Categories
Greinar

Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu?

Deila grein

11/01/2024

Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu?

Landbúnaður hefur fylgt íslensku þjóðinni í örófi alda, Ísland er eyríki í Norður-Atlantshafi og er um 103.000 km² að stærð, næststærsta eyja Evrópu á eftir Bretlandi og sú átjánda stærsta í heimi. Á Íslandi búa tæp 400.000 mann. Nú blasir við að ófriður hefur brotist út í Evrópu sem sér ekki fyrir endann á. Ef til frekari átaka kemur getur það skeð að viðskiptarhöft og flutningar hingað til lands geta raskast, einnig ber að nefna það að í gegnum stríðstíma hafa þjóðir flutt minna út af vörum til að tryggja byrgðir sinnar þjóðar á slíkum tímum.

Undanfarin ár hefur íslenskur landbúnaður átt undir högg að sækja og er í raun sótt að honum úr mörgum áttum. Meðalaldur íslenskra bænda er um 60 ár og nýliðun í bændastéttinni lítil, þungt rekstar umhverfi og aukinn innflutningur á kjöti erlendis frá gerir bændum mjög erfitt fyrir.

Tölurnar tala sínu máli
Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn.

Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrar fóðraðir ær, eða 23%.

Á sama tíma hefur innflutningur á lambakjöti færst í mikinn vöxt hérlendis. Fjögur fyrirtæki skiptu með sér tollkvóta fyrir innflutning á 345.000 kg af kinda- eða geita- kjöti á tímabilinu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023.

Meðalverð tollkvótans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk úthlutað 280.929 kg, Ekran ehf. fékk 40.000 kg, Innnes ehf. 20.000 kg og Samkaup 4.071 kg.

Á tímabilinu frá júlí 2022 til og með febrúar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geitakjöti verið flutt hingað til lands, langmest, eða 14.209 kg, frá Spáni. Frá árinu 2016 hefur framleiðsla á dilkakjöti á íslandi dregist saman um 20%

Brostið fæðuöryggi
Gunnar Þorgeirsson, Formaður Bændasamtakanna hefur bent á brostið fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum hann talar um að það séu til matvæli sem myndu duga í níu daga komi eitthvað alvarlegt ástand upp í landinu.

Graf alvarleg staða blasir við í þessum efnum, við þurfum með miklu sterkari hætti að stuðla að eflingu íslensk landbúnaðar.  Þingmenn þessarar þjóðar þurfa að setja málefni sem snerta fæðuöryggi og hagsæld bænda á dagskrá og standa vörð um sérstöðu landbúnaðar hérlendis, þannig má tryggja dreifða búsetu um land allt og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist í Bændablaðinu 11.janúar 2024.

Categories
Greinar

Fjölskylduvænt samfélag

Deila grein

02/01/2024

Fjölskylduvænt samfélag


Þann 13. desember sl. var samþykkt á bæjarstjórnarfundi Suðurnesjabæjar fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.

Sjá má skýrt að áhersla er lögð á stuðning við barnafjölskyldur og er það í samræmi við þau markmið sem Framsókn hefur lagt upp með frá kosningum. Mikilvægt er að hér sé vænlegt að búa og er stuðningur við barnafjölskyldur þáttur í því að laða að fjölskyldufólk í sveitarfélagið. Mikilvægt skref sem var tekið þegar niðurgreiðsla á máltíðum nemenda í grunnskólum Suðurnesjabæjar var aukin úr 50% í 60% ásamt því að innleiddur var fjölskylduafsláttur sem þýðir að gjaldfrjálst verður fyrir börn frá sömu fjölskyldu umfram tvö börn. Það gerir börnum kleift á jafnari aðgang að heitri máltíð í hádeginu. Heit máltíð í hádeginu tryggir m.a. að börn fái mikilvæga næringu og orku, en holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna og mikilvæg fyrir vöxt og þroska. Þannig er verið að lækka greiðslubyrði á fjölskyldur er kemur að kostnaði vegna hádegismatar fyrir börn sem gefur aukið svigrúm fyrir fjölskyldur til að ráðstafa fé sínu í annað sem nýtist þeim.
Einnig má nefna að hækkaðar hafa verið umönnunarbætur fyrir foreldra sem ekki nýta dagvistun hjá dagforeldrum. Sú upphæð hækkar úr 45 þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur fyrir hvern mánuð.

Greiðslunum er háttað með þeim hætti að fyrsta greiðsla er að loknum réttindum til fæðingarorlofs og greiddar þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða verður tveggja ára. Hér er skref tekið til að brúa bilið sem oft kemur til eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til að barn fær inngöngu í leikskóla. Mikilvægt er að gera foreldrum kleift á að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin ef þess er kosið og er þetta mikil framför í þeim efnum. Þá er niðurgreiðsla dagvistunargjalda hjá dagforeldrum hækkuð.

Eftir að barn hefur náð 18 mánaða aldri er niðurgreiðsla hækkuð úr 80 þúsund í 112 þúsund á mánuði m.v. átta klst. vistun þar til að barni verður boðin innganga í leikskóla. Allt eru þetta mikilvægir þættir í því að styðja við barnafjölskyldur og á sama tíma eins og hefur komið fram brúa bilið sem oft reynist erfitt eftir að fæðingarorlofi lýkur.

Við í Framsókn erum gríðarlega stolt af þessum breytingum og munum halda áfram að styðja við og stuðla að því að í Suðurnesjabæ er gott að búa.

Úrsúla María Guðjónsdóttirbæjarfulltrúi Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ og formaður fræðsluráðs.

Categories
Greinar

Ísland er meira en bara höfuðborgarsvæðið

Deila grein

07/12/2023

Ísland er meira en bara höfuðborgarsvæðið

Ný­lega birti Byggðastofn­un nýj­ar töl­ur um íbúa­fjölda sveit­ar­fé­laga og byggðar­kjarna og kom þar fram að íbú­ar á Íslandi eru 387.758 og þar af búa 369.048 (95%) í byggðar­kjörn­um og 18.710 (5%) í dreif­býli.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 240.882 íbú­ar (64% lands­manna) en 135.366 (36%) búa utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Íbúum lands­ins fjölgaði um 11.510 (3,1%) á ár­inu 2022 en mest fjölg­un varð á Suður­nesj­um (6,7%) og á Suður­landi (4,2%). Þegar rýnt er í þess­ar töl­ur má sjá að íbú­um lands­byggðar fer fækk­andi og straum­ur­inn ligg­ur all­ur á suðvest­ur­hornið. Ég tel að það sé mik­il­vægt að við höld­um öllu land­inu í byggð og ger­um fólki kleift að velja sér bú­setu í land­inu þar sem það vill búa og stuðla þannig að blóm­legri byggð um allt Ísland. Nú­tímaþjóðmá­laum­ræða snýst að öllu leyti um höfuðborg­ar­svæðið en landið er svo miklu meira en bara borg.

Mikið hef­ur verið talað um að lóðafram­boð sé af skorn­um skammti á höfuðborg­ar­svæðinu og einnig um að sam­göng­ur á því svæði séu komn­ar að þol­mörk­um, ásamt því er óbæri­leg bið fyr­ir fjöl­skyldu­fólk að koma börn­um sín­um að í dag­vist­unar­úr­ræði, t.d. leik­skóla.Auk­in lífs­gæði fólg­in í því að búa á lands­byggðinni

Er það í raun þannig að við þurf­um að hrúga öllu fólki, fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um á sama blett­inn á land­inu? Ég tel svo ekki vera, við erum fá­menn þjóð í stóru landi.

Lands­byggðin býður upp á auk­in lífs­gæði, auk­in tæki­færi sér­stak­lega fyr­ir ungt fólk sem hef­ur sótt sér þekk­ingu og mennt­un, lands­byggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mik­il lífs­gæði að þurfa ekki að sitja fast­ur í bíl á milli staða, koma barn­inu sínu með skjót­um hætti í leik­skóla og eiga mögu­leika á að eign­ast hús­næði á viðráðan­legu verði.Við þurf­um breytta byggðastefnu

Það er hægt að efla lands­byggðina með ýms­um hætti, með fram­taki ein­stak­linga, fyr­ir­tækja og op­in­berra stofn­ana. Það er sam­fé­lags­leg ábyrgð fyr­ir­tækja að halda nú­ver­andi starf­semi sinni á lands­byggðinni og einnig sækja fram. Kerec­is á Ísaf­irði er gott dæmi um það. Einnig má hið op­in­bera gera mun bet­ur í þess­um efn­um með því að færa í aukn­um mæli stofn­an­ir út á land, það er vel hægt með nú­tíma­tækni.

Með sam­vinnu­hug­sjón­ir að leiðarljósi bæði efl­um við og styrkj­um lands­byggðina með því að hafa trú á lífi í öll­um byggðar­kjörn­um á Íslandi.

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. desember 2023

Categories
Fréttir Uncategorized

Opnir fundir í Norðvesturkjördæmi

Deila grein

27/10/2023

Opnir fundir í Norðvesturkjördæmi

Fundarröð

Þingmenn Framsóknar í Norðvesturkjördæmi þau Halla Signý, Lilja Rannveig og Stefán Vagn fara í fundaröð um kjördæmið.

Opnir fundir verða á ýmsum stöðum. Við hvetjum íbúa á öllum aldri eindregið til að mæta, hitta þingmennina, taka samtalið og spyrja spurninga.

Þann 30. október hittumst við á Hópinu, Hrafnadalsvegi 3, Tálknafirði kl 12:00.

Þann 30. október hittumst við í Skúrnum við Húsið Hrannargötu 2, Ísafirði kl 20:00.

Þann 31. október hittumst við á Vínlandssetrinu, Búðarbraut, Búðardal Kl 17:00. Þann 31. október hittumst við á Galdur brugghús , Hólmavík kl 20:00.

Þann 2. nóvember hittumst við á Dalsbraut 4, Akranesi kl 20:00. Þann 5. Nóvember hittumst við á Sögumiðstöðinni, Grundarfirði kl 20:00.

Þann 6. nóvember hittumst við á Glaðheimum, Blönduósi kl 12:00. Þá bætist Innviðaráðherra og formaður Framsóknar í hópinn

Þann 6. nóvember hittumst við á Kaffi Krók, Aðalgötu 16, Sauðárkróki kl 20:00. Innviðaráðherra og formaður Framsóknar verður einnig með í för.

Categories
Greinar

Fram­leiðsla á dilka­kjöti á Ís­landi að hverfa

Deila grein

27/10/2023

Fram­leiðsla á dilka­kjöti á Ís­landi að hverfa

Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn.

Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrar fóðraðir ær, eða 23%.

Meðalaldur íslenskra bænda er um 60 ár og nýliðun í bændastéttinni lítil. Erfitt rekstar umhverfi og aukinn innflutningur á kjöti erlendis frá gerir bændum erfitt fyrir.

Bændasamtök Íslands hafa bent á að 12 milljarðar króna vanti inn í íslenskan landbúnað vegna kostnaðarhækkana síðustu ára, meðal annars heimsfaraldursins og stríðsins í Úkraínu sem hafa leitt af sér mikla verðbólgu og afurðaverðshækkanir á aðföngum.

Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvisst að því að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði og innleiða hlutdeildarlánin út fyrir þéttbýlið.

Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1. janúar 2017. Þeir eru gerðir milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins af hálfu ríkisins. Framlög á fjárlögum vegna búvörusamninganna í ár hljóða upp á 17,2 milljarða króna, nautgriparækt fær um 8,4 milljarða, sauðfjárrækt 6,2 milljarða, garðyrkja rúman milljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 milljarða króna. Rammasamningur á að taka utan um jarðræktarstyrki og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt.

Matvælaráðherra þarf að beita sér með mun sterkari hætti og gera sér grein fyrir hversu mikilvæg atvinnugrein landbúnaðurinn er í þessu landi. Þetta snýst í raun um fæðuöryggi þjóðar og fullveldi landsins. Ef fram heldur sem horfir og að landbúnaði verður ekki viðhaldið í landinu þýðir það verulegt tap á gjaldeyri vegna þess að þá þarf að flytja allan mat inn í landið og því fylgir óöryggi sem er afleiðing á að vera ekki sjálfbær í eigin matvælaframleiðslu. Ef ekkert verður aðhafst í málinu núna á næstu misserum, þá er líka verið að kippa stoðunum undan landsbyggðinni og dreifbýli á Íslandi.

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 26. október 2023

Categories
Greinar

Stjórnvöld þurfa að bregðast strax við

Deila grein

19/10/2023

Stjórnvöld þurfa að bregðast strax við

Það blasir við um þessar mundir að íslenskur landbúnaður stendur á krossgötum, upp er komin sú staða sem gerir það að verkum að lítil endurnýjun á sér stað í landbúnaði, meðalaldur íslenskra bænda er 57 ár og er greinin og stéttin að eldast töluvert.

Skortur er á aðgerðum stjórnvalda í þessum efnum til að tryggja rausnarlegan stuðning fyrir nýliðun í landbúnaði
og stuðla að fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar til framtíðar.
Stórauka þarf framlög til bænda í gegnum búvörusamninga og hækka strax tafarlaust tolla á innflutt kjöt sem gengur kaupum og sölu á frjálsum markaði á verði sem íslenskir bændur geta ekki keppt við.

Ráðast þarf tafarlaust í aðgerðir til að stuðla að nýliðun í landbúnaðinum með því að markaðssetja nám í landbúnaðartengdum fræðum og veita fólki stuðning við að taka við af foreldrum sínum. Einnig þarf að styðja við þá sem vilja láta drauminn rætast og hefja búskap. Það er ekki bara fullnægjandi að hafa nýliðunarstyrk, heldur verðum við líka að tryggja aðra hluti. Eins og við sjáum í hlutdeildarlánunum. Þessar ívilnanir þurfum við að innleiða í landbúnaðarkerfinu til að aðstoða ungt fólk við að koma sér upp búi og húsi og aðstöðu. Við þurfum að koma með þessar lausnir með skjótum hætti, sé það meiningin að tryggja hér fæðuöryggi og auka framleiðslu á landbúnaðarvörum.

Bændur hafa fundið rækilega fyrir hækkun á aðföngum, eins og fóðri, plasti og áburði. Ástæðan er sú að hráefni til áburðarframleiðslu eru meðal annars í Rússlandi. Einnig er vaxtakostnaður og verðbætur að sliga íslenska
bændur, sem hafa fjárfest fyrir gríðarlegar fjárhæðir í tækjakost sínum. Sauðfé í landinu er nú orðið færra en mannfólk vegna þess að bændur bregða búi og enginn tekur við, ætlum við að halda áfram á þessari braut inn í framtíðina og glata þannig sjálfstæðri matvælaframleiðslu og um leið fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar?

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 19. október 2023

Categories
Greinar

Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ

Deila grein

16/10/2023

Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ

Suður­nesja­bær er ört vax­andi sveit­ar­fé­lag á Suður­nesj­um og íbú­um fjölg­ar jafnt og þétt. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um þjóðskrár er íbúa­fjöldi í Suður­nesja­bæ kom­inn yfir 4.000, nán­ar til­tekið í alls 4.046. Þegar Suður­nesja­bær varð til við sam­ein­ingu Sand­gerðis­bæj­ar og Sveit­ar­fé­lags­ins Garðs fyr­ir fimm árum var íbúa­fjöld­inn um 3.400. Íbúum hef­ur því fjölgað um 600 manns á þess­um fimm árum, eða um 17,5%.
Staða at­vinnu­mála er góð í sveit­ar­fé­lag­inu þar sem sjáv­ar­út­veg­ur og flug­tengd starf­semi í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í Suður­nesja­bæ eru burðar­póst­arn­ir í sveit­ar­fé­lag­inu á því sviði, einnig fjölg­ar störf­um í ferðaþjón­ustu nokkuð.

Sjáv­ar­klas­inn opn­ar Græn­an iðngarð

Eft­ir að Norðurál Helgu­vík var tekið til gjaldþrota­skipta hef­ur verið unnið að því að selja þær eign­ir sem voru í eigu þrota­bús­ins. Nú ligg­ur fyr­ir að Reykja­nesklas­inn eign­ast mann­virkið sem byggt var í þeim til­gangi að starf­rækja ál­bræðslu Norðuráls. Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem Reykja­nesklas­inn hef­ur sent frá sér er ætl­un­in að nýta mann­virkið til þess að þróa þar og starf­rækja Græn­an iðngarð. „Ætl­un­in er að hýsa inn­lend og er­lend fyr­ir­tæki sem þurfa rými fyr­ir sprot­astarf, rann­sókn­ar- og til­rauna­starf­semi, þróun, fram­leiðslu og sam­setn­ingu á vör­um eða aðstöðu fyr­ir fisk­eldi og rækt­un, svo eitt­hvað sé nefnt.“ Þá kem­ur einnig fram að starf­sem­in muni m.a. byggj­ast á hug­mynda­fræði um hringrás­ar­hag­kerfi.

Smám sam­an er að fær­ast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suður­nesja­bæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verk­efni sem bygg­ist á hug­mynda­fræði um klasa­starf­semi sem hef­ur sannað sig hjá Sjáv­ar­klas­an­um. Það verður áhuga­vert að fylgj­ast með fram­gangi máls­ins.

Upp­bygg­ing á innviðum sveit­ar­fé­lags­ins

Mik­ill upp­bygg­ing er að eiga sér stað í gatna­gerð í báðum byggðar­kjörn­um, Sand­gerði og Garði, sem mynda Suður­nesja­bæ. Hef­ur út­hlut­un lóða og sala fast­eigna verið mik­il, sér­stak­lega með til­komu hlut­deild­ar­lána en sveit­ar­fé­lagið er nú skil­greint sem vaxt­ar­svæði.

Ný­lega var tek­in í gagnið glæsi­leg stækk­un við Gerðarskóla í Garði og þá er sveit­ar­fé­lagið að byggja nýj­an og glæsi­leg­an leik­skóla í Sand­gerði sem tel­ur sex deild­ir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða bylt­ingu í leik­skóla­mál­um í Suður­nesja­bæ þar sem leik­skól­inn verður einn sá veg­leg­asti á land­inu. Svo er mik­il vinna í gangi við end­ur­nýj­un og lag­fær­ingu á eldri göt­um sveit­ar­fé­lags­ins sem hafa látið á sjá.

Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkun­ar

Stækk­un er haf­in á hús­næði sund­laug­ar­inn­ar í Sand­gerði sem mun gera aðstöðu starfs­fólks en betri og tryggja þannig meira ör­yggi sund­laug­ar­gesta.

Ný­lega var samþykkt í bæj­ar­ráði Suður­nesja­bæj­ar að fara af stað með frí­stunda­akst­ur í sveit­ar­fé­lag­inu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að auk­inni þátt­töku ung­menna í íþrótt­um.

Í mál­efna­samn­ingi B- og D-lista kem­ur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkun­ar með bygg­ingu gervi­grasvall­ar þar sem horft verði til framtíðar við hönn­un hans og gert verði ráð fyr­ir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er mark­visst að þess­ari fram­kvæmd og er nú í gangi grein­ing­ar­vinna um staðsetn­ingu vall­ar­ins sem á að ljúka á allra næstu miss­er­um. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetn­ingu hans til þess að upp­bygg­ing geti haf­ist.

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. október 2023.

Categories
Greinar Sveitarstjórnarfólk

Menntun og vel­sæld barna í fyrsta sæti

Deila grein

28/09/2023

Menntun og vel­sæld barna í fyrsta sæti

Sveitarfélag í örum vexti er eins og unglingur með vaxtarverki. Unglingurinn er hvattur áfram í þeirri vissu að þetta sé tímabil sem komast muni yfir, það er hlúð að honum eins og frekast er unnt. Framkvæmdir við þriðja áfanga stækkunar grunnskólans eru vel á veg komnar. Þegar þetta er ritað eru nemendur við skólann 445 talsins, fjölgun nemenda nam 10% árið 2021 og 5,6% árið 2022. Haustið 2025 er von á stórum árgangi í 1. bekk eða nemendafjölda sem nemur þremur bekkjum í árgangi.

Í áfanga þessum sem nú er byggður er mötuneyti skólans stækkað en í dag skiptist hádegishlé í fimm holl, auk þess að nemendur í 2. og 5. bekk borða þrjá – fjóra daga í sinni heimastofu. Í þriðja áfanga bætist við auk mötuneytis, sérfræðingarými, aðstaða skólahjúkrunarfræðings, sér- og stuðningsdeild, aðstaða fyrir starfsfólk mötuneytis, salur og þrjár minni kennslustofur. Þriðji áfangi Grunnskólans í Hveragerði er hluti af fjárfestingaráætlun bæjarins fyrir árin 2023-2026. Áætlunin var samþykkt, á 555. fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 8. desember 2022, með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en minnihlutinn D- listi sat hjá við afgreiðsluna.

Nemendur, starfsfólk, stjórnendur og aðrir hagaðilar hafa sýnt mikið æðruleysi gagnvart þeim húsnæðisskorti sem við búum við í dag og eiga miklar þakkir skyldar fyrir samstarfsviljann. Allir hafa lagst á eitt við það að láta hlutina ganga upp og þreyja þorrann þar til aðstaðan verður betri en áætluð verklok stækkunar grunnskólans í Hveragerði er árið 2025. Menntun og velsæld barna er í fyrsta sæti!

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði.

Greinin birtist fyrst á visir.is 27. september 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Ójafn leikur í samkeppni við innflutning

Deila grein

01/09/2023

Ójafn leikur í samkeppni við innflutning

Um þess­ar mund­ir eru bænd­ur að fara að sækja fé sitt af fjalli og skila inn til slátr­un­ar. Heil­næm­ari fæðu er vart að finna í heim­in­um en ís­lenskt lamba­kjöt. Íslenska sauðféð býr við aðstæður sem eru ein­stak­ar og þekkj­ast ekki víðast hvar. Villi­bráðin sem lif­ir úti í nátt­úr­unni og drekk­ur ís­lenska lind­ar­vatnið. Í land­búnaði hér­lend­is eru sýkla­lyf og eit­ur­efni ekki mæl­an­leg.

Í vor fékk ís­lenskt lamba­kjöt upp­runa­vott­un frá Evr­ópu­sam­band­inu. Um er að ræða vott­un með til­vís­un til upp­runa eða „Protected Designati­on Of Orig­in“ (PDO), og fær ís­lenskt lamba­kjöt nú að bera merki vott­un­ar­inn­ar í markaðssetn­ingu. Það á að stuðla að neyt­enda­vernd, auka virði afurða og koma í veg fyr­ir órétt­mæta viðskipta­hætti.

Inn­flutn­ing­ur á lamba­kjöti hef­ur færst í vöxt á und­an­förn­um árum og er það bæði selt í mat­vöru­versl­un­um hér­lend­is og einnig á veit­inga­markaði, meðal ann­ars mötu­neyt­um og veit­inga­hús­um. Færst hef­ur í vöxt að minni kjötvinnsl­ur kaupi slík­ar afurðir og end­ur­selji á veit­inga­markaði, þíði kjötið sem kem­ur frosið til lands­ins, leggi í krydd­lög og selji svo til stór­eld­húsa og mat­vöru­versl­ana.

Slíkt at­hæfi get­ur verið afar vill­andi fyr­ir neyt­end­ur, þar sem pakkn­ing­ar sem er­lenda lamba­kjötið eru í eru oft á tíðum með ís­lensk­um fánarönd­um eða alla­vega ís­lenskt nafn á kjötvinnsl­unni.

Þú, sem neyt­andi, get­ur ekki verið þess full­viss þegar þú borðar á veit­inga­húsi eða í mötu­neyti á þínum vinnustað að lamba­kjötið sé frá Íslandi. Þetta er sá veru­leiki sem við búum við í dag.

Fjög­ur fyr­ir­tæki skiptu með sér toll­kvóta fyr­ir inn­flutn­ing á 345.000 kg af kinda- eða geita­kjöti á tíma­bil­inu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Meðal­verð toll­kvót­ans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk út­hlutað 280.929 kg, Ekr­an ehf. fékk 40.000 kg, Innn­es ehf. 20.000 kg og Sam­kaup 4.071 kg.

Á tíma­bil­inu frá júlí 2022 til og með fe­brú­ar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geita­kjöti verið flutt hingað til lands, lang­mest, eða 14.209 kg, frá Spáni.

Hækka þarf taf­ar­laust tolla á inn­flutt lamba­kjöt til þess að verja ís­lenska bænd­ur sem eru að berj­ast fyr­ir til­vist sinni á markaðnum þar sem inn­flytj­end­ur vinna mark­visst að því að und­ir­bjóða ís­lenska bænd­ur.

Með því að setja skorður á inn­flutn­ing­inn og hækka vernd­artolla stuðlum við sem þjóð að betri starfs­skil­yrðum bænda og vinn­um mark­visst að því að tryggja sjálf­bærni og um leið fæðuör­yggi ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31.ágúst 2023.

Categories
Fréttir

Skráning í málefnastarf

Deila grein

06/06/2023

Skráning í málefnastarf

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu allra sem skráð eru í Framsókn til þess að taka þátt í málefnastarfi flokksins. Vinnan fer fram undir forystu málefnanefndar.

Málefnanefnd
Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með málefnastarfi og stefnumótunarvinnu Framsóknarflokksins.
Málefnanefnd skipa:
Þórir Haraldsson, formaður, aðalmenn: Gunnar Már Gunnarsson, Gunnar Ásgrímsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Varamenn: Anton Kristinn Guðmundsson og Alex Björn Bulow Stefánsson.

Tekið er við skráningum inn á heimasíðu Framsóknar sem má nálgast með því að smella á hlekkinn hér að neðan.