Categories
Fréttir

12 vilja í forystu fyrir Framsókn í Reykjavík

Deila grein

12/08/2016

12 vilja í forystu fyrir Framsókn í Reykjavík

Lilja Dögg Alfreðsdóttir03Tólf bjóða sig fram á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en framboðsfrestur rann út á hádegi í dag.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sækist ein eftir efsta sætinu í Reykjavíkurkjördæmi suður en í Reykjavíkurkjördæmi norður sækjast þeir Karl Garðarsson alþingismaður, Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður og Haukur Logi Karlsson lögfræðingur allir eftir efsta sætinu.
Þá sækist Lárus Sigurður Lárusson héraðsdómslögmaður eftir 2. sætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Aðrir sem sækjast eftir 2.-5. sæti eru: Alex Björn B. Stefánsson háskólanemi, Ásgerður Jóna Flosadóttir MBA og BA í stjórnmála- og fjölmiðlafræði, Björn Ívar Björnsson háskólanemi, Gissur Guðmundsson matreiðslumaður, Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur, Ingvar Mar Jónsson flugstjóri og varaborgarfulltrúi og Sævar Þór Jónsson héraðsdómslögmaður.
Kosið verður um fimm efstu sætin á tvöföldu kjördæmisþingi laugardaginn 27. ágúst. Kjör­stjórn yf­ir­fer nú lög­mæti fram­boða, regl­ur um kynja­kvóta og annað fyr­ir þingið.
At­hygli er vak­in á að kosið er um hvert sæti fyr­ir sig og byrjað á efstu sæt­un­um. Eft­ir hverja um­ferð hafa frambjóðend­ur kost á að bjóða sig fram í sæti neðar á list­an­um nái þeir ekki kjöri í sætið sem þeir sækj­ast eft­ir.