Categories
Fréttir

Á ferð um landið – kjördæmavika Framsóknar

Deila grein

20/02/2025

Á ferð um landið – kjördæmavika Framsóknar

Þingflokkur Framsóknar er að leggja upp með metnaðarfulla fundaröð í kjördæmaviku. Við verðum með opna fundi Framsóknar um land allt ásamt því að heimsækja fólk og fyrirtæki.

Þingflokknum er mikilvægt að hlusta á raddir kjósenda með reglubundnum hætti. Þannig byggjum við okkur öllum samfélag sem við erum stolt af, tryggjum fólki góð lífskjör og treystum búsetu í landinu. Það er og verður meginverkefni okkar í þingflokki Framsóknar nú sem endranær.

Drög að dagskrá opinna funda (nánar í einstaka viðburðum og á framsokn.is):

Sunnudagur 23. febrúar:

Kl. 14:00 – Borgarbyggð – Hótel Vesturland
Kl. 20:00 – Patreksfjörður – Félagsheimilið

Mánudagur 24. febrúar:

Kl. 10:30 – Ísafjörður – Edinborgarhúsið
Kl. 17:00 – Blönduós – Glaðheimar
Kl. 20:00 – Sauðárkrókur – Kaffi Krókur

Þriðjudagur 25. febrúar:

Kl. 08:00 – Fjallabyggð – Aðalbakaríið, Siglufirði
Kl. 10:15 – Dalvík – Hóllinn, menningarhúsinu Bergi
Kl. 12:00 – Akureyri – Lionssalurinn, Skipagötu
Kl. 16:00 – Eyjafjarðarsveit – Hrafnagilsskóli
Kl. 20:00 – Húsavík – Hlynur, salur eldri borgara

Miðvikudagur 26. febrúar:

Kl. 12:00 – Egilsstaðir – Tehúsið
Kl. 14:00 – Reyðarfjörður – Þórðarbúð, björgunarsveitarhúsið
Kl. 20:00 – Hornafjörður – Golfskálinn

Fimmtudagur 27. febrúar:

Kl. 12:00 – Kirkjubæjarklaustur – Systrakaffi
Kl. 14:30 – Vík í Mýrdal – Félagsheimilið Leikskálar
Kl. 17:00 – Hvolsvöllur – N1, Hlíðarenda
Kl. 20:00 – Selfoss – Framsóknarhúsið, Eyravegi

Laugardagur 1. mars:

Kl. 11:00 – Kópavogur – Framsóknarsalurinn, Bæjarlind 14

Mánudagur 3. mars:

Kl. 17:00 – Hafnarfjörður – Kænan veitingastofa

Fimmtudagur 6. mars:

Kl. 17:00 – Reykjavík – Grand Hótel, Sigtúni

Mánudagur 10. mars:

Kl. 19:30 – Reykjanesbær – Framsóknarhúsið, Hafnargötu