigði og þar með matvælaframleiðslu. Sýklalyfjanotkun hér á landi í landbúnaði er með því minnsta sem þekkist og hefur það verið staðfest í eftirliti Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun sýklalyfja í landibúnaði

Það er ekki ofsagt að íslensk matvælaframleiðsla eigi sér sérstöðu á heimsvísu og undir þetta taka helstu sérfræðingar á sviði sýkla- og veirufræða. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi. Á grunni sérstöðunnar á Ísland að vera í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis með banni á dreifingu matvæla sem í greinist sýklalyfjaónæmar bakteríur. Það er bein skylda okkar að standa með íslenskri matvælaframleiðslu. Þá þarf að þora að stíga þau skref sem þarf til að koma því þannig fyrir að heilnæmt kjöt sé á boðstólum íslenskra neytanda á viðráðanlegu verði.

Samstaða frekar en sundrung

Við sem smáþjóð þurfum að standa vörð um innlenda framleiðslu og fyrir því eru fleiri en ein ástæða. Fyrst má þar nefna mikilvægi þess að halda framleiðslunni innanlands vegna allra þeirra starfa sem hún skapar, fyrir utan þá staðreynd að við viljum viðhalda innlendum landbúnaði og matvælaframleiðslu í landinu. Að ótöldu fæðuörygginu, matvælaöryggi með heilnæmi landbúnaðarvara og mikilvægi þess að vera sjálfbær.

Framsókn hefur í gegnum tíðina staðið með landbúnaði og mun ávallt gera, enda á flokkurinn uppruna sinn í sveitum landsins og hefur sú taug aldrei slitnað öll þessi ár. Þingmenn Framsóknar hafa í gegnum tíðina gert sitt besta til þess að vera öflugir málsvarar bænda í landinu. Okkar verkefni nú er að halda áfram að ræða mikilvægi innlends landbúnaðar og koma sjónarmiðum okkar á framfæri við samstarfsflokkanna sem og aðra flokka á Alþingi með hag bænda og neytenda að leiðarljósi.

Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmenn Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 25. mars 2024.

Categories
Fréttir

Á ferð um landið – Kjördæmavika Framsóknar

Deila grein

26/02/2024

Á ferð um landið – Kjördæmavika Framsóknar

Þingmenn og ráðherrar Framsóknar verða á ferð og flugi um land allt næstu daga. Þingflokknum er mikilvægt að heyra raddir kjósenda með reglubundnum hætti. Áhersla verður á heimsóknir í bland við opna fundi.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir alla opna fundi, en einnig má nálgast viðburðina á Facebook: https://fb.me/e/3vOUaC0mJ

Mánudagur 26. febrúar:
Reykjavík – Sykursalnum Grósku, kl. 20.00.
Suðurnesjabær – Samkomuhúsinu Sandgerði, kl. 20.00.

Þriðjudagur 27. febrúar:
Mosfellsbær – Skátaheimili Mosverja, kl. 20.00.
Bláskógabyggð – Efsti Dalur, kl. 20.00.
Borgarbyggð – Landnámssetrinu, kl. 20.00.

Miðvikudagur 28. febrúar:
Kópavogur – Siglingafélaginu Ými, Naustavör 14, kl. 20.00.
Akranes – Dalbraut 4, kl. 20.00.
Vopnafjörður – Safnaðarheimilinu, kl. 18.00.

Fimmtudaginn 29. febrúar:
Reyðarfjörður – Þórðarbúð, Austurvegi 39, kl. 17.30.
Sauðárkrókur – Kaffi Krók, kl. 20:15.
Egilsstaðir – Tehúsið, kl 20.00.
Árborg – Hótel Selfoss, kl 20.00.

Föstudagur 1. mars:
Húsavík – Félagsheimili eldri borgara, Hlyn, kl. 16.00.

Laugardagur 2. mars:
Hafnarfjörður – Kiwanissalnum, Helluhrauni 22, kl. 11.00.

Á næstu vikum munu þingmenn og ráðherrar heimsækja Höfn, Vestmannaeyjar, Vestfirði, en nánari upplýsingar verða birtar síðar.

ATH. að dagskráin kann að taka breytingum með skömmum fyrirvara.

Við erum Framsókn!

Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi.

Í meira en öld höfum við unnið að framfaramálum fyrir Ísland með hugsjónir samvinnunnar að leiðarljósi.

Við í Framsókn trúum því að yfirvegað samtal skili samfélaginu meiri árangri en upphrópanir.
Við setjum manngildi ofar auðgildi.

Categories
Fréttir Greinar

Gervigreind á þingi

Deila grein

12/10/2023

Gervigreind á þingi

Hvernig geta þing­menn notað gervi­greind til dag­legra starfa? Þetta var ein af spurn­ing­un­um sem spurt var á ný­af­stöðnu heimsþingi framtíðar­nefnda þjóðþinga. Á fund­inn mættu þing­menn alls staðar að úr heim­in­um til þess að ræða tæki­færi og hætt­ur gervi­greind­ar og hvernig við gæt­um nýtt hana okk­ur í hag. Gervi­greind­in get­ur nefni­lega gert ótrú­lega hluti. Hún get­ur aðstoðað okk­ur við ræðuskrif, frum­varpa­gerð og reiknað út svör við ýms­um fyr­ir­spurn­um. Ég tók þátt í pall­borði á heimsþing­inu um mögu­leika gervi­greind­ar­inn­ar á þjóðþing­um. Ég talaði um þær hætt­ur sem fæl­ust í því ef þing­menn færu að nota gervi­greind­ina í þessa vinnu án þess að gjalda var­hug við henni. Gervi­greind­in er byggð á gögn­um sem eru nú þegar til á net­inu, mörg ár aft­ur í tím­ann. Stór hluti þess­ara gagna er þó mjög nei­kvæður í garð sumra hópa, t.d. kvenna og hinseg­in fólks. Því meira af nei­kvæðum gögn­um sem gervi­greind­in finn­ur, því lík­legra er það til þess að end­ur­spegl­ast í svör­un­um sem gervi­greind­in gef­ur okk­ur. Ef við leggj­um fullt traust á gervi­greind­ina til að aðstoða okk­ur þá gæti það leitt til auk­inn­ar upp­lýs­inga­óreiðu því gervi­greind­in met­ur ekki mann­lega þátt­inn og sann­leik­ann í þeim gögn­um sem hún vinn­ur úr.

Ég ræddi einnig um stöðu barna gagn­vart gervi­greind­inni í pall­borðinu. Fyrr á heimsþing­inu höfðu starfs­menn stærstu tæknifyr­ir­tækja heims mætt í pall­borð til að segja af­stöðu sinna fyr­ir­tækja gagn­vart gervi­greind­inni og töluðu um hana nær al­farið á já­kvæðu nót­un­um. Sú staðreynd að þessi fyr­ir­tæki hafa safnað gögn­um um hvert ein­asta manns­barn sem not­ar sam­fé­lags­miðla þeirra í mörg ár var lítið rædd í pall­borði tæknifyr­ir­tækj­anna. Áhugi þeirra á laga­setn­ingu í kring­um gervi­greind var líka mjög tak­markaður. En það er líka mjög erfitt að setja lög í kring­um gervi­greind. Ég nefndi að við gæt­um þó ein­blínt á þá hluta sem við gæt­um sett lög um; eins og per­sónu­vernd og gagna­söfn­un stór­fyr­ir­tækja. Á Íslandi nota 98% barna, eldri en 9 ára, síma. Sem þýðir að gagna­söfn­un um þau hefst mjög snemma og það er mjög lítið um alþjóðleg lög til að tak­ast á við það. Það er mik­il­vægt að all­ar þjóðir fari að huga að því að setja tækn­inni höml­ur – án þess þó að stöðva ný­sköp­un og tækni­fram­far­ir. Miðlalæsi, laga­setn­ing og alþjóðlegt sam­starf skipta sköp­um þegar kem­ur að gervi­greind­inni. Gervi­greind­in get­ur verið eitt af okk­ar helstu verk­fær­um til framþró­un­ar en ef við ger­um ekk­ert þá get­ur þetta orðið vopn sem snýst í hönd­un­um á okk­ur.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. október 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Tækifæri tónlistarinnar

Deila grein

10/05/2023

Tækifæri tónlistarinnar

Í einni stærstu tónlistarviku ársins er viðeigandi að skrifa um þau risastóru skref sem við höfum tekið á Alþingi síðustu daga, í þágu íslenskt tónlistarlífs.

Við höfum unnið og samþykkt ný lög um tónlist og nýja tónlistarstefnu. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskt samfélag og tónlistarlíf.

Tónlist hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára og fólk nýtir hana til afþreyingar, til að hlýja sálina, græða sár eða koma sér í gírinn. Til eru fjölmargar tegundir og undirtegundir af tónlist og það þyrfti að leita lengi til að finna einstakling sem hefur ekki gaman af tónlist.

Íslendingar hafa lengi framleitt eigin tónlist, og síðastliðin ár hefur íslensku tónlistarfólki fjölgað umtalsvert. Íslensk tónlist hefur skapað sér sérstöðu á heimsmælikvarða og vinsældir hennar fara aukandi, hvort sem það er á sviði rappsins, poppsins, kvikmyndatónlistar eða hvaða sviði sem er. Með fjölgandi tækifærum og fleiri einstaklingum sem framleiða hér tónlist að atvinnu er tímabært að stjórnvöld marki heildarramma fyrir málefni tónlistar, styðji við upprennandi tónlistarmenn og búi til hagstæð skilyrði til frekari sköpunar.

Tónlistin er hluti af menningunni

Tónlist er ríkur hluti af menningararfi hvers samfélags. Við þekkjum það vel sem Íslendingar að gömul lög mynda arfleið Íslendinga. Við tengjum við lögin og þekkjum sögurnar sem þau segja. Lögin verða hluti af ógleymanlegum augnablikum í lífi okkar. Ekki er hægt að verðleggja menningu þjóðar þó að við vitum hversu verðmæt hún er.

Ásamt þessu er tónlist, eins og aðrar skapandi greinar, atvinnuskapandi. Hún skapar tónlistarmönnunum sjálfum atvinnu ásamt því að geta skapað afleidd störf. Tónlistin er mikilvæg útflutningsgrein og af henni getum við styrkt samfélagið og skapað frekari tekjur sem áður voru ekki staðar.

Styrkjum stöðu íslenskrar tónlistar

Í ljósi mikilvægi tónlistarinnar bæði á sviði menningar og atvinnu lagði menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fram þingsályktunartillögu um tónlistarstefnu fyrir árin 2023-2030 og frumvarp til tónlistarlaga. Málin hafa verið í umræðu hjá okkur í allsherjar- og menntamálanefnd. Nú höfum við samþykkt bæði tónlistarstefnuna og ný tónlistarlög. Markmiðið er skýrt; að mynda umgjörð fyrir sköpun og flutning tónlistar hér á landi með því að marka heildarramma fyrir málefni tónlistar og búa henni hagstæð skilyrði.

Ný tónlistarmiðstöð

Í nýjum tónlistarlögum var samþykkt að setja á stofn tónlistarmiðstöð. Markmið hennar er að vera samstarfvettvangur atvinnulífs, hagsmunasamtaka, menningarstofnana, menntastofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir í málefnum tónlistar. Einnig á tónlistarmiðstöðin að hafa utanumhald með tónlistarsjóði, tónlistarfólki, fyrirtækjum, verkefnum og markaðsstarfi. Það verður spennandi að sjá áhrif tónlistarsmiðstöðvarinnar á næstu árum á íslenskt menningarlíf.

Að auki tekur regluverk og styrkjakerfi hvað varðar tónlist breytingum með það að markmiði að einfalda stjórnsýslu og tryggja frekari hvata til sköpunar. Með framangreindri stefnu og lagabreytingum tryggjum við kjörskilyrði til tónlistarsköpunar, styðjum upprennandi tónlistarfólk við að finna sitt hljóð og sjáum vonandi tónlistasenuna blómstra enn frekar með áframhaldandi sköpunargleði óttaleysi við að fara nýjar leiðir í tónlist, sem hefur verið hugmyndafræði íslenskrar tónlistar í áranna raðir.

Til hamingju með þessi stóru skref í þágu íslenskrar menningu og gleðilega Eurovisionviku!

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á Vísir.is 10. maí 2023.

Categories
Greinar

Straum­hvörf fyrir sauð­fjár­bændur

Deila grein

05/05/2023

Straum­hvörf fyrir sauð­fjár­bændur

Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Sjúkdómurinn er erfiður viðureignar og ekki hefur verið fundið upp bóluefni til þess að verjast honum. Sú aðferð sem hefur verið notuð hér á landi, þegar upp hefur komið riða á bæ, hefur verið að slátra öllu fé á bænum, fara í jarðvegsskipti, hreinsa, brenna og sótthreinsa. Hér er um er að ræða verulega íþyngjandi aðgerð með tilheyrandi áfalli fyrir alla sem málið snertir.

Verndandi arfgerð

Fram til þessa höfum við ekki haft önnur úrræði við að uppræta sjúkdóminn en að aflífa stofninn. Í kjölfarið á því að fundist hefur arfgerð sem er verndandi gegn riðu eru nú loksins möguleikar á breyttri aðferðarfræði við útrýmingu á riðuveiki. ARR-arfgerðin hefur hlotið viðurkenningu sem verndandi arfgerð en til eru fleiri arfgerðir sem ekki eru viðurkenndar en unnið er að rannsóknum á þeim. Það er mat þeirra sem hér skrifa undir að mikilvægt sé að styðja við enn frekari rannsóknir og vinnu við að greina íslenska fjárstofninn. Þannig má rækta upp stofn sem er ónæmur gegn riðunni. Á þeim forsendum hefur Íslensk Erfðagreining nú komið að borðinu.

Aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar mikilvæg

Það er mikið fagnaðarefni að fá Íslenska Erfðagreiningu til liðs við sauðfjárbændur, Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins (RML) og fleiri sem hafa látið sig málið varða. Aðkoma Íslenskrar Erfðagreiningar er mjög mikilvæg þar sem hægt er setja aukinn þunga í að arfgerðagreina íslenska fjárstofninn með öflugra og ódýrari hætti þar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða aflmiklum tækjum og sérfræðingum á þessu sviði. Það þekkjum við frá heimsfaraldri covid. Íslensk Erfðagreining sannar nú enn og ný mikilvægi sitt en nú í þágu íslensku sauðkindarinnar.

Ljósið við endann

Verkefnið nú er að finna allar þær kindur sem bera riðuþolna arfgerð. Í framhaldi af því verður svo hægt að dreifa þeim um landið og byggja upp sterkan fjárstofn sem tekur ekki riðu. Fyrirséð er að þetta verkefni komi til með að taka nokkur ár. Þrátt fyrir dimma daga sem gengið hafa yfir sjáum við nú loks ljósið við enda ganganna, og í kjölfarið breytt vinnubrögð sömuleiðis. Niðurskurður mun vonandi von bráðar tilheyra fortíðinni. Framtíðin er samvinnuverkefni bænda, vísindamanna og stjórnvalda.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson, þingmenn Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 4. maí 2023.

Categories
Greinar

Í kjölfar riðusmits

Deila grein

19/04/2023

Í kjölfar riðusmits

Í gærkvöldi (18. apríl 2023) var haldinn upplýsingafundur í Húnaþingi vestra vegna þeirra riðusmita sem komið hafa upp á tveimur sauðfjárbúum þar. Þau smit eru mikið áfall fyrir bændur á þeim bæjum og í raun fyrir alla ábúendur í nágrenninu. Hugur minn er hjá bændum á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá.

Á fundinum komu fram margar athugasemdir sem vert er að taka til greina. Má þar nefna girðingamál, arfgerðargreiningu, upplýsingagjöf, verkferla, rannsóknir, almennt utanumhald og sálfræðiaðstoð.

Umræðan hjá stjórnmálamönnum þarf að snúast um það hvað við getum gert strax. Þá getum við litið til þess að arfgerðargreina allt eða meginþorra alls sauðfjár á landinu til þess að finna þær ær sem hafa vörn gegn riðunni. Þrátt fyrir að það verkefni yrði mjög kostnaðarsamt þá þurfum við að ræða þann möguleika. Einnig þarf að hafa reglubundið viðhald og eftirlit með varnarlínunum. Stór hluti varnarlína eru girðingar. Hér er um að ræða mörg hundruð kílómetra og því tímafrekt að hafa eftirlit og viðhald með þeim en jafnframt nauðsynlegt. Náttúra, veður og menn geta haft áhrif á girðingarnar og þess vegna þarf að skoða þær reglulega. Varnarhólfin eru mörg í kringum landið og Miðfjarðarhólfið var ósýkt. Eitt nærliggjandi hólfa var í forgangi í viðhaldi vegna riðusmita en nú þarf að einblína á hin hólfin líka.

Við þurfum að treysta fagfólkinu okkar til þess að taka ákvarðanir á fyrirliggjandi rannsóknum hverju sinni en megum heldur ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt að leggja mikinn þunga í rannsóknir á riðu og vinna saman að því að styrkja stöðu bænda. Þó að það veki von að finna arfgerð sem veitir vörn gegn riðu þá tekur mörg ár að rækta upp þann eiginleika í heilu hjörðunum. Einnig þarf á sama tíma að líta til annars konar kynbótastarfs, sem margir hafa unnið að í mörg ár eða áratugi.

Upplýsingagjöf og stuðningur til samfélagsins

Það kom einnig fram á fundinum að sveitastjórn, bændur og samfélag hafi ekki fengið nægilegar upplýsingar um stöðuna. Þetta er gagnrýni sem stjórnvöld þurfa að taka til sín, skapa verkferla og koma í veg fyrir að það gerist aftur. Verkferlar þurfa að taka á upplýsingagjöf til bændanna, nærsamfélags, heilbrigðisstofnanna, sveitarfélags, fjölmiðla og ríkisins. Samskiptin þurfa að vera skýr, skipulag eins gott og mögulegt er og stuðningur til staðar frá fyrsta degi.

Riðusmiti hefur oft verið líkt við náttúruhamfarir. Áfallið er slíkt. Þar af leiðandi þarf að tryggja að viðbrögðin séu í samræmi við áfallið. Verkferlar eiga að vera skýrir og utanumhald þarf að vera tryggt.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtis fyrst á visir.is 19. apríl 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Efling verknáms

Deila grein

12/03/2023

Efling verknáms

Lengi hef­ur verið vönt­un á fleiri ein­stak­ling­um með iðnmennt­un hér á landi og, í kjöl­far aðgerða að hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hef­ur þeim fjölgað veru­lega sem hafa áhuga á að stunda iðnnám. Talið er að nem­end­um í starfs­námi fjölgi um 18% næstu árin. Þetta er vissu­lega ánægju­leg þróun. Hins veg­ar er nauðsyn­legt að við henni verði brugðist hvað varðar náms­fram­boð og full­nægj­andi innviði fyr­ir hverja náms­leið.

Meira og betra verk­nám

Í síðustu viku op­in­beraði mennta- og barna­málaráðherra, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, áform inn­an ráðuneyt­is­ins um að efla verk­nám enn frek­ar og bregðast við of­an­greindri þróun. Ein megin­á­stæða fyr­ir höfn­un í verk­nám hef­ur verið skort­ur á aðstöðu til að taka við. Á síðasta ári sáum við hundruðum ein­stak­linga synjað um aðgengi að iðnnámi vegna þessa, ein­mitt þegar vönt­un­in er mik­il. Því er ljóst að byggja þurfi nauðsyn­lega innviði og stækka ýmsa skóla svo að hægt verði að bregðast við sí­vax­andi aðsókn í verk­náms­leiðir. Ljóst er að auka þurfi námsaðstöðuna um allt að 19.500 fer­metra svo að hægt sé að mæta þeirri fjölg­un sem grein­ing­ar fyr­ir næstu ár sýna fram á.

Veg­ferðin er haf­in

Nú þegar hef­ur rík­is­stjórn­in stækkað hús­næði til verk­náms í sam­ræmi við mark­mið rík­is­stjórn­arsátt­mál­ans. Nýr og stærri Tækni­skóli er langt kom­inn í Hafnar­f­irði, þar sem aðstaðan verður efld til muna og hægt er að taka á móti fleiri nem­end­um. Einnig hef­ur verið gengið frá samn­ingi um stækk­un starfs­námsaðstöðu Fjöl­brauta­skól­ans í Breiðholti. Sú stækk­un nem­ur alls 2.400 fer­metr­um. Auk þessa hafa skref verið tek­in í átt að fjölg­un náms­leiða í Borg­ar­holts­skóla, þá sér­stak­lega í pípu­lögn­um.

Skref fyr­ir skref

Iðngrein­ar hafa lengi verið van­metn­ar hér á landi þar sem lang­flest­ir velja hina hefðbundnu náms­fram­vindu, þ.e. bók­nám að lok­inni fram­halds­skóla­gráðu. Það er ekki nema á síðustu árum sem ungt fólk hef­ur áttað sig á þeim fjöl­mörgu tæki­fær­um sem fel­ast í iðnnámi. Við sjá­um það núna í stór­felldri aukn­ingu aðsókn­ar í slíkt nám. Því er nauðsyn­legt að brugðist verði við og all­ir hafi tæki­færi til að sækja iðnnám rétt eins og bók­nám. Mik­il­væg­asti fasinn er að tryggja nauðsyn­lega innviði.

Svo stórt verk­efni þarfn­ast tíma og verður tekið í skref­um. Um er að ræða tals­verða upp­bygg­ingu, sem mun skila sér marg­falt til baka að lok­um. Þá sér­stak­lega fyr­ir nem­end­ur utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, sem hafa ekki horft upp á mik­inn fjölda náms­tæki­færa í iðnnámi nema með því skil­yrði að þeir flytji suður. Verk­efnið er þarft og það er mikið fagnaðarefni að sjá rík­is­stjórn­ina, og þá sér­stak­lega mennta- og barna­málaráðherra, bregðast við með þess­um hætti.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtists fyrst í Morgunblaðinu 11. mars 2023.