Categories
Greinar

Ísland er meira en bara höfuðborgarsvæðið

Deila grein

07/12/2023

Ísland er meira en bara höfuðborgarsvæðið

Ný­lega birti Byggðastofn­un nýj­ar töl­ur um íbúa­fjölda sveit­ar­fé­laga og byggðar­kjarna og kom þar fram að íbú­ar á Íslandi eru 387.758 og þar af búa 369.048 (95%) í byggðar­kjörn­um og 18.710 (5%) í dreif­býli.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 240.882 íbú­ar (64% lands­manna) en 135.366 (36%) búa utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Íbúum lands­ins fjölgaði um 11.510 (3,1%) á ár­inu 2022 en mest fjölg­un varð á Suður­nesj­um (6,7%) og á Suður­landi (4,2%). Þegar rýnt er í þess­ar töl­ur má sjá að íbú­um lands­byggðar fer fækk­andi og straum­ur­inn ligg­ur all­ur á suðvest­ur­hornið. Ég tel að það sé mik­il­vægt að við höld­um öllu land­inu í byggð og ger­um fólki kleift að velja sér bú­setu í land­inu þar sem það vill búa og stuðla þannig að blóm­legri byggð um allt Ísland. Nú­tímaþjóðmá­laum­ræða snýst að öllu leyti um höfuðborg­ar­svæðið en landið er svo miklu meira en bara borg.

Mikið hef­ur verið talað um að lóðafram­boð sé af skorn­um skammti á höfuðborg­ar­svæðinu og einnig um að sam­göng­ur á því svæði séu komn­ar að þol­mörk­um, ásamt því er óbæri­leg bið fyr­ir fjöl­skyldu­fólk að koma börn­um sín­um að í dag­vist­unar­úr­ræði, t.d. leik­skóla.Auk­in lífs­gæði fólg­in í því að búa á lands­byggðinni

Er það í raun þannig að við þurf­um að hrúga öllu fólki, fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um á sama blett­inn á land­inu? Ég tel svo ekki vera, við erum fá­menn þjóð í stóru landi.

Lands­byggðin býður upp á auk­in lífs­gæði, auk­in tæki­færi sér­stak­lega fyr­ir ungt fólk sem hef­ur sótt sér þekk­ingu og mennt­un, lands­byggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mik­il lífs­gæði að þurfa ekki að sitja fast­ur í bíl á milli staða, koma barn­inu sínu með skjót­um hætti í leik­skóla og eiga mögu­leika á að eign­ast hús­næði á viðráðan­legu verði.Við þurf­um breytta byggðastefnu

Það er hægt að efla lands­byggðina með ýms­um hætti, með fram­taki ein­stak­linga, fyr­ir­tækja og op­in­berra stofn­ana. Það er sam­fé­lags­leg ábyrgð fyr­ir­tækja að halda nú­ver­andi starf­semi sinni á lands­byggðinni og einnig sækja fram. Kerec­is á Ísaf­irði er gott dæmi um það. Einnig má hið op­in­bera gera mun bet­ur í þess­um efn­um með því að færa í aukn­um mæli stofn­an­ir út á land, það er vel hægt með nú­tíma­tækni.

Með sam­vinnu­hug­sjón­ir að leiðarljósi bæði efl­um við og styrkj­um lands­byggðina með því að hafa trú á lífi í öll­um byggðar­kjörn­um á Íslandi.

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. desember 2023