Categories
Fréttir Uncategorized

Móðurmál – samtök um tvítyngi fá styrk

Deila grein

19/09/2022

Móðurmál – samtök um tvítyngi fá styrk

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur styrkt samtökin Móðurmál um 15 milljónir króna. Styrkurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna barna á flótta og barna af erlendum uppruna.

Móðurmál eru samtök um tvítyngi sem kenna móðurmál önnur en íslensku, styðja við og taka þátt í rannsóknum á virku tvítyngi í samfélaginu. Þau hafa boðið upp á kennslu fyrir fjöltyngd börn á yfir 20 tungumálum frá árinu 1994.

Óttarr Ólafur Proppé, stjórn Móðurmáls og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra

Fyrr í vikunni lauk mennta- og barnamálaráðuneytið úthlutun styrkja til sveitarfélaga vegna móttöku barna á flótta. Stuðningurinn var veittur tímabundið til að styðja við fjölbreytt tómstunda- og menntunarúrræði fyrir börnin og undirbúning skólastarfs í haust.

Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi.

Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 16. september 2022.

Mynd: Stjórnarráðið

Categories
Fréttir Uncategorized

Um 9 milljarða kvikmyndaverkefni til Íslands

Deila grein

12/09/2022

Um 9 milljarða kvikmyndaverkefni til Íslands

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra leiddi sendinefnd á vegum Íslandsstofu og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) með áherslu á kvikmyndir og tónlist. Markmið ferðarinnar er að kynna Ísland sem áfangastað sköpunar, kynna íslenska menningu og hvetja til erlendrar fjárfestingar í skapandi greinum á Íslandi.

Í Stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu skapandi greinum. Jafnframt er ítrekað í stefnu stjórnvalda að kvikmyndagerð geti orðið enn mikilvægari þáttur í íslensku atvinnu- og menningarlífi. Ljóst er að tækifærin innan greinarinnar eru mikil og hafa áhrif á atvinnu um allt land. Í því ljósi kynnti ráðherrann Ísland sem ákjósanlegan fjárfestingakost í skapandi greinum og fór yfir sterka stöðu landsins efnahagslega. Meðal umræðuefna á fundnum ráðherra með fyrirtækjunum voru tækifæri og áskoranir í kvikmyndagerð ásamt þeim tækifærum sem felast í skapandi greinum á Íslandi. Nýleg hækkun úr 25% í 35% á endurgreiðslu framleiðslukostnaðar í kvikmyndagerð, sem samþykkt var á Alþingi í vor, var kynnt fulltrúum fyrirtækjanna og geta Íslands til að takast á við stór kvikmyndaverkefni rædd.

Eitt af dótturfyrirtækjum Universal, HBO max, tilkynnti í sumar um að þáttaröðin True Detective verði tekin upp á Íslandi. Um er að ræða stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar en umfang þess er áætlað um 9 milljarðar króna en tökur munu standa yfir í 9 mánuði.

,,Ég finn fyrir miklum meðbyr hér í Los Angeles með þeim aðgerðum sem við höfum verið að hrinda í framkvæmd á undanförnum misserum til þess að efla skapandi greinar á Íslandi. Verkefnið True Detective er stærsta erlenda fjárfesting á sviði menningar í Íslandssögunni. Með skýrri sýn og margþáttuðum aðgerðum er okkur að takast að gera landið okkar að mjög álitlegum samstarfskosti í heimi kvikmyndanna. Alþjóðleg kvikmyndafyrirtæki eru tilbúin til þess að fjárfesta í stærri verkefnum til lengri tíma en þau gerðu. Það er gríðarlegur sigur fyrir íslenska menningu og efnahagslíf og staðfesting þess að það sem stjórnvöld eru að gera skiptir máli,’’ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Þá veitti ráðherra miðlunum Deadline, The Location Guide og Hollywood Reporter viðtöl þar sem hún fór yfir sýn sína um að gera Ísland að skapandi miðstöð milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 11. september 2022.

Mynd: Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Categories
Fréttir Uncategorized

Kynnti Ísland sem vænlegan tökustað fyrir Netflix

Deila grein

07/09/2022

Kynnti Ísland sem vænlegan tökustað fyrir Netflix

Umgjörð kvikmyndagerðar á Íslandi og hækkaðar endurgreiðslur vegna kostnaðar í kvikmyndagerð voru ræddar á fundi Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra með fulltrúum Netflix í Los Angeles ásamt því að kynna sér starfsemi fyrirtækisins.

Á fundinum fór ráðherra meðal annars yfir nýsamþykktar breytingar á lögum um endurgreiðslur framleiðslukostnaðar í kvikmyndagerð sem fela í sér hækkun úr 25% í 35% að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Markmið breytinganna er að laða að stærri erlend kvikmyndaverkefni sem alfarið verða unnin á Íslandi.

Breytingarnar eru liður í Kvikmyndastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem kynnt var árið 2020 en ýmsum aðgerðum í stefnunni hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd, allt frá vegvísi um sjálfbærni í kvikmyndagerð til nýrrar kvikmyndadeildar við Listaháskóla Íslands.

,,Ég hef sterka sannfæringu fyrir mikilvægi þess að búa skapandi greinum hagfelld skilyrði á Íslandi og stjórnvöld eru á slíkri vegferð. Nýleg hækkun á endurgreiðsluhlutfalli mun auka alþjóðlega samkeppnishæfni landsins í kvikmyndaheiminum og hafa jákvæð margfeldisáhrif á íslenskt samfélag. Í kvikmyndagerð eru fjölmörg spennandi og vel launuð störf, sem skemmtilegt er að takast á við. Ísland hefur margt fram að færa á þessu sviði, góða innviði og mannauð ásamt stórbrotinni náttúru,’’ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Fundurinn er hluti af ferð ráðherra til Los Angeles sem skipulögð er af Íslandsstofu og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) með áherslu á kvikmyndir og tónlist. Markmið ferðarinnar er að kynna Ísland sem áfangastað sköpunar, kynna íslenska menningu og hvetja til erlendrar fjárfestingar í skapandi greinum á Íslandi.

Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 7. september 2022.

Mynd: Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Categories
Fréttir Uncategorized

Haustfundur miðstjórnar Framsóknar

Deila grein

05/09/2022

Haustfundur miðstjórnar Framsóknar

Landstjórn Framsóknar samþykkti í vor að boða til haustfundar miðstjórnar í Norðvestur kjördæmi og var 12. – 13. nóvember fyrir valinu. Fundurinn verður haldinn í Edinborgarhúsinu og hefst kl. 10:00 á laugardagsmorgun og stendur fram yfir hádegi á sunnudeginum. Kvöldverðarhóf verður á laugardagskvöldinu.

Hægt verður að fá gistingu á Hótel Ísafirði og Holt Inn.

Hægt er að panta gistingu á Hótel Ísafirði með því að senda tölvupóst á  lobby@hotelisafjordur.is kóðinn er „fundur Framsóknar“. 

Til að bóka á Holt Inn senda tölvupóst á holtinn@holtinn.is „Framsókn“. 

Upplýsingar um gistinguna:

Hótel Ísafjörður:

•              tveggja manna herbergi 20.000.- m/morgunmat nóttin

•              eins manns herbergi 16.500 m/morgunmat nóttin

https://isafjordurhotels.is/

Holt Inn:

•              Um þrjár herbergistegundir er að ræða, verðin eru eftirfarandi með morgunmat: 15.173.-, 16.618.- og 19.508.- 

Við hvetjum fólk til að panta sem fyrst til þess að hægt sé að bregðast við ef tryggja þarf fleiri herbergi.

Aðalmenn í miðstjórn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu eða forföll til skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Mikilvægt er að vita um forföll í tíma til að geta boðað varamenn á fundinn.

Á haustfundi skal taka félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu. 

Fastanefndir miðstjórnar munu flytja skýrslu um störf sín og jafnframt skulu miðstjórnarmenn kjósa úr sínum hópi til eins árs í senn:

a) fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara og

b) fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.

Fræðslu- og kynningarnefnd. 

Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur skv. a-lið gr. 10.4. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með framkvæmd kynningar- og fræðslumála Framsóknarflokksins.

Málefnanefnd. 

Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur skv. b-lið gr. 10.5. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með málefnastarfi og stefnumótunarvinnu Framsóknarflokksins.

Miðstjórnarmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í þessar nefndir og senda framboð á netfangið framsokn@framsokn.is.

Framsókn

Categories
Fréttir Uncategorized

Þingmenn Framsóknar í Norðaustur kjördæmi bjóða í kaffispjall

Deila grein

15/08/2022

Þingmenn Framsóknar í Norðaustur kjördæmi bjóða í kaffispjall

Categories
Uncategorized

Geðheilbrigði er lýðheilsumál

Deila grein

20/06/2022

Geðheilbrigði er lýðheilsumál

Á lokadögum þingsins var stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 samþykkt. Stefnan ber með sér að rík áhersla er lögð á grunngildi sem hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu á félagslegum grunni og stuðning í heilsueflingu á öllum æviskeiðum.

Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að auka skuli áherslu á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðisþjónustu. Ýmsu hefur verið áorkað undanfarin ár en ljóst er að enn skortir heildstæða og samhæfða nálgun í geðheilbrigðismálum. Það á við allt frá geðrækt, forvörnum og snemmbærum úrræðum til geðheilbrigðisþjónustu á öllum stigum og á milli velferðarþjónustukerfa og við dómskerfi.

Stefnan tekur mið af framangreindu og er sett fram með hliðsjón af fjórum kjarnaþáttum og áherslum, sem munu endurspeglast í þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðuneytið mun móta.

Það skiptir miklu máli að við leggjum áherslu á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og tryggjum að úrræði verði til staðar sem veitir viðeigandi þjónustu til þeirra barna sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Aukin þekking og reynsla hefur leitt af sér aukinn skilning á mikilvægi þessa tímabils í lífi einstaklinga.

Gagnreyndar og fyrirbyggjandi aðgerðir

Hvaða varðar geðheilsu og vellíðan er mikilvægt að litið verði til fyrstu 1000 daga barnsins, sbr. skýrslu landlæknis um framtíðarsýn og tillögur að aðgerðum frá því í júní árið 2021.Í henni eru lagðar fram aðgerðir sem brýnt er að ráðast í á næstu árum. Þá er einnig mikilvægt að skoða sóknarfæri til að efla geðheilsu í æsku og líta þar til verndandi þátta sem vega hvað þyngst hvað hana varðar er tengjast æskuárunum.

Varðandi gagnreyndar og fjölbreyttar aðferðir við meðferð geðraskana er mikilvægt að nýta í ljósi bestu þekkingar sem fyrir hendi er hverju sinni. Auk þess ber að leggja áherslu á þverfaglega mönnun og fjölgun fagstétta. Heildræn geðheilbrigðisþjónusta á að vera samþætt og byggð á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu.

Notendasamráð og mælaborð geðheilsu

Stefnan gerir ráð fyrir stofnun Geðráðs þar sem allir helstu hagsmunaaðilar, stjórnvöld, fagfólk, notendur og aðstandendur koma saman og fjalla um málaflokkinn. Lagt er áherslu á að samhliða stofnun þess taki upp svokallað mælaborð geðheilsu. Slíkur gagnagrunnur væri til þess fallinn að auðvelda vinnslu og aðgengi að upplýsingum um geðheilbrigðismál og átta sig betur á stöðunni hverju sinni.

Með framtíðarsýn að leiðarljósi

Hér er um mikilvægt framfararskref að ræða og með samþykkt þessarar stefnu í geðheilbrigðismálum erum við að senda skýr skilaboð.

Skilaboð um að við ætlum að fjárfesta í geðheilsu fólks. Fjárfesta í fólki. Það skiptir máli að við tökum utan um þennan málaflokk af festu með framtíðarsýn að leiðarljósi.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

Greinin birtist fyrst á visir.is 16. júní 2022.

Categories
Greinar Uncategorized

Bréf frá Íslandi

Deila grein

13/06/2022

Bréf frá Íslandi

Um þess­ar mund­ir er þess minnst að 250 ár eru liðin frá merk­um vís­inda­leiðangri sem Eng­lend­ing­ur­inn sir Joseph Banks leiddi til Íslands árið 1772. Með hon­um í för og einna fremst­ur þeirra vís­inda­manna sem þátt tóku í leiðangr­in­um var hinn sænski Daniel Soland­er, nátt­úru­fræðing­ur og fyrr­ver­andi nem­andi Linnæ­us­ar við Upp­sala­há­skóla.

Daniel Soland­er fædd­ist árið 1733 í Norður­botni og það kom brátt í ljós að hann var góðum hæfi­leik­um bú­inn. Soland­er er lýst af sam­tíma­fólki sem vin­sæl­um og heill­andi manni sem klædd­ist iðulega lit­rík­um fatnaði. Að loknu námi í Upp­söl­um leiddi vís­inda­starfið Soland­er til Lund­úna þar sem hann hóf störf við Brit­ish Muse­um sem sér­fræðing­ur í flokk­un­ar­kerfi Linnæ­us­ar. Í kjöl­farið varð hann jafn­framt sam­starfsmaður Josephs Banks, hins fræga enska nátt­úru­fræðings. Áður en af Íslands­för­inni varð tóku þeir Banks meðal ann­ars þátt í mikl­um land­könn­un­ar­leiðangri um Kyrra­hafið með Cook kaf­teini og varð Soland­er þá fyrst­ur Svía til að sigla um­hverf­is hnött­inn.

Sir Lawrence, skipið sem bar leiðang­urs­menn frá Bretlandi, sigldi þann 29. ág­úst inn Hafn­ar­fjörð. Soland­er hélt rak­leiðis til Bessastaða á fund stift­amt­manns og amt­manns og hétu emb­ætt­is­menn­irn­ir full­um stuðningi við leiðang­ur­inn. Sir Lawrence fékk m.a. leyfi til að kasta akk­er­um í Hafnar­f­irði, en til þess þurfti leyfi vegna ein­ok­un­ar­versl­un­ar Dana sem enn var við lýði.

Ferðalöng­un­um var tekið með kost­um og kynj­um hér á landi. Þeir nutu fé­lags­skap­ar frammámanna í sam­fé­lag­inu, stunduðu nátt­úru­rann­sókn­ir, söfnuðu ýms­um rit­heim­ild­um og skrá­settu jafn­framt líf og aðbúnað í land­inu í máli og mynd­um. Einn af hápunkt­um leiðang­urs­ins var ferð um Suður­land þar sem m.a. var gengið á Heklu.

Hinn 9. októ­ber 1772 sigldi Sir Lawrence aft­ur frá Hafnar­f­irði og áleiðis til Bret­lands með gögn um nátt­úru, sam­fé­lag og sögu. Þessi til­tölu­lega stutta heim­sókn til Íslands markaði djúp spor.

Með í leiðangr­in­um til Íslands var Uno von Troil sem síðar varð erki­bisk­up í Upp­söl­um. Hann skrifaði bók um ferð þessa, Bref rör­ande en resa till Is­land eða Bréf frá Íslandi, sem var gef­in út árið 1777. Bók Uno von Troil var næstu ár á eft­ir þýdd á þýsku, ensku, frönsku og hol­lensku. Bók­in seld­ist vel og var prentuð í nokkr­um up­p­lög­um. Lýs­ing hans á Íslandi hafði mik­il áhrif í Evr­ópu 18. ald­ar og vakti áhuga ná­granna okk­ar á landi og þjóð.

Áhrifa leiðang­urs­ins varð ekki síst vart í Svíþjóð, þar sem Bréf frá Íslandi átti þátt í að skapa til­finn­ingu fyr­ir djúp­um tengsl­um þjóðanna, í gegn­um tungu­mál, sögu og menn­ingu. Sam­bland af sögu­legri teng­ingu Íslands og Svíþjóðar, for­vitni og fé­lags­lynd­um eig­in­leik­um Soland­ers og von Troils ásamt ein­stakri þekk­ingu þeirra skipti sköp­um fyr­ir leiðang­ur­inn. Menn­irn­ir tveir mynduðu sterk tengsl við ís­lensku gest­gjaf­ana í gegn­um sam­eig­in­leg­an bak­grunn í nor­rænu tungu­máli, menn­ingu og sögu.

Í sam­starfi við menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið mun sænska sendi­ráðið standa fyr­ir mik­illi dag­skrá tengdri rann­sókn­ar­ferð Daniels Soland­ers sem mun standa yfir í tvö ár með þátt­töku um 30 ís­lenskra sam­starfsaðila. Þema verk­efn­is­ins er Soland­er 250 – Bréf frá Íslandi. Tíma­móta­árið ein­kenn­ist af nánu sam­tali lista og vís­inda. Það er þver­menn­ing­ar­legt og opn­ar á sam­tal milli norður­skauts- og Kyrra­hafs­svæðis­ins og inn­an Norður­landa. Tíma­móta­árið lít­ur jafn­framt fram á við, inn í sam­eig­in­lega framtíð okk­ar. Verk­efnið snýst um sam­tal vinaþjóðanna Íslend­inga og Svía um sam­eig­in­lega sögu, sem og lofts­lag, nátt­úru og menn­ingu í fortíð, nútíð og framtíð.

Ein­stök lista­sýn­ing er horn­steinn tíma­móta­árs­ins. Í sam­starfi við Íslenska grafík hef­ur tíu ís­lensk­um lista­mönn­um verið boðið að hug­leiða Ísland, Soland­er og leiðang­ur­inn árið 1772. Lista­menn­irn­ir sem taka þátt í því eru Anna Lín­dal, Aðal­heiður Val­geirs­dótt­ir, Daði Guðbjörns­son, Gíslína Dögg Bjarka­dótt­ir, Guðmund­ur Ármann Sig­ur­jóns­son, Iré­ne Jen­sen, Laura Valent­ino, Soffía Sæ­munds­dótt­ir, Val­gerður Björns­dótt­ir og Vikt­or Hann­es­son. Tíu grafíklista­verk þeirra mynda sýn­ingu sem heit­ir Soland­er 250: Bréf frá Íslandi. Sýn­ing­in verður form­lega vígð í Hafnar­f­irði í ág­úst.

Sýn­ing þessi verður sýnd á ell­efu stöðum víðsveg­ar um Ísland ásamt lista­sýn­ing­unni Para­dise Lost – Daniel Soland­er’s Legacy og inni­held­ur verk eft­ir tíu lista­menn frá Kyrra­hafs­svæðinu sem áður hafa verið sýnd á Nýja-Sjálandi, í Ástr­al­íu og Svíþjóð. Þetta er ein­stak­ur viðburður, sam­tal í gegn­um list milli norður­slóða og Kyrra­hafs, hér á Íslandi. Von­ast er einnig til þess að þetta veki áhuga meðal hinna fjöl­mörgu er­lendu gesta Íslands. Auk þess er ætl­un­in, með öllu verk­efn­inu árin 2022 og 2023, að vekja áhuga og for­vitni barna á nátt­úru­vís­ind­um og stór­kost­legri flóru Íslands. Við send­um vissu­lega bréf frá Íslandi með þönk­um um list­ir og vís­indi, um menn­ing­ar­tengsl og um sam­eig­in­lega framtíð okk­ar!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og

Pär Ahlber­ger sendi­herra Svíþjóðar á Íslandi.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 11. júní 2022

Categories
Uncategorized

Framboðslistar Framsóknar 2022

Deila grein

12/05/2022

Framboðslistar Framsóknar 2022

Við í Framsókn göngum bjartsýn til þessara kosninga. Góður árangur næst sem fyrr með samstöðu og að allir leggist á eitt. Framsókn er stjórnmála­aflið til að standa við orð sín og gerðir. Við erum rétt að byrja!

AkranesAkureyri
Árborg

Blönduósbær og Húnavatnshreppur
Borgarbyggð
Dalvíkurbyggð
Fjarðabyggð
Garðabær

Grindavík
HafnarfjörðurHornafjörður
Húnaþing vestra
Hveragerði
Ísafjarðarbær
Kópavogur
Mosfellsbær
Múlaþing

Mýrdalshreppur
NorðurþingRangárþing eystraReykjanesbær
ReykjavíkSkagafjörðurÖlfus
Suðurnesjabær
Vopnafjörður
Categories
Uncategorized

Að kjósa utan kjörfundar

Deila grein

05/05/2022

Að kjósa utan kjörfundar

Allir þeir sem ekki komast á kjörstað þann 14. maí nk. geta kosið utankjörfundar. Dómsmálaráðuneytið hefur undirbúið leiðbeiningarmyndbönd á íslensku og ensku um hvernig er kosið utan kjörfundar í sveitarstjórnarkosningum.

Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt. Á vefsíðu sýslumanna má sjá hvar og hvenær hægt er að kjósa. Á höfuðborgarsvæðinu fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram í Holtagörðum á 2. hæð.

Opnunartími í Holtagörðum er:
  • 2. maí – 13. maí, kl. 10:00-22:00.

Á kjördag laugardaginn 14. maí verður opið frá kl. 10:00-17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Kjörstaðir erlendis:

Þau sem eru erlendis geta kosið á  skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns. Á vef utanríkisráðuneytisins eru að finna frekari upplýsingar.

Kjörstaðir á stofnunum:

Hægt er að kjósa á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsum. Tilkynnt verður um slíka kosningu á hverju heimili, sjúkrahúsi eða stofnun fyrir sig.

Kjósandi, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann geti kosið á sjúkrahúsi, dvalarheimili, fangelsi eða á stofnun. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og bera fram við sýslumann eigi síðar en kl. 10. tveimur dögum fyrir kjördag.

Categories
Uncategorized

Sveitarstjórnarframboð – hlekkir á framboðin

Deila grein

03/05/2022

Sveitarstjórnarframboð – hlekkir á framboðin

Akranesheimasíðastefnuskrá

Akureyriheimasíðastefnuskrá

Árborg

Borgarbyggð

Blönduós og Húnavatnshreppur

Dalvíkurbyggð

Fjarðabyggð – heimasíða – stefnuskrá

Garðabær

Grindavíkheimasíðastefnuskrá

Hafnarfjörður

Hornafjörður

Húnaþing vestra – heimasíða – stefnuskrá

Hveragerði

Ísafjarðarbær – heimasíða – stefnuskrá

Kópavogur

Mosfellsbær

Múlaþing

Norðurþing – heimasíða – stefnuskrá

Mýrdalshreppur

Rangárþing eystraheimasíðastefnuskrá

Reykjanesbær

Reykjavík

Skagafjörður – heimasíða – stefnuskrá

Suðurnesjabær – heimasíða – stefnuskrá

Vopnafjarðarhreppur

Ölfus