Categories
Fréttir Greinar

Efling verknáms

Deila grein

12/03/2023

Efling verknáms

Lengi hef­ur verið vönt­un á fleiri ein­stak­ling­um með iðnmennt­un hér á landi og, í kjöl­far aðgerða að hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hef­ur þeim fjölgað veru­lega sem hafa áhuga á að stunda iðnnám. Talið er að nem­end­um í starfs­námi fjölgi um 18% næstu árin. Þetta er vissu­lega ánægju­leg þróun. Hins veg­ar er nauðsyn­legt að við henni verði brugðist hvað varðar náms­fram­boð og full­nægj­andi innviði fyr­ir hverja náms­leið.

Meira og betra verk­nám

Í síðustu viku op­in­beraði mennta- og barna­málaráðherra, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, áform inn­an ráðuneyt­is­ins um að efla verk­nám enn frek­ar og bregðast við of­an­greindri þróun. Ein megin­á­stæða fyr­ir höfn­un í verk­nám hef­ur verið skort­ur á aðstöðu til að taka við. Á síðasta ári sáum við hundruðum ein­stak­linga synjað um aðgengi að iðnnámi vegna þessa, ein­mitt þegar vönt­un­in er mik­il. Því er ljóst að byggja þurfi nauðsyn­lega innviði og stækka ýmsa skóla svo að hægt verði að bregðast við sí­vax­andi aðsókn í verk­náms­leiðir. Ljóst er að auka þurfi námsaðstöðuna um allt að 19.500 fer­metra svo að hægt sé að mæta þeirri fjölg­un sem grein­ing­ar fyr­ir næstu ár sýna fram á.

Veg­ferðin er haf­in

Nú þegar hef­ur rík­is­stjórn­in stækkað hús­næði til verk­náms í sam­ræmi við mark­mið rík­is­stjórn­arsátt­mál­ans. Nýr og stærri Tækni­skóli er langt kom­inn í Hafnar­f­irði, þar sem aðstaðan verður efld til muna og hægt er að taka á móti fleiri nem­end­um. Einnig hef­ur verið gengið frá samn­ingi um stækk­un starfs­námsaðstöðu Fjöl­brauta­skól­ans í Breiðholti. Sú stækk­un nem­ur alls 2.400 fer­metr­um. Auk þessa hafa skref verið tek­in í átt að fjölg­un náms­leiða í Borg­ar­holts­skóla, þá sér­stak­lega í pípu­lögn­um.

Skref fyr­ir skref

Iðngrein­ar hafa lengi verið van­metn­ar hér á landi þar sem lang­flest­ir velja hina hefðbundnu náms­fram­vindu, þ.e. bók­nám að lok­inni fram­halds­skóla­gráðu. Það er ekki nema á síðustu árum sem ungt fólk hef­ur áttað sig á þeim fjöl­mörgu tæki­fær­um sem fel­ast í iðnnámi. Við sjá­um það núna í stór­felldri aukn­ingu aðsókn­ar í slíkt nám. Því er nauðsyn­legt að brugðist verði við og all­ir hafi tæki­færi til að sækja iðnnám rétt eins og bók­nám. Mik­il­væg­asti fasinn er að tryggja nauðsyn­lega innviði.

Svo stórt verk­efni þarfn­ast tíma og verður tekið í skref­um. Um er að ræða tals­verða upp­bygg­ingu, sem mun skila sér marg­falt til baka að lok­um. Þá sér­stak­lega fyr­ir nem­end­ur utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, sem hafa ekki horft upp á mik­inn fjölda náms­tæki­færa í iðnnámi nema með því skil­yrði að þeir flytji suður. Verk­efnið er þarft og það er mikið fagnaðarefni að sjá rík­is­stjórn­ina, og þá sér­stak­lega mennta- og barna­málaráðherra, bregðast við með þess­um hætti.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtists fyrst í Morgunblaðinu 11. mars 2023.