Haraldur Einarsson, alþingismaður, vakti máls á heimsóknum talsmanna hreyfihamlaðra á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í síðustu viku á Alþingi.
„Í minnisblaði, sem nefndin fékk, kom fram að 95% húsnæðis á Íslandi eru óaðgengileg hjólastólum en á sama tíma eru 65% húsnæðis á jarðhæð. Einnig kom fram að við verslunargötur er aðgengið undir 10% fyrir fólk í hjólastólum. Þá var sérstaklega nefnt að á þjónustu- og veitingastöðum væri þessu ábótavant,“ sagði Haraldur.
Aðgengismál hefur verið í umræðunni undanfarið, þá helst aðgengi fólks í hjólastólum að opinberum byggingum og var farin hringferð um landið þar sem aðgengi hjólastóla að opinberum byggingum var athugað.
Það er mikilvægt að ná að skýra eftirlitsþáttinn betur og koma honum í almennilegt ferli. Eftirlit er á hendi sveitarfélaga eða byggingarfulltrúa og því ekki hægt aðeins skella ábyrgðinni á eiganda húsnæðis.
Ræða Haraldar Einarssonar:
Categories
95% húsnæðis á Íslandi óaðgengileg hjólastólum
30/04/2015
95% húsnæðis á Íslandi óaðgengileg hjólastólum