Categories
Greinar

Suður­nes sett í sam­band – mikil­vægara nú sem aldrei fyrr

Deila grein

02/02/2024

Suður­nes sett í sam­band – mikil­vægara nú sem aldrei fyrr

Nú liggur fyrir að Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sé komið í höfn áætlað er að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 munu hefjast síðsumars, en í vor stendur til að bjóða í út jarðvinnu vegna línulagnarinnar. Þetta varð ljóst eftir úrskurð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nú í janúar.

Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnesin í heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.

Saga Suðurnesjalínu 2 er bæði löng og stormasöm. Fyrst fékkst leyfi til framkvæmda 2013, landeigendur kærðu það því þeir vildu að línan yrði lögð í jörð. Árið 2016 ógilti Hæstiréttur framkvæmdaleyfið á grundvelli gallaðs umhverfismats. En eftir ítarlega rýni kaus Landsnet að halda loftlínukostinum til streitu og óska eftir framkvæmdaleyfi.

Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi eins og áður sagði en Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn.

Á Suðurnesjum erum við að lifa sögulega tíma, nýtt tímabil eldsumbrota er hafið sem getur ógnað okkar helstu innviðum, því er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð og samfélag að menn vinni markvisst að framvindu málsins með skynsemi og hag suðurnesja að leiðarljósi, með það að markmiði að styrkja orkuinnviði fyrir atvinnulíf og búsetu á suðurnesjum.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist á visir.is 2. febrúar 2024.

Categories
Greinar

Gjörbreytt staða í húsnæðismálum á Suðurnesjum sem kallar á nýja nálgun

Deila grein

22/01/2024

Gjörbreytt staða í húsnæðismálum á Suðurnesjum sem kallar á nýja nálgun

Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögðin sem aldrei fyrr. Samstaða og kærleikur er eitt af einkennum þessarar þjóðar, Við sem byggjum þetta land saman höfum hlotið þá gæfu að til heyra þessu samfélagi. Ég vill byrja á að þakka almannavörnum og öllum þeim viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins.



Staðan er hins vegar sú að þrýstingur hefur verið aukin til muna á fasteignamarkaðinn við þessar krefjandi aðstæður og var hann töluverður fyrir atburðina í Grindavík. Náttúruhamfarirnar hafa gefið okkur aukin verkefni á þessu sviði sem kallar á nýja sýn að mínu mati.



Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Vogar er nú þegar í gríðarlegum kostnaðarsömum framkvæmdum á sviði gatnagerðar í hverfum og uppbyggingu innviða, t.d. í nýbyggingum leikskóla og grunnskóla til þess að bregðast við auknum íbúafjölda á Suðurnesjum. Íbúar Suðurnesja voru 32.583 talsins þann 1. Október 2023 Þeim hefur fjölgað um 1.621 frá 1. desember 2022. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.278 íbúa á sama tímabili sem gerir 5,8% fjölgun íbúa. Hlutfallslega er þó mest fjölgun í Sveitarfélaginu Vogum eða 10,7%. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá.

Hlutfallslega hefur mest íbúafjölgun verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%.

Í Reykjanesbæ búa 23.276 manns. Íbúar Suðurnesjabæjar eru orðnir 4.046 talsins. Fjölgunin þar er 137 talsins eða 3,5% á tímabilinu. Grindvíkingar eru 3.718. Grindavíkurbær er byggður á lifandi eldstöð og er mikil óvissa uppi hvenær þeim atburðum linnir Það er samfélagsleg skylda stjórnvalda og nágranna sveitarfélaga að grípa samfélagið í Grindavík. Sú staðreynd blasir við að stór hluti af fólki frá Grindavík mun vilja búa áfram á Suðurnesjum.


Ég tel að nú sem aldrei fyrr verði menn að setjast niður og móta markvissar aðgerðir til þess að komast á móts við íbúa og atvinnurekendur á svæðinu. Aukin gatnagerð er kostnaðarsöm, Sveitarfélögin hafa öll gert sínar fjárhagsáætlanir sem bera þess merki að sótt sé fram á öllum sviðum í innviða uppbyggingu en þörfin er meiri nú og hvernig ætlum við að bregðast við þeirri stöðu sem nú er kominn upp?



Hægt er að setja aukinn þunga og flýta en frekar fyrir uppbyggingu á gatnagerð, lóðaúthlutunum og innviðaruppbyggingu með því að Alþingi setji á dagskrá og ræði það efnislega að færa nágrannasveitarfélögum Grindavíkur aukna fjármuni tímabundið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að bregðast við stöðunni á Suðurnesjum það gerir það að verkum að sveitarfélögin geta farið mun hraðar í skipulagða uppbyggingu á svæðinu en það sem er í gangi nú þegar. Einnig þurfum við að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum en eins og sakir standa er staðan ekki þannig í dag.


Við munum komast í gegnum þessa erfiðu tíma saman með von um bjarta framtíð á Suðurnesjum.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist á vf.is 22.janúar 2024.

Categories
Fréttir

Einar Þorsteinsson nýr borgarstjóri Reykjavíkur

Deila grein

16/01/2024

Einar Þorsteinsson nýr borgarstjóri Reykjavíkur

16. janúar 2024 markar stór tímamót í sögu Framsóknar í Reykjavík. Í dag fóru fram stólaskipti í Ráðhúsinu þegar Einar Þorsteinsson tók við embætti borgarstjóra fyrstur Framsóknarmanna. Til gamans má geta að fyrir 100 árum var Framsóknarfélag Reykjavíkur stofnað, það er því vel við hæfi að Framsóknarfélag Reykjavíkur fagni stórafmælinu með þessum hætti.

Einar leiddi lista Framsóknar í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum 14. maí 2022. Þar vann Framsókn stóran kosningasigur með tæp 19% atkvæða og fóru úr engum í fjóra borgarfulltrúa. Framsókn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn eftir kosningarnar. Þá var einnig gert samkomulag að þáverandi borgarstjóri Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson myndu skipta milli sín embætti borgarstjóra á kjörtímabilinu.

Björg Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra. Hún starfaði áður hjá Ríkisútvarpinu og gerði garðinn frægan í þáttunum Kappsmál. Björg brennur fyrir fjölskyldumálum og borgarmálum. Hana langar að leggja sitt af mörkum til að styðja við blómlegt stjórnmálastarf Framsóknar í Reykjavík.

Þá hefur Unnur Þöll Benediktsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Framsóknar. Unnur Þöll var kosningastjóri í borgarstjórnarkosningum 2022 auk þess er hún varaborgarfulltrúi og fyrrum formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Hún starfaði einnig sem starfsmaður þingflokks Framsóknar um tíma. Unnur Þöll hefur lengi verið virk í starfi flokksins og því reynslumikil tenging inn í grasrótina.

Framsókn óskar Einari velgengni í nýju embætti og hvetur hans lið í Reykjavíkurborg til áframhaldandi góðra verka.

Hér að neðan má finna ræðu Einars sem hann flutti við borgarstjóraskiptin:

Forseti, ágæta borgarstjórn.

Ég vil byrja ræðu mína á því að þakka fráfarandi borgarstjóra fyrir vel unnin störf í þágu borgarbúa. Fáir hafa sýnt Reykjavík jafn mikla ræktarsemi og Dagur B Eggertsson sem setið hefur í borgarstjórn frá árinu 2002 og sem borgarstjóri í rúman áratug.

Ég vil þakka borgarstjórn fyrir traustið sem mér hefur verið sýnt með þessari atkvæðagreiðslu í dag. Ég finn sannarlega til þeirrar miklu ábyrgðar sem mér er falin með þessu starfi og ég hlakka til þess að þjóna borgarbúum úr stóli borgarstjóra Reykjavíkur.

Þegar ég tók þá ákvörðun í febrúar 2022 að bjóða mig fram til borgarstjórnar þá gerði ég mér kannski ekki alveg grein fyrir því út í hvað ég var að fara. Að stíga inn á vettvang stjórnmálanna er enda alltaf óvissuferð – en hún getur leitt mann á fallegar slóðir. Að fara í kosningabaráttu, ræða við íbúana, finna hvernig hjörtun slá og heyra hvað brennur á fólki er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem kjósendur sýndu Framsókn í síðustu kosningum. Sá stuðningur við Framsókn birtist hér í dag.

Nú eru 18 mánuðir liðnir frá því að við hófum þetta kjörtímabil. Og ég ætla ekki að halda því fram að það hafi allt verið dans á rósum. Áskoranirnar eru margar og þannig verður það áfram. Við höfum verið í stanslausri hagræðingu frá því að þessi meirihluti tók við og við verðum í henni áfram enda er markmiðið að skila afgangi á næsta ári – en það gerist ekki nema við höldum áfram þétt um budduna.

En hagræðing er ekki bara hagræðingarinnar vegna. Við erum hér öll inni með það sameiginlega markmið að vilja bæta þjónustuna við íbúa. En við munum ekki ná almennilegum árangri í því að bæta þjónustuna nema að reksturinn sé sjálfbær.

Forseti – Ég vil nefna aðeins samstarfið hér í borginni. Ég held að á þessu kjörtímabili hafi verið meiri sátt og meiri samvinna þvert á flokka í ráðum og nefndum borgarinnar en á síðasta kjörtímabili og ég tel að borgarbúum þætti ánægjulegt að sjá þá breytingu endurspeglast með enn sterkari hætti hér í borgarstjórnarsalnum. 

Hér eru reynslumiklir borgarfulltrúar í bland við nýtt fólk, öll með ólíkan bakgrunn, þekkingu og reynslu og í þessum hópi býr mikill mannauður – og öll höfum við umboð frá kjósendum.  Ég held að borgarbúar vilji að við vinnum saman og ég mun sem borgarstjóri leitast við að ná sátt um mál.  

Ég ætla ekki að fara að rekja öll þau áherslumál sem ég vil setja á oddinn á þessum tveimur og hálfu ári sem eftir eru af þessu kjörtímabili enda er þessi fundur ekki til þess ætlaður. En mig langar að nefna nokkur mál sem ég held að við getum öll, þvert á flokka, unnið saman að.

Við getum hjálpast að við að greiða fyrir húsnæðisuppbyggingu – sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál Reykvíkinga og reyndar þjóðarinnar allrar í dag. Þar þurfum við að stíga með ákveðnari hætti inn í málaflokkinn, leita nýrra leiða til þess að rjúfa kyrrstöðuna sem ríkt hefur undanfarin misseri aðallega vegna vaxtastigs og mikillar verðbólgu.

En svo vil ég minnast á börnin og framtíð þeirra. Leik- og grunnskólastarf borgarinnar er eitt okkar allra mikilvægasta verkefni. Við þurfum að styðja við skólastarfið með ákvörðunum okkar, en ég held að það skipti líka miklu máli að tala fallega um það metnaðarfulla starf sem er unnið á hverjum einasta degi.

Við getum verið sanngjörn við börnin og foreldrana í borginni þegar við ræðum um PISA, og við þurfum að sýna kennurum og skólafólki virðingu og þakklæti fyrir þeirra krefjandi starf – því ég held að kennarastarfið hafi aldrei verið meira krefjandi en nú um stundir þegar bakgrunnur nemenda verður sífellt fjölbreyttari.

Munum líka að Reykjavík er dásamleg borg. Hún er höfuðborg Íslands og við getum verið stolt af öllu því góða sem við eigum saman, Reykvíkingar. Okkar dásamlega menningar og íþróttastarfsemi, grænu svæðin, samfélag eldri borgara, lifandi næturlíf, öflug fyrirtæki, háskólasamfélag og blómlegt mannlíf í öllum hverfum.

Og vinnustaðurinn Reykjavík er afar mikilvægur – og þegar við ræðum um starfsmannafjölda og vinnandi hendur í samhengi við rekstur borgainnar, þá er rétt að hafa vakandi auga fyrir aðhaldi – en höfum þá í huga að langflestar eru þessar vinnandi hendur að veita þjónustu. Þær eru að leiða lítil börn á leikskólum, skrifa með tússpenna á töflu í kennslustofu, aðstoða fatlaðan einstakling við daglegt líf, moka snjó eða hirða sorp. Verum ánægð með það sem við erum að gera um leið og við erum metnaðarfull í að gera enn betur.

Beinum sjónum okkar að málefnum dagsins í dag. Það er vissulega afar mikilvægt að hafa skýra framtíðarsýn – en munum að framtíðin er ekki bara eftir 10-20 eða 30 ár. Framtíðin er líka á morgun.

Forseti, aftur. Ég þakka borgarstjórn fyrir traustið og hlakka til samstarfsins við borgarstjórn.

Ljósmynd: Róbert Reynisson

Categories
Greinar

Náttúrulega Hveragerði

Deila grein

15/01/2024

Náttúrulega Hveragerði

Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins. Áætlunin er metnaðarfull, hófstillt í gjaldskrárhækkunum en jafnframt áætlun um mikla uppbyggingu í stækkandi sveitarfélagi. Í áætluninni eru lagðar fram áherslur meirihlutasamnings Framsóknar og Okkar Hveragerðis.

Hvaða forsendur liggja að baki áætlunargerðinni?

Tekjur Hveragerðisbæjar eru útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Útsvarsprósenta Hveragerðisbæjar er óbreytt í fjárhagsáætlun 2024 eða 14,52%. Fasteignamat fyrir árið 2024 hækkaði um rúm 8% í Hveragerði. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttri álagningarprósentu fasteignaskatts. Álagningarprósentur á vatnsgjaldi, holræsagjaldi og lóðarleigu á húsnæði í öllum flokkum breytast ekki milli ára. Aukavatnsgjald hækkar úr 15 kr. á rúmmetra í 16 kr. Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram 11.

Hóflegar gjaldskrárhækkanir

Lögð var áhersla á að koma sem mest til móts við bæjarbúa vegna hækkana á gjaldskrám sveitarfélagsins. Hækkun gjaldskráa Hveragerðisbæjar miðast almennt við verðlagsþróun síðasta árs. Verðlagsþróun síðastliðna 12 mánuði var um 8% en bæjarstjórn ákvað að hækka gjaldskrár þjónustugjalda einungis um 2,5% og þar með sýna samfélagslega ábyrgð og stemma stigu við verðbólgu. Breytingar eru gerðar á gjaldskrá sorphirðu vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs. Nú greiðir hvert heimili eftir tunnufyrirkomulagi hjá hverjum húseiganda.

Fjölskyldan

Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur ríka áherslu á velferð fjölskyldunnar. Sem liður í því markmiði verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Gert er því ráð fyrir að alls þrjár klukkustundir verði fríar nú í haust 2024. Leikskólagjöld hafa jafnframt lækkað um 4% frá síðasta kjörtímabili en vísitala hefur hækkað um 12%. Frístundastyrkur verður hækkaður úr 32.000 kr. í 38.000 kr. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% frá fyrra kjörtímabili. Stefnt er að því að lækka leikskólagjöld og hækka frístundastyrk í enn frekari  skrefum á núverandi kjörtímabili.

Framkvæmt til framtíðar

Áfram verður haldið í innviðauppbyggingu. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á árinu 2024 verði tæpar 1.318 milljónir króna.

Stærstu framkvæmdir ársins verða eftirfarandi:

  • Áætlað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði klárist á árinu 2025 og er gert ráð fyrir fjárfestingum í það verkefni á árinu 2024 að fjárhæð 500 m.kr. en framlag Sveitarfélagsins Ölfuss er 70 m.kr. af því.
  • Viðhald í grunnskólanum að fjárhæð 15,5 m.kr. á árinu.
  • Gert er ráð fyrir að 100 m.kr. fari í viðbyggingu á Leikskólanum Óskalandi þar sem leikskólaplássum fjölgar og starfsmannaaðstaða verður bætt.
  • Á árinu 2024 er jafnframt gert ráð fyrir 500 m.kr. í íþróttamannvirki þar sem samþykkt hefur verið að byggja upphitaðan gervigrasvöll í Ölfusdal ásamt því að stækka núverandi íþróttahús við Skólamörk.
  • Áætlaðar fjárfestingar vegna gatnagerðar á árinu eru 242 m.kr. og gert er ráð fyrir tekjum af þeim framkvæmdum að fjárhæð 651 m.kr.
  • Utanhússklæðning á þjónustuíbúðir við Birkimörk 50 m.kr.
  • Kaup á félagslegu húsnæði 40 m.kr.
  • Fjárfestingu fyrir 100 m.kr. í fráveitu bæjarins og 10 m.kr í vatnsveitu.

Brugðist við í fráveitumálum

Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur af stað í metnaðarfullar aðgerðir vegna fráveitumála. Þessar aðgerðir eru verulega aðkallandi vegna andvaraleysis í þessum málaflokki síðustu árin. Gríðarleg íbúafjölgun sem og fjölgun ferðamanna hefur gert það að verkum að skólphreinsistöð bæjarins annar ekki eftirspurn. Andvaraleysi þetta hefur einnig gert það að verkum að loka hefur þurft Varmánni vegna mengunar.  Í fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir 100 milljónum í stækkun fráveitu á þessu ári. Á árinu 2025 er gert ráð fyrir 300 milljónum og 100 milljónum á árinu 2026. Á bæjarráðsfundi 4. janúar var einnig samþykkt að setja fjármagn í rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á lífríki Varmár sem  er afar aðkallandi er að fara í.  

Áætlun til þriggja ára

Áætlaðar fjárfestingar árið 2025 eru 1.404 m.kr., árið 2026 1.080 m.kr. og árið 2027 770 m.kr. Stærstu fjárfestingarnar er bygging þriðja og fjórða áfanga grunnskólans, leikskóli í Kambalandi, íþróttamannvirki, hjúkrunarheimili, fráveita og vatnsveita. Allt eru þetta framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í vegna íbúafjölgunar undanfarinna ára og þeirri fjölgun sem áætlað er að verði á næstu árum.

Náttúrulega Hveragerði

Hveragerðisbær er í örum vexti og fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni og hafa skýr markmið um að innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar horfa björtum augum á framtíðina enda eru tækifærin fjölmörg. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna og ekki síst  barnafjölskyldur, hér séu öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gott íþrótta- og frístundastarf, heilsuefling íbúa á öllum aldri í hávegum höfð og að ferðaþjónusta og menningin haldi áfram að blómstra í fallegri náttúrunni í Hveragerði.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði.

Greinin birtist á visir.is 12. janúar 2024.

Categories
Greinar

Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu?

Deila grein

11/01/2024

Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu?

Landbúnaður hefur fylgt íslensku þjóðinni í örófi alda, Ísland er eyríki í Norður-Atlantshafi og er um 103.000 km² að stærð, næststærsta eyja Evrópu á eftir Bretlandi og sú átjánda stærsta í heimi. Á Íslandi búa tæp 400.000 mann. Nú blasir við að ófriður hefur brotist út í Evrópu sem sér ekki fyrir endann á. Ef til frekari átaka kemur getur það skeð að viðskiptarhöft og flutningar hingað til lands geta raskast, einnig ber að nefna það að í gegnum stríðstíma hafa þjóðir flutt minna út af vörum til að tryggja byrgðir sinnar þjóðar á slíkum tímum.

Undanfarin ár hefur íslenskur landbúnaður átt undir högg að sækja og er í raun sótt að honum úr mörgum áttum. Meðalaldur íslenskra bænda er um 60 ár og nýliðun í bændastéttinni lítil, þungt rekstar umhverfi og aukinn innflutningur á kjöti erlendis frá gerir bændum mjög erfitt fyrir.

Tölurnar tala sínu máli
Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn.

Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrar fóðraðir ær, eða 23%.

Á sama tíma hefur innflutningur á lambakjöti færst í mikinn vöxt hérlendis. Fjögur fyrirtæki skiptu með sér tollkvóta fyrir innflutning á 345.000 kg af kinda- eða geita- kjöti á tímabilinu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023.

Meðalverð tollkvótans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk úthlutað 280.929 kg, Ekran ehf. fékk 40.000 kg, Innnes ehf. 20.000 kg og Samkaup 4.071 kg.

Á tímabilinu frá júlí 2022 til og með febrúar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geitakjöti verið flutt hingað til lands, langmest, eða 14.209 kg, frá Spáni. Frá árinu 2016 hefur framleiðsla á dilkakjöti á íslandi dregist saman um 20%

Brostið fæðuöryggi
Gunnar Þorgeirsson, Formaður Bændasamtakanna hefur bent á brostið fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum hann talar um að það séu til matvæli sem myndu duga í níu daga komi eitthvað alvarlegt ástand upp í landinu.

Graf alvarleg staða blasir við í þessum efnum, við þurfum með miklu sterkari hætti að stuðla að eflingu íslensk landbúnaðar.  Þingmenn þessarar þjóðar þurfa að setja málefni sem snerta fæðuöryggi og hagsæld bænda á dagskrá og standa vörð um sérstöðu landbúnaðar hérlendis, þannig má tryggja dreifða búsetu um land allt og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist í Bændablaðinu 11.janúar 2024.

Categories
Greinar

Fjölskylduvænt samfélag

Deila grein

02/01/2024

Fjölskylduvænt samfélag


Þann 13. desember sl. var samþykkt á bæjarstjórnarfundi Suðurnesjabæjar fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.

Sjá má skýrt að áhersla er lögð á stuðning við barnafjölskyldur og er það í samræmi við þau markmið sem Framsókn hefur lagt upp með frá kosningum. Mikilvægt er að hér sé vænlegt að búa og er stuðningur við barnafjölskyldur þáttur í því að laða að fjölskyldufólk í sveitarfélagið. Mikilvægt skref sem var tekið þegar niðurgreiðsla á máltíðum nemenda í grunnskólum Suðurnesjabæjar var aukin úr 50% í 60% ásamt því að innleiddur var fjölskylduafsláttur sem þýðir að gjaldfrjálst verður fyrir börn frá sömu fjölskyldu umfram tvö börn. Það gerir börnum kleift á jafnari aðgang að heitri máltíð í hádeginu. Heit máltíð í hádeginu tryggir m.a. að börn fái mikilvæga næringu og orku, en holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna og mikilvæg fyrir vöxt og þroska. Þannig er verið að lækka greiðslubyrði á fjölskyldur er kemur að kostnaði vegna hádegismatar fyrir börn sem gefur aukið svigrúm fyrir fjölskyldur til að ráðstafa fé sínu í annað sem nýtist þeim.
Einnig má nefna að hækkaðar hafa verið umönnunarbætur fyrir foreldra sem ekki nýta dagvistun hjá dagforeldrum. Sú upphæð hækkar úr 45 þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur fyrir hvern mánuð.

Greiðslunum er háttað með þeim hætti að fyrsta greiðsla er að loknum réttindum til fæðingarorlofs og greiddar þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða verður tveggja ára. Hér er skref tekið til að brúa bilið sem oft kemur til eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til að barn fær inngöngu í leikskóla. Mikilvægt er að gera foreldrum kleift á að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin ef þess er kosið og er þetta mikil framför í þeim efnum. Þá er niðurgreiðsla dagvistunargjalda hjá dagforeldrum hækkuð.

Eftir að barn hefur náð 18 mánaða aldri er niðurgreiðsla hækkuð úr 80 þúsund í 112 þúsund á mánuði m.v. átta klst. vistun þar til að barni verður boðin innganga í leikskóla. Allt eru þetta mikilvægir þættir í því að styðja við barnafjölskyldur og á sama tíma eins og hefur komið fram brúa bilið sem oft reynist erfitt eftir að fæðingarorlofi lýkur.

Við í Framsókn erum gríðarlega stolt af þessum breytingum og munum halda áfram að styðja við og stuðla að því að í Suðurnesjabæ er gott að búa.

Úrsúla María Guðjónsdóttirbæjarfulltrúi Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ og formaður fræðsluráðs.

Categories
Greinar

Ísland er meira en bara höfuðborgarsvæðið

Deila grein

07/12/2023

Ísland er meira en bara höfuðborgarsvæðið

Ný­lega birti Byggðastofn­un nýj­ar töl­ur um íbúa­fjölda sveit­ar­fé­laga og byggðar­kjarna og kom þar fram að íbú­ar á Íslandi eru 387.758 og þar af búa 369.048 (95%) í byggðar­kjörn­um og 18.710 (5%) í dreif­býli.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 240.882 íbú­ar (64% lands­manna) en 135.366 (36%) búa utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Íbúum lands­ins fjölgaði um 11.510 (3,1%) á ár­inu 2022 en mest fjölg­un varð á Suður­nesj­um (6,7%) og á Suður­landi (4,2%). Þegar rýnt er í þess­ar töl­ur má sjá að íbú­um lands­byggðar fer fækk­andi og straum­ur­inn ligg­ur all­ur á suðvest­ur­hornið. Ég tel að það sé mik­il­vægt að við höld­um öllu land­inu í byggð og ger­um fólki kleift að velja sér bú­setu í land­inu þar sem það vill búa og stuðla þannig að blóm­legri byggð um allt Ísland. Nú­tímaþjóðmá­laum­ræða snýst að öllu leyti um höfuðborg­ar­svæðið en landið er svo miklu meira en bara borg.

Mikið hef­ur verið talað um að lóðafram­boð sé af skorn­um skammti á höfuðborg­ar­svæðinu og einnig um að sam­göng­ur á því svæði séu komn­ar að þol­mörk­um, ásamt því er óbæri­leg bið fyr­ir fjöl­skyldu­fólk að koma börn­um sín­um að í dag­vist­unar­úr­ræði, t.d. leik­skóla.Auk­in lífs­gæði fólg­in í því að búa á lands­byggðinni

Er það í raun þannig að við þurf­um að hrúga öllu fólki, fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um á sama blett­inn á land­inu? Ég tel svo ekki vera, við erum fá­menn þjóð í stóru landi.

Lands­byggðin býður upp á auk­in lífs­gæði, auk­in tæki­færi sér­stak­lega fyr­ir ungt fólk sem hef­ur sótt sér þekk­ingu og mennt­un, lands­byggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mik­il lífs­gæði að þurfa ekki að sitja fast­ur í bíl á milli staða, koma barn­inu sínu með skjót­um hætti í leik­skóla og eiga mögu­leika á að eign­ast hús­næði á viðráðan­legu verði.Við þurf­um breytta byggðastefnu

Það er hægt að efla lands­byggðina með ýms­um hætti, með fram­taki ein­stak­linga, fyr­ir­tækja og op­in­berra stofn­ana. Það er sam­fé­lags­leg ábyrgð fyr­ir­tækja að halda nú­ver­andi starf­semi sinni á lands­byggðinni og einnig sækja fram. Kerec­is á Ísaf­irði er gott dæmi um það. Einnig má hið op­in­bera gera mun bet­ur í þess­um efn­um með því að færa í aukn­um mæli stofn­an­ir út á land, það er vel hægt með nú­tíma­tækni.

Með sam­vinnu­hug­sjón­ir að leiðarljósi bæði efl­um við og styrkj­um lands­byggðina með því að hafa trú á lífi í öll­um byggðar­kjörn­um á Íslandi.

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. desember 2023

Categories
Fréttir Uncategorized

Opnir fundir í Norðvesturkjördæmi

Deila grein

27/10/2023

Opnir fundir í Norðvesturkjördæmi

Fundarröð

Þingmenn Framsóknar í Norðvesturkjördæmi þau Halla Signý, Lilja Rannveig og Stefán Vagn fara í fundaröð um kjördæmið.

Opnir fundir verða á ýmsum stöðum. Við hvetjum íbúa á öllum aldri eindregið til að mæta, hitta þingmennina, taka samtalið og spyrja spurninga.

Þann 30. október hittumst við á Hópinu, Hrafnadalsvegi 3, Tálknafirði kl 12:00.

Þann 30. október hittumst við í Skúrnum við Húsið Hrannargötu 2, Ísafirði kl 20:00.

Þann 31. október hittumst við á Vínlandssetrinu, Búðarbraut, Búðardal Kl 17:00. Þann 31. október hittumst við á Galdur brugghús , Hólmavík kl 20:00.

Þann 2. nóvember hittumst við á Dalsbraut 4, Akranesi kl 20:00. Þann 5. Nóvember hittumst við á Sögumiðstöðinni, Grundarfirði kl 20:00.

Þann 6. nóvember hittumst við á Glaðheimum, Blönduósi kl 12:00. Þá bætist Innviðaráðherra og formaður Framsóknar í hópinn

Þann 6. nóvember hittumst við á Kaffi Krók, Aðalgötu 16, Sauðárkróki kl 20:00. Innviðaráðherra og formaður Framsóknar verður einnig með í för.

Categories
Greinar

Fram­leiðsla á dilka­kjöti á Ís­landi að hverfa

Deila grein

27/10/2023

Fram­leiðsla á dilka­kjöti á Ís­landi að hverfa

Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn.

Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrar fóðraðir ær, eða 23%.

Meðalaldur íslenskra bænda er um 60 ár og nýliðun í bændastéttinni lítil. Erfitt rekstar umhverfi og aukinn innflutningur á kjöti erlendis frá gerir bændum erfitt fyrir.

Bændasamtök Íslands hafa bent á að 12 milljarðar króna vanti inn í íslenskan landbúnað vegna kostnaðarhækkana síðustu ára, meðal annars heimsfaraldursins og stríðsins í Úkraínu sem hafa leitt af sér mikla verðbólgu og afurðaverðshækkanir á aðföngum.

Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvisst að því að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði og innleiða hlutdeildarlánin út fyrir þéttbýlið.

Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1. janúar 2017. Þeir eru gerðir milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins af hálfu ríkisins. Framlög á fjárlögum vegna búvörusamninganna í ár hljóða upp á 17,2 milljarða króna, nautgriparækt fær um 8,4 milljarða, sauðfjárrækt 6,2 milljarða, garðyrkja rúman milljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 milljarða króna. Rammasamningur á að taka utan um jarðræktarstyrki og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt.

Matvælaráðherra þarf að beita sér með mun sterkari hætti og gera sér grein fyrir hversu mikilvæg atvinnugrein landbúnaðurinn er í þessu landi. Þetta snýst í raun um fæðuöryggi þjóðar og fullveldi landsins. Ef fram heldur sem horfir og að landbúnaði verður ekki viðhaldið í landinu þýðir það verulegt tap á gjaldeyri vegna þess að þá þarf að flytja allan mat inn í landið og því fylgir óöryggi sem er afleiðing á að vera ekki sjálfbær í eigin matvælaframleiðslu. Ef ekkert verður aðhafst í málinu núna á næstu misserum, þá er líka verið að kippa stoðunum undan landsbyggðinni og dreifbýli á Íslandi.

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 26. október 2023

Categories
Greinar

Stjórnvöld þurfa að bregðast strax við

Deila grein

19/10/2023

Stjórnvöld þurfa að bregðast strax við

Það blasir við um þessar mundir að íslenskur landbúnaður stendur á krossgötum, upp er komin sú staða sem gerir það að verkum að lítil endurnýjun á sér stað í landbúnaði, meðalaldur íslenskra bænda er 57 ár og er greinin og stéttin að eldast töluvert.

Skortur er á aðgerðum stjórnvalda í þessum efnum til að tryggja rausnarlegan stuðning fyrir nýliðun í landbúnaði
og stuðla að fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar til framtíðar.
Stórauka þarf framlög til bænda í gegnum búvörusamninga og hækka strax tafarlaust tolla á innflutt kjöt sem gengur kaupum og sölu á frjálsum markaði á verði sem íslenskir bændur geta ekki keppt við.

Ráðast þarf tafarlaust í aðgerðir til að stuðla að nýliðun í landbúnaðinum með því að markaðssetja nám í landbúnaðartengdum fræðum og veita fólki stuðning við að taka við af foreldrum sínum. Einnig þarf að styðja við þá sem vilja láta drauminn rætast og hefja búskap. Það er ekki bara fullnægjandi að hafa nýliðunarstyrk, heldur verðum við líka að tryggja aðra hluti. Eins og við sjáum í hlutdeildarlánunum. Þessar ívilnanir þurfum við að innleiða í landbúnaðarkerfinu til að aðstoða ungt fólk við að koma sér upp búi og húsi og aðstöðu. Við þurfum að koma með þessar lausnir með skjótum hætti, sé það meiningin að tryggja hér fæðuöryggi og auka framleiðslu á landbúnaðarvörum.

Bændur hafa fundið rækilega fyrir hækkun á aðföngum, eins og fóðri, plasti og áburði. Ástæðan er sú að hráefni til áburðarframleiðslu eru meðal annars í Rússlandi. Einnig er vaxtakostnaður og verðbætur að sliga íslenska
bændur, sem hafa fjárfest fyrir gríðarlegar fjárhæðir í tækjakost sínum. Sauðfé í landinu er nú orðið færra en mannfólk vegna þess að bændur bregða búi og enginn tekur við, ætlum við að halda áfram á þessari braut inn í framtíðina og glata þannig sjálfstæðri matvælaframleiðslu og um leið fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar?

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 19. október 2023