Categories
Greinar

Orkuinnviðum á Suður­nesjum ógnað

Deila grein

19/02/2024

Orkuinnviðum á Suður­nesjum ógnað

Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Örfáum klukkustundum síðar höfðu vísindamenn keyrt hraunflæðilíkan sem fól í sér að hætt væri við að hraun frá eldgosinu ógnaði heitavatnslögn frá orkustöð HS Orku í Svartsengi sem flytur heitt vatn til byggðarlaganna á Suðurnesjum. Kl 12:05 sama dag rofnaði heitavatnslögnin eftir að hraunjaðarinn og glóandi hraunið fór yfir hana. Þar með var orðið heitavatnslaust á Suðurnesjum.

Sú staðreynd blasið við að hraun hefur runnið nú í tvígang yfir hitaveitulagnir á Suðurnesjum. Í því ljósi hlýtur að teljast að mjög líklegt sé að virkjunin í Svartsengi fari undir hraun í náinni framtíð. Málið var á dagskrá á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga Suðurnesjum á dögunum þar sem undirritaður situr fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Stjórn SSS bókaði eftirfarandi „Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.“

Raforka

Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax, Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnes heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.

Heitt vatn

Heita vatnið er mikið hagsmunamál fyrir svæðið í heild sinni í raun stórt og veiga mikið öryggismál sem snertir alla Suðurnesjamenn. Hafin er vinna við það að end­ur­vekja lág­hita­hol­ur á svæðinu með 70 til 100 gráða heitu vatni með það fyr­ir aug­um að koma upp eins kon­ar vara­hita­veitu. sem voru boraðar fyrir um 50 árum. Eru þær holur á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ og á Rosmhvalanesi í Suðurnesjabæ.

Kalt vatn

Vara­vatns­ból fyr­ir Suður­nesja­bæ og Reykja­nes­bæ er núna til­búið. Vatns­bólið er staðsett við Árna­rétt hjá Garði í Suðurnesjabæ. Ráðist var í verkið í tengsl­um við jarðhrær­ing­ar og eld­gos á Suðurnesjum og mögu­leg áhrif þeirra á vatns­bólið að Lág­um við Svartsengi

Kalda vatnið er al­gjör grunn­for­senda byggðar og at­vinnu­lífs og það þarf að vera aðgengi að því þegar á reynir.

Mikilvægt að þétta samtalið um næstu skref

Það liggur í hlutarins eðlis að það þarf að hafa hraðar hendur um næstu skref. 30.000 manna samfélag á Suðurnesjum er undir ásamt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ

Þétta þarf markvisst samtöl Alþingismanna, Sveitarstjórnarmanna, Sérfræðinga og embættismanna til þess eins að veita málefnum sem snerta innviðaruppbyggingu á Suðurnesjum framgang í stjórnsýslu og stjórnsýslu ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við.

Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist fyrst á visir.is 17. febrúar 2024.

Categories
Greinar

Orkuinnviðir íslands eiga að vera sameign þjóðarinnar

Deila grein

12/02/2024

Orkuinnviðir íslands eiga að vera sameign þjóðarinnar

Brestur á lífsgæðum

Hraun hefur nú runnið yfir heitavatnslögnina, svokallaða Njarðvíkuræð fyrir vatn frá Svartsengi að Fitjum. Atburðarásinvar hraðari en nokkur sá fyrir eftir því sem fram kemur hjá Almannavörnum. Nú blasir við gríðarlega alvarlegan skort á heitu vatni, í nokkra daga. Almannavarnir tala um mikilvægi þess er að allir leggist á eitt á stundu sem þessari og fari sparlega með rafmagn. Heitavatnslaust er nú orðið í Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavík, og Vogum. Brestur er orðin í lífsgæðum og vinnur nú fjöldi starfsmanna og verktaka að því að koma veitukerfunum aftur í gang og er það fólk að vinna þrekvirki í störfum sínum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona öflugt fólk sem bregst hratt og örugglega við á hamfaratímum.

Hitaveitan samvinnuhugsjón í upphafi

Hitaveita Suðurnesja var stofnuð 31. desember 1974, með lögum frá Alþingi, í þeim tilgangi að nýta jarðvarmann til húshitunar á svæðinu. Við stofnun fyrirtækisins skiptust eignarhlutar í fyrirtækinu þannig að ríkissjóður átti 40% og sveitarfélögin sjö, sem þá voru á svæðinu, 60%.
um virkilega mikilvægt samvinnuverkefni var að ræða sem gjörbylti orkunýtingu á svæðinu á sínum tíma.

Einkavæðing grunninnviða

Önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde var ríkisstjórn Íslands frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Í henni sátu ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni.
1.janúar 2007 var Hitaveita Suðurnesja, síðar HS Orka,  að fullu í eigu sveitarfélaga á svæðinu og íslenska ríkisins. Á vor mánuðum sama ár  auglýsti ríkið 15,2% hlut sinn í fyrirtækinu til sölu. Öðrum orkufyrirtækjum á Íslandi var meinað að bjóða í hann, tóninn var sleginn einkavæðing var hafinn og sveitarfélögin losuðu sinn eignarhlut í kjölfarið og í dag er HS Orka  til helminga í eigu lífeyrissjóða og fjárfestingafélagsins Ancala partners. Mikill arður hefur verið greiddur út á síðustu árum út úr félaginu sem dæmi  Árið 2021 greiddu eigendurHS Orku út 28 milljónir dala, eða um 3,6 milljarða króna, til hluthafa með lækkun hlutafjár í kjölfar hluthafafundar í nóvember það ár. Eignir félagsins námu 59,5 milljörðum í árslok 2021, samanborið 56,5 milljarða ári áður.

Orkuauðlindir landsins eiga að vera í samfélagslegri eigu

Á þeim hamfaratímum sem við lifum nú sýnir mikilvægir þess að orkuinnviðir og auðlindir sem þessar séu í eigu sveitarfélaga og ríkisins sem sjá um að reka og nýta grunnstoðir í samfélaginu, arðurinn sem skilar sér af slíkri innviðarstarfsemi á síðan að fara markvist í uppbyggingu og varnir. Viljum við sem þjóð að arðgreiðsla af slíkri orkuauðlind sem þessari renni til einstaklinga eða að arðurinn sé nýttur til almunahagsmuna ?

Við sem þjóð eigum ekki að standa vörð um þann málflutning að einkavæðing orkuauðlinda og grunninnviða samfélagi okkar séu settar á dagskrá. Ég hef þá persónulegu skoðun og er á móti því að virkjanir og orkumannvirki séu í einkaeigu, Það kemur svo sterkt í ljós núna að það á ekki að einkavæða þessa hluti, hvort sem það eru fossar, eða virkjanir. Hægt hefði verið að nota allar þær arðgreiðslu sem hafa runnið til á síðustu ára vegna orkuvinnslunnar í Svartsengi til frekari uppbyggingu innviða t.d. að vera búin að leggja 2 varalagnir að Fitjum sem fæða Suðurnesjabæ, Flugstöðina ,Reykjarnesbæ og Voga. Einnig hefði verið hægt að fjármagna hluta varnagarðanna með fjármagni frá orkivirkinu.

Við í Framsókn höfum talað skýrt í þessum efnum Það er skoðun okkar að almennt eigi ríkið ekki að standa í hinum og þessum atvinnurekstri, en það er engum vafa undirorpið að opinbert eignarhald á innviðum sem þessum t.d Landsvirkjun hefur reynst þjóðinni farsælt og er í raun til fyrirmyndar táknmynd þess blandaða markaðshagkerfis sem við búum í. Í stefnu Framsóknar í atvinnumálum má finna kafla um Landsvirkjun en þar segir „Framsókn leggst alfarið gegn sölu á Landsvirkjun, að hluta eða að öllu leyti. Almenningur á að njóta hins mikla arðs sem Landsvirkjun mun skila um ókomin ár. Brýnt er að tengja arðgreiðslur við auðlindina. Landsvirkjun gegnir lykilhlutverki í nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa til framtíðar til hagsældar fyrir íslenska þjóð.“

Þjóð náttúruhamfara

Við sem byggjum þetta land vitum það manna best að ísland er gjöfult land, en landið getur líka reynst okkur erfit og það höfum við séð í hinum ýmsu atburðum, eldsumbrot, flóð, jarðskjálftar og skriðuföll eru allt hlutir sem Íslendingar þekkja og kannast við.

Auka þarf samvinnu með það að leiðarljósi að styrkja grunnstoðir landsins í jarðhita og raforkumálum, styrkja þarf dreifikerfi raforku og auka vatnsaflsvirkjanir. Einnig þurfum við að auka þarf fé til rannsóknar og til jarðhitakannana til að breikka nýtarkosti jarðvarma á íslandi.

Orð fjármálaráðherra hræða

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra skrifaði um mikilvægi einföldunar og hagræðingar í rekstri ríkisins í sérblaði Viðskiptablaðsins um Viðskiptaþing, sem kom út á dögunum. Hún nefnir nokkrar aðgerðir sem ríkið ætti ráðist í, Hún vill selja Íslandspóst, ljúka sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka og nýta andvirði sölunnar til að bregðast við eldsumbrotum nálægt byggð, til lengri og skemmri tíma. En á ný á að hjóla í grunnstoðir samfélagsins með einkavæðingu. Við þurfum sem þjóð að gæta að hagsmunum samfélagsins í heild og setja samvinnuhugsjónir í forgrunn því þær eiga erindi við þjóðina.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist á vf.is 9. febrúar 2024.

Categories
Greinar

Suður­nes sett í sam­band – mikil­vægara nú sem aldrei fyrr

Deila grein

02/02/2024

Suður­nes sett í sam­band – mikil­vægara nú sem aldrei fyrr

Nú liggur fyrir að Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sé komið í höfn áætlað er að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 munu hefjast síðsumars, en í vor stendur til að bjóða í út jarðvinnu vegna línulagnarinnar. Þetta varð ljóst eftir úrskurð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nú í janúar.

Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnesin í heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.

Saga Suðurnesjalínu 2 er bæði löng og stormasöm. Fyrst fékkst leyfi til framkvæmda 2013, landeigendur kærðu það því þeir vildu að línan yrði lögð í jörð. Árið 2016 ógilti Hæstiréttur framkvæmdaleyfið á grundvelli gallaðs umhverfismats. En eftir ítarlega rýni kaus Landsnet að halda loftlínukostinum til streitu og óska eftir framkvæmdaleyfi.

Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi eins og áður sagði en Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn.

Á Suðurnesjum erum við að lifa sögulega tíma, nýtt tímabil eldsumbrota er hafið sem getur ógnað okkar helstu innviðum, því er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð og samfélag að menn vinni markvisst að framvindu málsins með skynsemi og hag suðurnesja að leiðarljósi, með það að markmiði að styrkja orkuinnviði fyrir atvinnulíf og búsetu á suðurnesjum.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist á visir.is 2. febrúar 2024.

Categories
Greinar

Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu?

Deila grein

11/01/2024

Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu?

Landbúnaður hefur fylgt íslensku þjóðinni í örófi alda, Ísland er eyríki í Norður-Atlantshafi og er um 103.000 km² að stærð, næststærsta eyja Evrópu á eftir Bretlandi og sú átjánda stærsta í heimi. Á Íslandi búa tæp 400.000 mann. Nú blasir við að ófriður hefur brotist út í Evrópu sem sér ekki fyrir endann á. Ef til frekari átaka kemur getur það skeð að viðskiptarhöft og flutningar hingað til lands geta raskast, einnig ber að nefna það að í gegnum stríðstíma hafa þjóðir flutt minna út af vörum til að tryggja byrgðir sinnar þjóðar á slíkum tímum.

Undanfarin ár hefur íslenskur landbúnaður átt undir högg að sækja og er í raun sótt að honum úr mörgum áttum. Meðalaldur íslenskra bænda er um 60 ár og nýliðun í bændastéttinni lítil, þungt rekstar umhverfi og aukinn innflutningur á kjöti erlendis frá gerir bændum mjög erfitt fyrir.

Tölurnar tala sínu máli
Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn.

Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrar fóðraðir ær, eða 23%.

Á sama tíma hefur innflutningur á lambakjöti færst í mikinn vöxt hérlendis. Fjögur fyrirtæki skiptu með sér tollkvóta fyrir innflutning á 345.000 kg af kinda- eða geita- kjöti á tímabilinu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023.

Meðalverð tollkvótans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk úthlutað 280.929 kg, Ekran ehf. fékk 40.000 kg, Innnes ehf. 20.000 kg og Samkaup 4.071 kg.

Á tímabilinu frá júlí 2022 til og með febrúar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geitakjöti verið flutt hingað til lands, langmest, eða 14.209 kg, frá Spáni. Frá árinu 2016 hefur framleiðsla á dilkakjöti á íslandi dregist saman um 20%

Brostið fæðuöryggi
Gunnar Þorgeirsson, Formaður Bændasamtakanna hefur bent á brostið fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum hann talar um að það séu til matvæli sem myndu duga í níu daga komi eitthvað alvarlegt ástand upp í landinu.

Graf alvarleg staða blasir við í þessum efnum, við þurfum með miklu sterkari hætti að stuðla að eflingu íslensk landbúnaðar.  Þingmenn þessarar þjóðar þurfa að setja málefni sem snerta fæðuöryggi og hagsæld bænda á dagskrá og standa vörð um sérstöðu landbúnaðar hérlendis, þannig má tryggja dreifða búsetu um land allt og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist í Bændablaðinu 11.janúar 2024.

Categories
Greinar

Fram­leiðsla á dilka­kjöti á Ís­landi að hverfa

Deila grein

27/10/2023

Fram­leiðsla á dilka­kjöti á Ís­landi að hverfa

Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn.

Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrar fóðraðir ær, eða 23%.

Meðalaldur íslenskra bænda er um 60 ár og nýliðun í bændastéttinni lítil. Erfitt rekstar umhverfi og aukinn innflutningur á kjöti erlendis frá gerir bændum erfitt fyrir.

Bændasamtök Íslands hafa bent á að 12 milljarðar króna vanti inn í íslenskan landbúnað vegna kostnaðarhækkana síðustu ára, meðal annars heimsfaraldursins og stríðsins í Úkraínu sem hafa leitt af sér mikla verðbólgu og afurðaverðshækkanir á aðföngum.

Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvisst að því að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði og innleiða hlutdeildarlánin út fyrir þéttbýlið.

Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1. janúar 2017. Þeir eru gerðir milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins af hálfu ríkisins. Framlög á fjárlögum vegna búvörusamninganna í ár hljóða upp á 17,2 milljarða króna, nautgriparækt fær um 8,4 milljarða, sauðfjárrækt 6,2 milljarða, garðyrkja rúman milljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 milljarða króna. Rammasamningur á að taka utan um jarðræktarstyrki og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt.

Matvælaráðherra þarf að beita sér með mun sterkari hætti og gera sér grein fyrir hversu mikilvæg atvinnugrein landbúnaðurinn er í þessu landi. Þetta snýst í raun um fæðuöryggi þjóðar og fullveldi landsins. Ef fram heldur sem horfir og að landbúnaði verður ekki viðhaldið í landinu þýðir það verulegt tap á gjaldeyri vegna þess að þá þarf að flytja allan mat inn í landið og því fylgir óöryggi sem er afleiðing á að vera ekki sjálfbær í eigin matvælaframleiðslu. Ef ekkert verður aðhafst í málinu núna á næstu misserum, þá er líka verið að kippa stoðunum undan landsbyggðinni og dreifbýli á Íslandi.

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 26. október 2023

Categories
Greinar

Stjórnvöld þurfa að bregðast strax við

Deila grein

19/10/2023

Stjórnvöld þurfa að bregðast strax við

Það blasir við um þessar mundir að íslenskur landbúnaður stendur á krossgötum, upp er komin sú staða sem gerir það að verkum að lítil endurnýjun á sér stað í landbúnaði, meðalaldur íslenskra bænda er 57 ár og er greinin og stéttin að eldast töluvert.

Skortur er á aðgerðum stjórnvalda í þessum efnum til að tryggja rausnarlegan stuðning fyrir nýliðun í landbúnaði
og stuðla að fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar til framtíðar.
Stórauka þarf framlög til bænda í gegnum búvörusamninga og hækka strax tafarlaust tolla á innflutt kjöt sem gengur kaupum og sölu á frjálsum markaði á verði sem íslenskir bændur geta ekki keppt við.

Ráðast þarf tafarlaust í aðgerðir til að stuðla að nýliðun í landbúnaðinum með því að markaðssetja nám í landbúnaðartengdum fræðum og veita fólki stuðning við að taka við af foreldrum sínum. Einnig þarf að styðja við þá sem vilja láta drauminn rætast og hefja búskap. Það er ekki bara fullnægjandi að hafa nýliðunarstyrk, heldur verðum við líka að tryggja aðra hluti. Eins og við sjáum í hlutdeildarlánunum. Þessar ívilnanir þurfum við að innleiða í landbúnaðarkerfinu til að aðstoða ungt fólk við að koma sér upp búi og húsi og aðstöðu. Við þurfum að koma með þessar lausnir með skjótum hætti, sé það meiningin að tryggja hér fæðuöryggi og auka framleiðslu á landbúnaðarvörum.

Bændur hafa fundið rækilega fyrir hækkun á aðföngum, eins og fóðri, plasti og áburði. Ástæðan er sú að hráefni til áburðarframleiðslu eru meðal annars í Rússlandi. Einnig er vaxtakostnaður og verðbætur að sliga íslenska
bændur, sem hafa fjárfest fyrir gríðarlegar fjárhæðir í tækjakost sínum. Sauðfé í landinu er nú orðið færra en mannfólk vegna þess að bændur bregða búi og enginn tekur við, ætlum við að halda áfram á þessari braut inn í framtíðina og glata þannig sjálfstæðri matvælaframleiðslu og um leið fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar?

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 19. október 2023

Categories
Greinar

Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ

Deila grein

16/10/2023

Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ

Suður­nesja­bær er ört vax­andi sveit­ar­fé­lag á Suður­nesj­um og íbú­um fjölg­ar jafnt og þétt. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um þjóðskrár er íbúa­fjöldi í Suður­nesja­bæ kom­inn yfir 4.000, nán­ar til­tekið í alls 4.046. Þegar Suður­nesja­bær varð til við sam­ein­ingu Sand­gerðis­bæj­ar og Sveit­ar­fé­lags­ins Garðs fyr­ir fimm árum var íbúa­fjöld­inn um 3.400. Íbúum hef­ur því fjölgað um 600 manns á þess­um fimm árum, eða um 17,5%.
Staða at­vinnu­mála er góð í sveit­ar­fé­lag­inu þar sem sjáv­ar­út­veg­ur og flug­tengd starf­semi í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í Suður­nesja­bæ eru burðar­póst­arn­ir í sveit­ar­fé­lag­inu á því sviði, einnig fjölg­ar störf­um í ferðaþjón­ustu nokkuð.

Sjáv­ar­klas­inn opn­ar Græn­an iðngarð

Eft­ir að Norðurál Helgu­vík var tekið til gjaldþrota­skipta hef­ur verið unnið að því að selja þær eign­ir sem voru í eigu þrota­bús­ins. Nú ligg­ur fyr­ir að Reykja­nesklas­inn eign­ast mann­virkið sem byggt var í þeim til­gangi að starf­rækja ál­bræðslu Norðuráls. Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem Reykja­nesklas­inn hef­ur sent frá sér er ætl­un­in að nýta mann­virkið til þess að þróa þar og starf­rækja Græn­an iðngarð. „Ætl­un­in er að hýsa inn­lend og er­lend fyr­ir­tæki sem þurfa rými fyr­ir sprot­astarf, rann­sókn­ar- og til­rauna­starf­semi, þróun, fram­leiðslu og sam­setn­ingu á vör­um eða aðstöðu fyr­ir fisk­eldi og rækt­un, svo eitt­hvað sé nefnt.“ Þá kem­ur einnig fram að starf­sem­in muni m.a. byggj­ast á hug­mynda­fræði um hringrás­ar­hag­kerfi.

Smám sam­an er að fær­ast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suður­nesja­bæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verk­efni sem bygg­ist á hug­mynda­fræði um klasa­starf­semi sem hef­ur sannað sig hjá Sjáv­ar­klas­an­um. Það verður áhuga­vert að fylgj­ast með fram­gangi máls­ins.

Upp­bygg­ing á innviðum sveit­ar­fé­lags­ins

Mik­ill upp­bygg­ing er að eiga sér stað í gatna­gerð í báðum byggðar­kjörn­um, Sand­gerði og Garði, sem mynda Suður­nesja­bæ. Hef­ur út­hlut­un lóða og sala fast­eigna verið mik­il, sér­stak­lega með til­komu hlut­deild­ar­lána en sveit­ar­fé­lagið er nú skil­greint sem vaxt­ar­svæði.

Ný­lega var tek­in í gagnið glæsi­leg stækk­un við Gerðarskóla í Garði og þá er sveit­ar­fé­lagið að byggja nýj­an og glæsi­leg­an leik­skóla í Sand­gerði sem tel­ur sex deild­ir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða bylt­ingu í leik­skóla­mál­um í Suður­nesja­bæ þar sem leik­skól­inn verður einn sá veg­leg­asti á land­inu. Svo er mik­il vinna í gangi við end­ur­nýj­un og lag­fær­ingu á eldri göt­um sveit­ar­fé­lags­ins sem hafa látið á sjá.

Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkun­ar

Stækk­un er haf­in á hús­næði sund­laug­ar­inn­ar í Sand­gerði sem mun gera aðstöðu starfs­fólks en betri og tryggja þannig meira ör­yggi sund­laug­ar­gesta.

Ný­lega var samþykkt í bæj­ar­ráði Suður­nesja­bæj­ar að fara af stað með frí­stunda­akst­ur í sveit­ar­fé­lag­inu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að auk­inni þátt­töku ung­menna í íþrótt­um.

Í mál­efna­samn­ingi B- og D-lista kem­ur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkun­ar með bygg­ingu gervi­grasvall­ar þar sem horft verði til framtíðar við hönn­un hans og gert verði ráð fyr­ir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er mark­visst að þess­ari fram­kvæmd og er nú í gangi grein­ing­ar­vinna um staðsetn­ingu vall­ar­ins sem á að ljúka á allra næstu miss­er­um. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetn­ingu hans til þess að upp­bygg­ing geti haf­ist.

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. október 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Ójafn leikur í samkeppni við innflutning

Deila grein

01/09/2023

Ójafn leikur í samkeppni við innflutning

Um þess­ar mund­ir eru bænd­ur að fara að sækja fé sitt af fjalli og skila inn til slátr­un­ar. Heil­næm­ari fæðu er vart að finna í heim­in­um en ís­lenskt lamba­kjöt. Íslenska sauðféð býr við aðstæður sem eru ein­stak­ar og þekkj­ast ekki víðast hvar. Villi­bráðin sem lif­ir úti í nátt­úr­unni og drekk­ur ís­lenska lind­ar­vatnið. Í land­búnaði hér­lend­is eru sýkla­lyf og eit­ur­efni ekki mæl­an­leg.

Í vor fékk ís­lenskt lamba­kjöt upp­runa­vott­un frá Evr­ópu­sam­band­inu. Um er að ræða vott­un með til­vís­un til upp­runa eða „Protected Designati­on Of Orig­in“ (PDO), og fær ís­lenskt lamba­kjöt nú að bera merki vott­un­ar­inn­ar í markaðssetn­ingu. Það á að stuðla að neyt­enda­vernd, auka virði afurða og koma í veg fyr­ir órétt­mæta viðskipta­hætti.

Inn­flutn­ing­ur á lamba­kjöti hef­ur færst í vöxt á und­an­förn­um árum og er það bæði selt í mat­vöru­versl­un­um hér­lend­is og einnig á veit­inga­markaði, meðal ann­ars mötu­neyt­um og veit­inga­hús­um. Færst hef­ur í vöxt að minni kjötvinnsl­ur kaupi slík­ar afurðir og end­ur­selji á veit­inga­markaði, þíði kjötið sem kem­ur frosið til lands­ins, leggi í krydd­lög og selji svo til stór­eld­húsa og mat­vöru­versl­ana.

Slíkt at­hæfi get­ur verið afar vill­andi fyr­ir neyt­end­ur, þar sem pakkn­ing­ar sem er­lenda lamba­kjötið eru í eru oft á tíðum með ís­lensk­um fánarönd­um eða alla­vega ís­lenskt nafn á kjötvinnsl­unni.

Þú, sem neyt­andi, get­ur ekki verið þess full­viss þegar þú borðar á veit­inga­húsi eða í mötu­neyti á þínum vinnustað að lamba­kjötið sé frá Íslandi. Þetta er sá veru­leiki sem við búum við í dag.

Fjög­ur fyr­ir­tæki skiptu með sér toll­kvóta fyr­ir inn­flutn­ing á 345.000 kg af kinda- eða geita­kjöti á tíma­bil­inu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Meðal­verð toll­kvót­ans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk út­hlutað 280.929 kg, Ekr­an ehf. fékk 40.000 kg, Innn­es ehf. 20.000 kg og Sam­kaup 4.071 kg.

Á tíma­bil­inu frá júlí 2022 til og með fe­brú­ar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geita­kjöti verið flutt hingað til lands, lang­mest, eða 14.209 kg, frá Spáni.

Hækka þarf taf­ar­laust tolla á inn­flutt lamba­kjöt til þess að verja ís­lenska bænd­ur sem eru að berj­ast fyr­ir til­vist sinni á markaðnum þar sem inn­flytj­end­ur vinna mark­visst að því að und­ir­bjóða ís­lenska bænd­ur.

Með því að setja skorður á inn­flutn­ing­inn og hækka vernd­artolla stuðlum við sem þjóð að betri starfs­skil­yrðum bænda og vinn­um mark­visst að því að tryggja sjálf­bærni og um leið fæðuör­yggi ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31.ágúst 2023.

Categories
Greinar

Fjögur þúsund manna samfélag án heilbrigðisþjónustu

Deila grein

22/06/2023

Fjögur þúsund manna samfélag án heilbrigðisþjónustu

Suður­nesja­bær, sem varð til við sam­ein­ingu Sand­gerðis og Garðs árið 2018, hýs­ir nú tæp­lega 4.000 íbúa. Þar er hins veg­ar ekki um neina heilsu­gæslu að ræða né hjúkr­un­ar­heim­ili og þurfa því íbú­ar að leita til annarra sveit­ar­fé­laga eft­ir heil­brigðisþjón­ustu. Ef mið er tekið af stærð er bæj­ar­fé­lagið eina sveit­ar­fé­lagið á Íslandi sem stend­ur í þeim spor­um. Gríðarlega hef­ur fjölgað í sveit­ar­fé­lag­inu á und­an­förn­um árum og er sveit­ar­fé­lagið með stórt og mikið verk­efni í fang­inu sem snýr að vega­laus­um börn­um þar sem flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar er staðsett í Suður­nesja­bæ og fell­ur því þessi mála­flokk­ur sjálf­krafa á barna­vernd sveit­ar­fé­lags­ins með til­heyr­andi kostnaði sem það hef­ur í för með sér.

Bæj­ar­yf­ir­völd og íbú­ar í Suður­nesja­bæ hafa lengi kallað eft­ir því að þjón­ust­an verði end­ur­vak­in líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjón­ustu í vax­andi sam­fé­lagi sem er nú orðið næst­stærsta sveit­ar­fé­lag Suður­nesja. Sveit­ar­fé­lagið hef­ur nú þegar boðið fram hent­ugt hús­næði und­ir starf­sem­ina sem bæði er vel staðsett, með næg­um bíla­stæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð.

Í álykt­un Alþing­is um heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030 kem­ur fram að heilsu­gæsluþjón­usta sé veitt öll­um. Heilsu­gæsl­unni er ætlað stórt hlut­verk í heil­brigðisþjón­ustu við lands­menn sam­kvæmt lög­um. Hún á að vera fyrsti viðkomu­staður fólks í heil­brigðis­kerf­inu þar sem not­end­ur eiga kost á al­menn­um lækn­ing­um, hjúkr­un, end­ur­hæf­ingu, heilsu­vernd og for­vörn­um. Jafn­framt kem­ur fram að heilsu­gæsluþjón­usta er veitt í öll­um heil­brigðisum­dæm­um og skipu­lögð af heil­brigðis­stofn­un hvers heil­brigðisum­dæm­is. Starfs­stöðvar heilsu­gæslu eru víða og aðgengi að jafnaði nokkuð gott á lands­byggðinni.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um heilsu­gæsl­ur á lands­byggðinni sem kom út 2018 kem­ur fram að 18 heilsu­gæslu­sel séu staðsett á land­inu og eru þau rek­in af heil­brigðis­stofn­un­um hvers heil­brigðisum­dæm­is. Sem stend­ur er HSS eina heil­brigðis­stofn­un­in á lands­byggðinni sem ekki starf­ræk­ir heilsu­gæslu­sel. Nauðsyn­legt er að tryggja getu HSS til þess að opna á ný þjón­ust­ur heilsu­gæslu­sela á Suður­nesj­um sam­fara aukn­um áhersl­um á aðgengi og fyr­ir­byggj­andi þjón­ustu í heil­brigðis­kerf­inu.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Suður­nesja­bæ eru öll boðin og búin að hefja form­leg­ar viðræður við heil­brigðisráðuneytið og for­svars­menn HSS við fyrsta tæki­færi svo að hægt sé að und­ir­búa hús­næðið sem Suður­nesja­bær hef­ur upp á að bjóða und­ir slíka starf­semi.

Um er að ræða stórt rétt­læt­is­mál fyr­ir íbúa Suður­nesja­bæj­ar, að heil­brigðisþjón­usta verði í boði í sveit­ar­fé­lag­inu líkt og í öll­um öðrum sveit­ar­fé­lög­um á Íslandi af þess­ari stærð.

Það er ein­læg von mín að heil­brigðisráðherra og þing­menn í Suður­kjör­dæmi muni beita sér fyr­ir því að hafn­ar verði form­leg­ar viðræður við Suður­nesja­bæ við fyrsta tæki­færi svo að hægt sé að marka skýra stefnu og sýn sem mun stuðla að opn­un heil­brigðisþjón­ustu í Suður­nesja­bæ.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. júní 2023.

Categories
Greinar

Lýð­heilsu fórnað fyrir inn­flutning

Deila grein

31/05/2023

Lýð­heilsu fórnað fyrir inn­flutning

Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru flutt inn rúm 200 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti til Íslands, íslenskir kjúklingabændur hafa gagnrýnt innflutninginn vegna áhrifa á sölu íslensks kjúklings. Innflutningur á samskonar kjöti frá Úkraínu var í kringum 80 tonn á síðasta ári. Í júní 2022 lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu.

Þar er um að ræða hreina tollaniðurfellingu án fyrirvara, formaður deildar kjúklingabænda hjá Bændasamtökunum kveðst uggandi yfir þeim áhrifum sem innflutningur frosins, úrbeinaðs kjúklingakjöts frá Úkraínu getur haft á framtíð alifuglabænda.

Að mínu mati er slík tollaniðurfelling algjörlega fráleitt, það er vegið að kjúklingabændum með þessum innfluttningi og setur maður spurningar við aðbúnað dýranna í landi sem ríkir stríð.

Hlustum á sérfræðinga

Vilhjálmur Arason heimilislæknir, sem er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur hefur bent á að þegar innflutningur kjöts var gerður frjáls með EES samningi á sínum tíma var opnað á aukna áhættu að við færum að fá fjölónæmu bakteríur sem koma óhjákvæmilega með kjöti hingað til lands. Og hefur hann talað um að þetta séu svokallaðar súnubakteríur, sameiginlegar bakteríur með dýrum og mönnum, sem berast með sláturkjöti.

Slíkar bakteríur séu stórt vandamál víða erlendis og Íslendingar hafi hingað til búið við þau forréttindi að heilnæmi íslenskra landbúnaðar afurða sé einstakur með lítilli notkun sýklalyfja, eða sú minnstu sem gerist í heiminum. En aðra sögu er að seigja frá Úkraínu, þar eru þessar bakteríur sérstakt vandamál, þar sem nær-alónæmar bakteríur finnast í meira magni en annars staðar í álfunni.

Aukin hætta er á að þessar bakteríur sem við erum að flytja hingað til lands blandast inn í íslenska flóru, bæði dýra- og mannaflóru. Einnig hefur Vilhjálmur bent á að Þegar þær valda sýkingum er það stórmál því að venjuleg sýklalyf virka oftast ekki og stundum engin sýklalyf. Þannig er íslenskri sérstöðu fórnað fyrir viðskiptahagsmuni og reglugerðir.

Bakteríur sem berast í menn

Súnubakteríur séu algengustu sára- og sýklabakteríur mannsins en geta líka lifað með dýrum og komið með innfluttu kjöti. Vilhjálmur hefur líka talað um flórubakteríur sem lifa lengi í görnum okkar og jafnvel stundum í öndunarvegi og húð. Mögulegt er þegar við fáum sár eða sýkjumst eins og þvagfærasýkingu getur sú sýking verið ómeðhöndlanleg Þetta er áhættan. í Úkraínu hefur þetta hlutfall verið hvað hæst og eru 20-40 prósent af blóðeitrunum og heilahimnubólgum með bakteríum sem eru algjörlega ónæmar fyrir lang flestum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að við erum að taka gríðarlega áhættu með því að vera að heimila slíkan innflutning í kjúklinga kjöti frá Úkraínu.

Varan er seld í flest öllum matvöruverslunum landsins ásamt því að vera notuð í miklu magni inn í veitingahús og mötuneyti landsins og jafnvel selt undir fölsku flaggi og neytendur hafa ekki nokkra vitneskju um uppruna vörunar.

Alþingi hefur val

Alþingismenn þurfa að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins mun fjalla um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara á næstu dögum, þar skora ég á nefndarmenn að stoppa strax þann innflutning sem á sér stað frá Úkraínu, með þeim formerkjum að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist fyrst á visir.is 31. maí 2023.