Halla Hrund Logadóttir, alþingismaður, lýsir í nýrri Facebook-færslu frá upplifun sinni af Njáluvöku um helgina. Þakkar hún Njálufélaginu fyrir þrekvirki við allt skipulag, fróðleik sérfræðinga, leikþætti úrvals leikara og hópreið á Rangárbökkum.
Takk fyrir mig Guðni!
„Takk fyrir mig Guðni og þið öll sem ýttu þessu úr vör. Ég hlakka til næst!“
***
„Hátíðin er þrekvirki Njálufélagsins sem ég vona að sé rétt að byrja! Á fimmtudaginn fór ég líka opnunarviðburðinn íþróttahúsinu á Hvolsvelli þar sem 600 manns komu saman og hlýddu á vel fluttan fróðleik sérfræðinga.
Hápunktur dagskrárnar voru án efa leikþættir um Hallgerði, Gunnar, Njál og Bergþóru. Þar tókst að fá söguna til að lifna við.
Mér var svo hugsað til þess af hverju sýning eða uppsetningar um Njálu og Íslendingasögurnar almennt væri ekki hluti af námi ungmenna. Þannig verður lesturinn ljóslifandi, ástríðan á efninu kviknar og við finnum svo sterkt hvar rætur menningar okkar liggja.“
- Sjá má myndagallerý hér að neðan:
Er eitthvað betra en að ríða um sveitir landsins og finna Njálu renna í æðum sér! Og það með skikkju takk fyrir! Já það…
Posted by Halla Hrund Logadóttir on Sunnudagur, 24. ágúst 2025