Categories
Fréttir Greinar

Gervigreind á þingi

Deila grein

12/10/2023

Gervigreind á þingi

Hvernig geta þing­menn notað gervi­greind til dag­legra starfa? Þetta var ein af spurn­ing­un­um sem spurt var á ný­af­stöðnu heimsþingi framtíðar­nefnda þjóðþinga. Á fund­inn mættu þing­menn alls staðar að úr heim­in­um til þess að ræða tæki­færi og hætt­ur gervi­greind­ar og hvernig við gæt­um nýtt hana okk­ur í hag. Gervi­greind­in get­ur nefni­lega gert ótrú­lega hluti. Hún get­ur aðstoðað okk­ur við ræðuskrif, frum­varpa­gerð og reiknað út svör við ýms­um fyr­ir­spurn­um. Ég tók þátt í pall­borði á heimsþing­inu um mögu­leika gervi­greind­ar­inn­ar á þjóðþing­um. Ég talaði um þær hætt­ur sem fæl­ust í því ef þing­menn færu að nota gervi­greind­ina í þessa vinnu án þess að gjalda var­hug við henni. Gervi­greind­in er byggð á gögn­um sem eru nú þegar til á net­inu, mörg ár aft­ur í tím­ann. Stór hluti þess­ara gagna er þó mjög nei­kvæður í garð sumra hópa, t.d. kvenna og hinseg­in fólks. Því meira af nei­kvæðum gögn­um sem gervi­greind­in finn­ur, því lík­legra er það til þess að end­ur­spegl­ast í svör­un­um sem gervi­greind­in gef­ur okk­ur. Ef við leggj­um fullt traust á gervi­greind­ina til að aðstoða okk­ur þá gæti það leitt til auk­inn­ar upp­lýs­inga­óreiðu því gervi­greind­in met­ur ekki mann­lega þátt­inn og sann­leik­ann í þeim gögn­um sem hún vinn­ur úr.

Ég ræddi einnig um stöðu barna gagn­vart gervi­greind­inni í pall­borðinu. Fyrr á heimsþing­inu höfðu starfs­menn stærstu tæknifyr­ir­tækja heims mætt í pall­borð til að segja af­stöðu sinna fyr­ir­tækja gagn­vart gervi­greind­inni og töluðu um hana nær al­farið á já­kvæðu nót­un­um. Sú staðreynd að þessi fyr­ir­tæki hafa safnað gögn­um um hvert ein­asta manns­barn sem not­ar sam­fé­lags­miðla þeirra í mörg ár var lítið rædd í pall­borði tæknifyr­ir­tækj­anna. Áhugi þeirra á laga­setn­ingu í kring­um gervi­greind var líka mjög tak­markaður. En það er líka mjög erfitt að setja lög í kring­um gervi­greind. Ég nefndi að við gæt­um þó ein­blínt á þá hluta sem við gæt­um sett lög um; eins og per­sónu­vernd og gagna­söfn­un stór­fyr­ir­tækja. Á Íslandi nota 98% barna, eldri en 9 ára, síma. Sem þýðir að gagna­söfn­un um þau hefst mjög snemma og það er mjög lítið um alþjóðleg lög til að tak­ast á við það. Það er mik­il­vægt að all­ar þjóðir fari að huga að því að setja tækn­inni höml­ur – án þess þó að stöðva ný­sköp­un og tækni­fram­far­ir. Miðlalæsi, laga­setn­ing og alþjóðlegt sam­starf skipta sköp­um þegar kem­ur að gervi­greind­inni. Gervi­greind­in get­ur verið eitt af okk­ar helstu verk­fær­um til framþró­un­ar en ef við ger­um ekk­ert þá get­ur þetta orðið vopn sem snýst í hönd­un­um á okk­ur.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. október 2023.