Categories
Fréttir

Skráning í málefnastarf

Deila grein

06/06/2023

Skráning í málefnastarf

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu allra sem skráð eru í Framsókn til þess að taka þátt í málefnastarfi flokksins. Vinnan fer fram undir forystu málefnanefndar.

Málefnanefnd
Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með málefnastarfi og stefnumótunarvinnu Framsóknarflokksins.
Málefnanefnd skipa:
Þórir Haraldsson, formaður, aðalmenn: Gunnar Már Gunnarsson, Gunnar Ásgrímsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Varamenn: Anton Kristinn Guðmundsson og Alex Björn Bulow Stefánsson.

Tekið er við skráningum inn á heimasíðu Framsóknar sem má nálgast með því að smella á hlekkinn hér að neðan.