Categories
Greinar

Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ

Deila grein

16/10/2023

Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ

Suður­nesja­bær er ört vax­andi sveit­ar­fé­lag á Suður­nesj­um og íbú­um fjölg­ar jafnt og þétt. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um þjóðskrár er íbúa­fjöldi í Suður­nesja­bæ kom­inn yfir 4.000, nán­ar til­tekið í alls 4.046. Þegar Suður­nesja­bær varð til við sam­ein­ingu Sand­gerðis­bæj­ar og Sveit­ar­fé­lags­ins Garðs fyr­ir fimm árum var íbúa­fjöld­inn um 3.400. Íbúum hef­ur því fjölgað um 600 manns á þess­um fimm árum, eða um 17,5%.
Staða at­vinnu­mála er góð í sveit­ar­fé­lag­inu þar sem sjáv­ar­út­veg­ur og flug­tengd starf­semi í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í Suður­nesja­bæ eru burðar­póst­arn­ir í sveit­ar­fé­lag­inu á því sviði, einnig fjölg­ar störf­um í ferðaþjón­ustu nokkuð.

Sjáv­ar­klas­inn opn­ar Græn­an iðngarð

Eft­ir að Norðurál Helgu­vík var tekið til gjaldþrota­skipta hef­ur verið unnið að því að selja þær eign­ir sem voru í eigu þrota­bús­ins. Nú ligg­ur fyr­ir að Reykja­nesklas­inn eign­ast mann­virkið sem byggt var í þeim til­gangi að starf­rækja ál­bræðslu Norðuráls. Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem Reykja­nesklas­inn hef­ur sent frá sér er ætl­un­in að nýta mann­virkið til þess að þróa þar og starf­rækja Græn­an iðngarð. „Ætl­un­in er að hýsa inn­lend og er­lend fyr­ir­tæki sem þurfa rými fyr­ir sprot­astarf, rann­sókn­ar- og til­rauna­starf­semi, þróun, fram­leiðslu og sam­setn­ingu á vör­um eða aðstöðu fyr­ir fisk­eldi og rækt­un, svo eitt­hvað sé nefnt.“ Þá kem­ur einnig fram að starf­sem­in muni m.a. byggj­ast á hug­mynda­fræði um hringrás­ar­hag­kerfi.

Smám sam­an er að fær­ast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suður­nesja­bæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verk­efni sem bygg­ist á hug­mynda­fræði um klasa­starf­semi sem hef­ur sannað sig hjá Sjáv­ar­klas­an­um. Það verður áhuga­vert að fylgj­ast með fram­gangi máls­ins.

Upp­bygg­ing á innviðum sveit­ar­fé­lags­ins

Mik­ill upp­bygg­ing er að eiga sér stað í gatna­gerð í báðum byggðar­kjörn­um, Sand­gerði og Garði, sem mynda Suður­nesja­bæ. Hef­ur út­hlut­un lóða og sala fast­eigna verið mik­il, sér­stak­lega með til­komu hlut­deild­ar­lána en sveit­ar­fé­lagið er nú skil­greint sem vaxt­ar­svæði.

Ný­lega var tek­in í gagnið glæsi­leg stækk­un við Gerðarskóla í Garði og þá er sveit­ar­fé­lagið að byggja nýj­an og glæsi­leg­an leik­skóla í Sand­gerði sem tel­ur sex deild­ir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða bylt­ingu í leik­skóla­mál­um í Suður­nesja­bæ þar sem leik­skól­inn verður einn sá veg­leg­asti á land­inu. Svo er mik­il vinna í gangi við end­ur­nýj­un og lag­fær­ingu á eldri göt­um sveit­ar­fé­lags­ins sem hafa látið á sjá.

Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkun­ar

Stækk­un er haf­in á hús­næði sund­laug­ar­inn­ar í Sand­gerði sem mun gera aðstöðu starfs­fólks en betri og tryggja þannig meira ör­yggi sund­laug­ar­gesta.

Ný­lega var samþykkt í bæj­ar­ráði Suður­nesja­bæj­ar að fara af stað með frí­stunda­akst­ur í sveit­ar­fé­lag­inu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að auk­inni þátt­töku ung­menna í íþrótt­um.

Í mál­efna­samn­ingi B- og D-lista kem­ur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkun­ar með bygg­ingu gervi­grasvall­ar þar sem horft verði til framtíðar við hönn­un hans og gert verði ráð fyr­ir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er mark­visst að þess­ari fram­kvæmd og er nú í gangi grein­ing­ar­vinna um staðsetn­ingu vall­ar­ins sem á að ljúka á allra næstu miss­er­um. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetn­ingu hans til þess að upp­bygg­ing geti haf­ist.

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. október 2023.

Categories
Greinar Sveitarstjórnarfólk

Menntun og vel­sæld barna í fyrsta sæti

Deila grein

28/09/2023

Menntun og vel­sæld barna í fyrsta sæti

Sveitarfélag í örum vexti er eins og unglingur með vaxtarverki. Unglingurinn er hvattur áfram í þeirri vissu að þetta sé tímabil sem komast muni yfir, það er hlúð að honum eins og frekast er unnt. Framkvæmdir við þriðja áfanga stækkunar grunnskólans eru vel á veg komnar. Þegar þetta er ritað eru nemendur við skólann 445 talsins, fjölgun nemenda nam 10% árið 2021 og 5,6% árið 2022. Haustið 2025 er von á stórum árgangi í 1. bekk eða nemendafjölda sem nemur þremur bekkjum í árgangi.

Í áfanga þessum sem nú er byggður er mötuneyti skólans stækkað en í dag skiptist hádegishlé í fimm holl, auk þess að nemendur í 2. og 5. bekk borða þrjá – fjóra daga í sinni heimastofu. Í þriðja áfanga bætist við auk mötuneytis, sérfræðingarými, aðstaða skólahjúkrunarfræðings, sér- og stuðningsdeild, aðstaða fyrir starfsfólk mötuneytis, salur og þrjár minni kennslustofur. Þriðji áfangi Grunnskólans í Hveragerði er hluti af fjárfestingaráætlun bæjarins fyrir árin 2023-2026. Áætlunin var samþykkt, á 555. fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 8. desember 2022, með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en minnihlutinn D- listi sat hjá við afgreiðsluna.

Nemendur, starfsfólk, stjórnendur og aðrir hagaðilar hafa sýnt mikið æðruleysi gagnvart þeim húsnæðisskorti sem við búum við í dag og eiga miklar þakkir skyldar fyrir samstarfsviljann. Allir hafa lagst á eitt við það að láta hlutina ganga upp og þreyja þorrann þar til aðstaðan verður betri en áætluð verklok stækkunar grunnskólans í Hveragerði er árið 2025. Menntun og velsæld barna er í fyrsta sæti!

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði.

Greinin birtist fyrst á visir.is 27. september 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Ójafn leikur í samkeppni við innflutning

Deila grein

01/09/2023

Ójafn leikur í samkeppni við innflutning

Um þess­ar mund­ir eru bænd­ur að fara að sækja fé sitt af fjalli og skila inn til slátr­un­ar. Heil­næm­ari fæðu er vart að finna í heim­in­um en ís­lenskt lamba­kjöt. Íslenska sauðféð býr við aðstæður sem eru ein­stak­ar og þekkj­ast ekki víðast hvar. Villi­bráðin sem lif­ir úti í nátt­úr­unni og drekk­ur ís­lenska lind­ar­vatnið. Í land­búnaði hér­lend­is eru sýkla­lyf og eit­ur­efni ekki mæl­an­leg.

Í vor fékk ís­lenskt lamba­kjöt upp­runa­vott­un frá Evr­ópu­sam­band­inu. Um er að ræða vott­un með til­vís­un til upp­runa eða „Protected Designati­on Of Orig­in“ (PDO), og fær ís­lenskt lamba­kjöt nú að bera merki vott­un­ar­inn­ar í markaðssetn­ingu. Það á að stuðla að neyt­enda­vernd, auka virði afurða og koma í veg fyr­ir órétt­mæta viðskipta­hætti.

Inn­flutn­ing­ur á lamba­kjöti hef­ur færst í vöxt á und­an­förn­um árum og er það bæði selt í mat­vöru­versl­un­um hér­lend­is og einnig á veit­inga­markaði, meðal ann­ars mötu­neyt­um og veit­inga­hús­um. Færst hef­ur í vöxt að minni kjötvinnsl­ur kaupi slík­ar afurðir og end­ur­selji á veit­inga­markaði, þíði kjötið sem kem­ur frosið til lands­ins, leggi í krydd­lög og selji svo til stór­eld­húsa og mat­vöru­versl­ana.

Slíkt at­hæfi get­ur verið afar vill­andi fyr­ir neyt­end­ur, þar sem pakkn­ing­ar sem er­lenda lamba­kjötið eru í eru oft á tíðum með ís­lensk­um fánarönd­um eða alla­vega ís­lenskt nafn á kjötvinnsl­unni.

Þú, sem neyt­andi, get­ur ekki verið þess full­viss þegar þú borðar á veit­inga­húsi eða í mötu­neyti á þínum vinnustað að lamba­kjötið sé frá Íslandi. Þetta er sá veru­leiki sem við búum við í dag.

Fjög­ur fyr­ir­tæki skiptu með sér toll­kvóta fyr­ir inn­flutn­ing á 345.000 kg af kinda- eða geita­kjöti á tíma­bil­inu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Meðal­verð toll­kvót­ans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk út­hlutað 280.929 kg, Ekr­an ehf. fékk 40.000 kg, Innn­es ehf. 20.000 kg og Sam­kaup 4.071 kg.

Á tíma­bil­inu frá júlí 2022 til og með fe­brú­ar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geita­kjöti verið flutt hingað til lands, lang­mest, eða 14.209 kg, frá Spáni.

Hækka þarf taf­ar­laust tolla á inn­flutt lamba­kjöt til þess að verja ís­lenska bænd­ur sem eru að berj­ast fyr­ir til­vist sinni á markaðnum þar sem inn­flytj­end­ur vinna mark­visst að því að und­ir­bjóða ís­lenska bænd­ur.

Með því að setja skorður á inn­flutn­ing­inn og hækka vernd­artolla stuðlum við sem þjóð að betri starfs­skil­yrðum bænda og vinn­um mark­visst að því að tryggja sjálf­bærni og um leið fæðuör­yggi ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31.ágúst 2023.

Categories
Fréttir

Skráning í málefnastarf

Deila grein

06/06/2023

Skráning í málefnastarf

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu allra sem skráð eru í Framsókn til þess að taka þátt í málefnastarfi flokksins. Vinnan fer fram undir forystu málefnanefndar.

Málefnanefnd
Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með málefnastarfi og stefnumótunarvinnu Framsóknarflokksins.
Málefnanefnd skipa:
Þórir Haraldsson, formaður, aðalmenn: Gunnar Már Gunnarsson, Gunnar Ásgrímsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Varamenn: Anton Kristinn Guðmundsson og Alex Björn Bulow Stefánsson.

Tekið er við skráningum inn á heimasíðu Framsóknar sem má nálgast með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Categories
Fréttir

Ný stjórn Framsóknar í Hveragerði

Deila grein

26/05/2023

Ný stjórn Framsóknar í Hveragerði

Aðalfundur Framsóknarfélags Hveragerðis fór fram 24. maí s.l. í Reykjadalsskála í Hveragerði.

Á aðalfundinum var gerð sú lagabreyting að sætum í stjórn var fjölgað úr þremur í fimm. Nýkjörna stjórn skipa, frá vinstri: 

Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir, Sæbjörg Lára Másdóttir, Marta Rut Ólafsdóttir, Lóreley Sigurjónsdóttir og Arnar Ingi Ingólfsson.

Ástæða er til að óska nýkjörinni stjórn til hamingju með kjörið og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi öflugu og kröftugu starfi Framsónarmanna í Hveragerði.

Aðalfundur félags Framsóknar í Hveragerði fór fram í Reykjadalsskála í kvöld. Ný fimm manna stjórn var kosin á…

Posted by Framsókn í Hveragerði on Miðvikudagur, 24. maí 2023
Categories
Fréttir

Fundur um málefni ferðaþjónustunnar

Deila grein

16/05/2023

Fundur um málefni ferðaþjónustunnar

Stjórn sveitarstjórnarráðs Framsóknar boðar til fjarfundar með sveitarstjórnarfólki Framsóknar um málefni ferðaþjónustunnar.

Frummælendur verða Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála og varaformaður Framsóknar, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar og Elías B. Gíslason forstöðumaður hjá Ferðamálastofu.

Ráðherra mun fjalla um mikilvægi ferðaþjónustunnar og vinnu við ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun. Jóhannes mun ræða framtíðarhorfur og nýtt mælaborð ferðaþjónustunnar, en Elías fjallar um ferðamálin frá sjónarhóli Ferðamálastofu.

Fundurinn verður haldinn á TEAMS þriðjudaginn 23. maí kl 20:00.

Þau sem eru áhugasöm að sækja fundinn eru beðin að skrá sig með því að senda póst á framsokn@framsokn.is.

Categories
Fréttir

Aðalfundur Framsóknar í Hveragerði

Deila grein

15/05/2023

Aðalfundur Framsóknar í Hveragerði

Aðalfundur Framsóknar í Hveragerði verður haldinn miðvikudaginn 24. maí í Reykjadalsskála í Hveragerði. Á dagskrá veru venjuleg aðalfundarstörf.

Áhugasöm um þátttöku í starfinu er bent á að hafa samband við Mörtu Rut Ólafsdóttur, formann félagsins, með því að senda tölvupóst á martarut91@gmail.com.

Bestu kveðjur,
stjórn Framsóknar í Hveragerði

Categories
Greinar

Vaxtarsvæðið Suðurnes – þjónusta ríkisins þarf að fylgja með

Deila grein

12/05/2023

Vaxtarsvæðið Suðurnes – þjónusta ríkisins þarf að fylgja með

Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða 929 manns. Íbúa fjöldinn á svæðinu vex ásmegin. Fólk kýs að flytja til suðurnesja frá höfuðborgarsvæðinu í leit að hagstæðara verði á íbúðarhúsnæði, friðsælla umhverfi sem er í nærumhverfi við náttúruna, enda eru suðurnes einstök með allri sinni náttúrudýrð og margir sem kjósa ekki búsetu í allri þeirri umferð og þéttingu sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Því hefur verið beint til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að eiga nægilegt lóðaframboð til að mæta eftirspurn sem ríkir á húsnæðismarkaði slík uppbygging kallar einnig á aukna þjónustuþætti að hálfu sveitarfélaga sem er mjög kostnaðarsöm  fyrir utan gatnagerð má nefna stækkun grunnskóla, nýbyggingar á mannvirkjum t.d leikskólum, íþróttasvæðum og svo mætti lengi telja.

Alþingi þarf líka að horfa til suðurnesja, því ber að fagna að Innviðarráðherra hefur sett tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns á dagskrá og er áætlað að sú framkvæmd verði tilbúin sumarið 2026.
En betur má en duga skal, vaxandi samfélag eins og á suðurnesjum þurfa líka aukið fjármagn til heilbrigðismála, menntamála og í málefnum fatlaðs fólks, en málefni fatlaðra er nú alfarið kominn yfir til sveitarfélaga, sá málaflokkur er  algjörlega vanfjármagnaður að hálfu ríkisins og sveitarfélög sitja uppi með gríðarlegan kostnað eftir þá yfirfærslu.

Það sem brennur á suðurnesjamönnum öllum er aukið fé til heilbrigðismála og efling heilsugæslunnar á svæðinu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er staðsett í Suðurnesjabæ með öllum þeim tilburða mikla ferðamanna straumi, Aukning ferðamanna ásamt fjölgjun íbúa á svæðinu hefur sett gríðarlegt álag á HSS í Reykjanesbæ. Það hefur orðið til þess að íbúar á Suðurnesjum sitja á hakanum eftir þjónustu í heimabyggð.

Það er algjörlega fráleitt að næst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum Suðurnesjabær sem telur nú um 4000 íbúa hafi enga heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki heilsugæslu né hjúkrunarheimili, þessu þarf að breyta og stuðla þannig að bættri þjónustu við íbúa á svæðinu og færa fólkinu sem býr á suðurnesjum aukið aðgengi að grunnþáttum samfélagsins sem snýr að ríkinu.

Anton Guðmundsson oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.

Categories
Fréttir

Vorfundur miðstjórnar

Deila grein

11/05/2023

Vorfundur miðstjórnar

Landsstjórn Framsóknar hefur samþykkt að boða til vorfundar miðstjórnar föstudaginn 2. júní næstkomandi. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, en að fundi loknum verður móttaka fyrir miðstjórnarfulltrúa að Hverfisgötu 33.

Við viljum ítreka að aðalmenn í miðstjórn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu eða forföll til skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Mikilvægt er að vita um forföll í tíma til að geta boðað varamenn á fundinn.

Þá viljum við biðja þá fulltrúa sem skrá sig að taka fram hvort þeir sjá fram á að taka þátt í kvöldverðarhlaðborði á Grand Hótel.

Fulltrúar greiða sjálfir fyrir matinn við mætingu á fundinn, verð á mann er 6.900 kr.

Þá minnum við á að eftir lagabreytingu flokksins þá er allt sveitarstjórnarfólk Framsóknar sjálfkjörið í miðstjórn.

Drög að dagskrá fundarins:

18:00– Setning fundarins

18:05 – Kosning fundarstjóra og ritara

18:10 –Ræða formanns – Sigurður Ingi Jóhannsson 

18:25 – Ræða varaformanns – Lilja Dögg Alfreðsdóttir 

18:35 – Yfirlit yfir málefna- og innrastarf – Ásmundur Einar Daðason 

18:45 – Almennar stjórnmálaumræður 

20:15 – Kvöldverður á Grand Hótel Reykjavík

21:30 – Móttaka að Hverfisgötu 33 

Categories
Fréttir Greinar

Hvar liggur björgunarviljinn?

Deila grein

11/05/2023

Hvar liggur björgunarviljinn?

Allt frá árinu 2019 hefur verið í bígerð tilraunaverkefni um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu með það að markmiði að veita bráðveikum og slösuðum sérhæfða þjónustu með sem skjótustum hætti. Árið 2019 var heilbrigðisráðherra ásamt fjármála- og efnahagsráðherra falið í ríkisstjórn að útfæra fjármögnun og tímasetningu verkefnisins. Síðan eru liðin á að verða fjögur ár en ákveðið var að bíða með verkefnið þegar heimsfaraldur Covid skall á.

Fjármögnun ekki tryggð

Í haust hafði undirrituð í hyggju að setja fram þingsályktunartillögu um tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi, búið var að óska eftir meðflutningsmönnum þegar ég ákvað að draga tillöguna til baka þar sem ég hafði fréttir af því innan úr heilbrigðisráðuneytinu að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra væri á fullu við að vinna að slíku tilraunaverkefni um sjúkraþyrlur í samræmi við tillögur sem Svandís Svavarsdóttir kynnti í ríkisstjórn árið 2019. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafði þegar skipaði samráðshóp samkvæmt tillögu starfshóps frá 2018, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. En því miður hafa þær tillögur og hugmyndir sem þar hafa komið fram runnið út í sandinn þar sem fjármálaráðherra hefur ekki haft vilja til þess að tryggja fjármögnun verkefnisins. En tilraunaverkefni um sérhæfða sjúkraþyrlu hefur verið lagt fram í fjármálaáætlun síðustu tveggja ára en fjármögnun verkefnisins hefur ekki verið samþykkt. Eðli málsins samkvæmt getur heilbrigðisráðherra ekki tekið verkefnið lengra meðan fjármálaráðherra hefur ekki vilja til þess að tryggja því fjármögnun.

Það þarf að dekka álagssvæði

Landhelgisgæslan sinnir mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi og almenningur í landinu vill standa vörð um hana líkt og bersýnilega kom fram þegar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlaði sér í vetur að selja eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar vegna fjárskorts. Almenningur í landinu vill heldur sjá verkefni landhelgisgæslunnar efld heldur en hitt, enda hefur hún löngum sannað mikilvægi sitt. Í fyrirspurn minni til heilbrigðisráðherra á síðasta þingi kom fram að fyrrgreindur starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra sem skilaði af sér skýrslunni Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi í ágúst 2018 var sammála um mikilvægi þess að efla sjúkraflutninga með þyrlum en ekki um leiðir að því marki. Meirihlutinn, eða fimm af sjö meðlimum, vildi ná markmiðinu með þyrlum LHG sem einnig sinna leit og björgun en minnihlutinn vildi starfrækja sérstaka sjúkraþyrlu utan Landhelgisgæslunnar.

Sú sem hér skrifa telur afar mikilvægt að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu í dreifbýli, sér í lagi á álagssvæðum líkt og á Suðurlandi en útköll á svæðinu vegna slysa og bráðra veikinda hafa aukist verulega vegna sí stækkandi hóps ferðamanna á svæðinu. Yfir sumartímann ríflega þrefaldast fólksfjöldi landshlutans og það á þeim tíma sem sérfræðingar á sjúkrastofnunum eru margir hverjir í sumarfríum og erfitt reynist að tryggja mönnun reynslumikilla starfsmanna á þessu víðfeðma svæði. Ef ekki er hægt að fjármagna sjúkraþyrlu á svæðinu má velta upp þeim möguleika að bæta við starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Suðausturlandi en þannig mætti dekka enn stærra svæði en hægt er í dag og þar með efla björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Það þarf líka að tryggja að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar fái tafarlaust viðhald og viðgerðir þegar svo ber við og að þær séu allar nothæfar. Það skortir ekki vilja eða frumkvæði af hálfu heilbrigðisráðherra í þessu máli og er vel tilbúinn að setja slíkt verkefni af stað. Boltinn er nú hjá fjármálaráðherra sem þarf að svara hvort og þá hvenær hann muni tryggja fjármögnun á sjúkra- eða björgunarþyrlum.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á Vísi 11. maí 2023.