Fréttir
Framsæknir fætur hefja göngu sína!
Gönguhópurinn Framsæknir fætur er nýjung í starfi Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Ætlunin er að skipuleggja reglulegar göngur um kjördæmið þar sem Framsóknarmenn ganga saman, en samt ekki.
Stærsta kerfisbreytingin í málefnum barna á Íslandi í áratugi
„Allt frá því ég tók við ráðherraembætti hefur forgangsverkefni mitt verið að bæta enn frekar hvernig við þjónustum börn og fjölskyldur þeirra. Í víðtæku samráði og samstarfi fjölmargra aðila, leikinna, lærðra, innan þings og utan, hefur verið unnið að því í hartnær þrjú ár að smíða undirstöður undir kerfi sem tryggir að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á eigin ábyrgð milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana. Verkefnið er risavaxið og ég held að það sé óhætt að segja að við séum að horfa upp á stærstu kerfisbreytingu í þessum málaflokki á Íslandi undanfarna áratugi,” sagði Ásmundur Einar á opnum kynningarfundi í gær.
Framsóknar appið
Framsóknar appið er til að flokksmenn og áhugamenn um pólitík geti fylgst með fréttum og viðburðum sem Framsókn vill koma á framfæri. Einnig er hægt að sjá þau kjördæmi sem Ísland skiptist upp í og þá fulltrúa sem eru kjörnir fyrir hönd Framsóknar í hverju kjördæmi fyrir sig.
Páll Pétursson látinn
Páll var fæddur á Höllustöðum í Blöndudal 17. mars 1937. Foreldrar hans voru Pétur Pétursson (fæddur 30. nóvember 1905, dáinn 7. maí 1977) bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og kona hans Hulda Pálsdóttir (fædd 21. ágúst 1908, dáin 9. janúar 1995) húsmóðir. Páll giftist Helgu Ólafsdóttur 26. júlí 1959 en hún var fædd fædd 30. október 1937, dáin 23. maí 1988. Foreldrar hennar voru Ólafur Þ. Þorsteinsson og kona hans Kristine Glatved-Prahl. Páll giftist Sigrúnu Magnúsdóttur giftist Sigrúnu Magnúsdóttur 18. ágúst 1990 (fædd 15. júní 1944) alþingismaður, ráðherra og borgarfulltrúi í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson Scheving og kona hans Sólveig Vilhjálmsdóttir. Börn Páls og Helgu eru Kristín (1960), Ólafur Pétur (1962), Páll Gunnar (1967). Dætur Sigrúnar og stjúpdætur Páls eru Sólveig Klara (1971)og Ragnhildur Þóra (1975).
Framtíðin ræðst á miðjunni
„Framtíðin ræðst á miðjunni. Það vitum við og það held ég að flestir Íslendingar viti innst inni. Öfgar til hægri og vinstri eru eins og hver önnur tískusveifla. Öfgar til hægri nærast á öfgum til vinstri, þær ýkja ástand og sundra samfélögum. Okkar flokkur, okkar Framsókn, og stefna okkar boða umbætur en ekki byltingar. Við leiðum saman ólík öfl og ólíka hagsmuni til að samfélagið verði á morgun betra en það var í gær. Veturinn verður erfiður fyrir marga en með krafti samfélagsins, með krafti samvinnunnar þá mun hann verða auðveldari. Og eftir vetur kemur vor og þá verðum við vonandi aftur farin að faðma fólkið okkar og getum horft grímulaus fram á veginn.“
Frábært skref – menntastefna fyrir árin 2020-2030
„Stefnan er metnaðarfull og leiðarljós hennar eru þrautseigja, hugrekki, þekking og hamingja. Ég tel afskaplega mikilvægt að stefnan fái ítarlega og markvissa umfjöllun á Alþingi, en einnig að hún verði afgreidd hratt og vel þannig að hún fari að skila árangri sem fyrst. Við þurfum skýra menntastefnu á hverjum tíma,“ sagði Líneik Anna.
Er ekki boðið í hlaðborð bænda!
„Ágangur álfta og gæsa veldur bændum miklu fjárhagslegu tjóni. Bændur hafa reynt að verjast ágangi fugla með ýmsum hætti, bæði með sjónrænum og hljóðrænum aðferðum. Þær duga þó skammt þar sem fuglinn er fljótur að venjast fælunum og kemur fljótt aftur í tún og akra. Með vörnunum er aðeins verið að hrekja fuglana tímabundið af ákveðnum svæðum en þeir leita þá gjarnan til næsta bónda. Slík tilfærsla á vandamálinu er ekki skynsamleg lausn til lengdar og er því nauðsynlegt að bregðast við. Þess vegna hefur sú sem hér stendur ásamt fleirum lagt fram þingsályktunartillögu. Þar er lagt til að umhverfis- og auðlindaráðherra útbúi tillögu til tímabundinna og skilyrtra veiða á álft og gæs utan hefðbundins veiðitíma,“ sagði Þórunn.
Lilja kynnir nýja menntastefnu!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Þingsályktunin er afrakstur yfirgripsmikils samráðs við skólasamfélagið og aðra hagaðila sem hófst veturinn 2018/2019 þegar haldnir voru 23 fræðslu- og umræðufundir um menntamál vítt og breitt um landið. Drög menntastefnunnar voru síðan til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda sl. vetur og bárust margar gagnlegar umsagnir og athugasemdir sem unnið var úr. Þá hafa sérfræðingar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. OECD) verið til ráðgjafar við mótun stefnunnar og skilgreiningar markmiða hennar.
„Góðar fréttir fá jafnvel litla athygli“
„Skemmst er frá því að segja að nú hefur kerfið verið bætt á 60 stöðum, settar hafa verið upp varaaflsstöðvar og færanlegar rafstöðvar eru orðnar 25. Þetta er einungis hluti aðgerða sem lúta að því að bæta búsetuskilyrði um landið allt. Það var því gott að heyra áðurnefndan forstjóra Neyðarlínunnar koma fram í fréttum og segja að nú verði tryggt að landsmenn geti hringt í 112 þótt rafmagnsleysi verði.“