Categories
Fréttir Greinar

Samningar við sjúkraþjálfara í höfn

Deila grein

24/05/2024

Samningar við sjúkraþjálfara í höfn

Á meðan blekið er enn að þorna á stór­um samn­ing­um fyr­ir heil­brigðis­kerfið okk­ar þá mund­ar heil­brigðisráðherra, Will­um Þór Þórs­son, penn­ann á ný. Það fór ekki fram­hjá mörg­um þegar samið var við sér­greina­lækna og er fólk farið að finna fyr­ir já­kvæðum áhrif­um þess samn­ings. En nú hef­ur einnig verið samið við sjúkraþjálf­ara eft­ir fjög­urra ára samn­ings­leysi. Um er að ræða mik­il­væga samn­inga og tals­verða kjara­bót fyr­ir fólk sem þarf að sækja þjón­ustu sjúkraþjálf­ara.

Not­end­ur í fyrsta sæti

Með nýj­um lang­tíma­samn­ing­um við sjúkraþjálf­ara falla niður auka­gjöld sem not­end­ur þjón­ust­unn­ar hafa greitt á tím­um samn­ings­leys­is. Samn­ing­ur­inn stuðlar að bættu aðgengi að þjón­ust­unni og að aukn­um jöfnuði. Það á eng­inn að neyðast til þess að neita sér um þjón­ustu af þessu tagi sök­um kostnaðar en mark­mið samn­ings­ins er einnig að koma í veg fyr­ir slík til­vik.

Veru­lega bætt aðgengi að þjón­ustu sjúkraþjálf­ara hef­ur já­kvæð áhrif bæði á not­end­ur henn­ar og sam­fé­lagið allt til framtíðar. Meðal ann­ars í ljósi þess að starf sjúkraþjálf­ara felst til að mynda í fyr­ir­byggj­andi meðferð eins og að draga úr af­leiðing­um áverka, álags­ein­kenna, sjúk­dóma og lífs­stíls sem með trufl­un á hreyf­ingu geta raskað lífi ein­stak­lings­ins.

Ekki vanþörf á

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands hafa næst­um 42.000 manns sótt þjón­ustu sjúkraþjálf­ara á þessu ári. Í fyrra sóttu rúm­lega 62.000 ein­stak­ling­ar þjón­ust­una og heim­sókn­irn­ar voru um 928.000 tals­ins. Það eru kring­um 14,9 heim­sókn­ir á hvern ein­stak­ling. Það gef­ur auga­leið að tals­verður fjöldi lands­manna þarfn­ast þjón­ustu af þessu tagi til að fá bót meina sinna. Það verður al­mennt að fara oft til sjúkraþjálf­ara og vinna í skref­um. Allt þetta leiðir til þess að fram­an­greind auka­gjöld, sem þess­ir samn­ing­ar fella niður, geta reynst mjög há að öllu sam­an­lögðu.

Framþróun sjúkraþjálf­un­ar

Ásamt þessu er kveðið á í samn­ing­um þess­um að unnið verði að út­færslu ým­issa úr­bóta- og þró­un­ar­verk­efna ásamt því að lögð er áhersla á efl­ingu gæðastarfs með því að veita hvata til þess að sjúkraþjálf­ar­ar vinni inn­an svo­kallaðra starfs­heilda sem einnig munu ann­ast skipu­lagn­ingu og eft­ir­lit með þjón­ust­unni.

Allt þetta trygg­ir frek­ari gæði þjón­ust­unn­ar sem sjúkraþjálf­ar­ar veita, not­end­um og starfs­stétt­inni sjálfri til hags­bóta.

Fjöldi mik­il­vægra samn­inga

Það hef­ur verið nóg að gera inn­an veggja heil­brigðisráðuneyt­is­ins og Sjúkra­trygg­inga Íslands. Þar hef­ur verið unn­in þrot­laus vinna á þessu kjör­tíma­bili við að klára viðræður við mik­il­væg­ar starfstétt­ir í heil­brigðis­geir­an­um, ná samn­ing­um og binda enda á samn­ings­leys­is­tíma­bil. Samn­ing­ar við sér­fræðilækna, sjúkra­liða og samn­ing­ur um tann­læknaþjón­ustu eru góð dæmi um vinnu sem vert er að fagna. Þess­ir samn­ing­ar og þau verk­efni sem tengj­ast þeim eru not­end­um til veru­legra hags­bóta þegar horft er á stóru mynd­ina. Þeir eru til þess falln­ir að auka aðgengi fólks að nauðsyn­legri þjón­ustu og stuðla að jafn­vægi í sam­fé­lag­inu.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. maí 2024.