Categories
Fréttir

38. Flokksþing Framsóknar í Reykjavík 14.-15. febrúar 2026

Deila grein

20/10/2025

38. Flokksþing Framsóknar í Reykjavík 14.-15. febrúar 2026

Haustfundur miðstjórnar hefur boðað til 38. Flokksþings Framsóknar helgina 14.-15. febrúar 2026 á Hilton Reykjavík Nordica í Reykjavík. Á þinginu verður mótuð meginstefna flokksins í landsmálum, kosið í lykilembætti og sett ný eða endurskoðuð flokkslög.

    Samkvæmt lögum Framsóknar er flokksþing haldið eigi sjaldnar en annað hvert ár og að jafnaði á fyrri hluta árs. Flokksþing hefur æðsta vald í málefnum flokksins.

    Á dagskrá þingsins er meðal annars að kjósa formann Framsóknar, sem jafnframt verður formaður miðstjórnar, auk varaformanns, ritara og tveggja skoðunarmanna reikninga. Þá verður kosið í laganefnd og siðanefnd; tveir meðstjórnendur og tveir til vara í hvora nefnd.

    Helstu dagsetningar og skilafrestir

    15. janúar: Viðmiðunardagur fulltrúatölu aðildarfélaga.

    30. janúar: Lagabreytingum skal skila til flokksskrifstofu.

    7. febrúar kl. 10.00: Kjörbréfum skal skila til flokksskrifstofu.

      Fulltrúar og þátttaka

      Hvert flokksfélag getur sent einn fulltrúa með atkvæðisrétt fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala miðast við félagatal sem liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing.

      Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum viðkomandi aðildarfélags. Tilkynna skal val á fulltrúum til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett.

      Allir félagsmenn Framsóknar eiga rétt á að sækja flokksþing með málfrelsi og tillögurétt, en miðstjórnarmenn eiga jafnframt sæti á þinginu með atkvæðisrétti.