Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, sagði á blaðamannafundi í Hörpu í dag að það væri mikið ánægjuefni að þessi dagur væri runnin upp. Það væri raunar fátítt að jafn stórt og flókið verkefni og þetta væri leyst á jafn skömmum tíma og raun ber vitni.
Sigmundur Davíð hrósaði starfsfólki Leiðréttingarinnar og sagði þetta aldrei hafa tekist ef ekki væri fyrir þeirra störf. Forsætisráðherrann sagði að niðurstöðurnar myndu uppfylla fyrirheit og eru um margt betri en ráð var fyrir gert. Þeir sem nýta sér úrræðin fái leiðréttingu á allri verðbólgu umfram 4% en ekki 4,8% eins og gert var ráð fyrir.
Ekki sé hægt að segja annað en að leiðrétt sé fyrir öllu sem geti talist umfram eðlilegar verðbólguvæntingar. Hann segir að þetta sé almenn aðgerð sem leysi ekki vanda allra en hugað að öðrum með öðrum aðgerðum. Hann segir að sjá megi hvernig aðgerðin muni hafa áhrif áratugi fram í tímann, minni greiðslubyrði og aukinn kaupmáttur.
Hér fyrir neðan má nálgast fréttir af fundinum:
RÚV: Þetta sögðu ráðherrarnir í dag
RÚV: 100 milljarðar í höfuðstólslækkun
vb.is: Sigmundur: Leiðrétt fyrir allri verðbólgu umfram 4%
mbl.is: Sigmundur fór spenntur að sofa
eyjan.is: Leiðréttingin: Ríkissjóður afsalar sér 20 milljörðum í skatttekjur
eyjan.is: Skuldaleiðréttingu flýtt: Mun hafa áhrif áratugi fram í tímann, segir Sigmundur Davíð
kjarninn.is: Meðalfjárhæð leiðréttingarinnar er 1.350 þúsund krónur
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Ekki sé hægt að segja annað en að leiðrétt sé fyrir öllu sem geti talist umfram eðlilegar verðbólguvæntingar. Hann segir að þetta sé almenn aðgerð sem leysi ekki vanda allra en hugað að öðrum með öðrum aðgerðum. Hann segir að sjá megi hvernig aðgerðin muni hafa áhrif áratugi fram í tímann, minni greiðslubyrði og aukinn kaupmáttur.
Hér fyrir neðan má nálgast fréttir af fundinum:
RÚV: Þetta sögðu ráðherrarnir í dag
RÚV: 100 milljarðar í höfuðstólslækkun
vb.is: Sigmundur: Leiðrétt fyrir allri verðbólgu umfram 4%
mbl.is: Sigmundur fór spenntur að sofa
eyjan.is: Leiðréttingin: Ríkissjóður afsalar sér 20 milljörðum í skatttekjur
eyjan.is: Skuldaleiðréttingu flýtt: Mun hafa áhrif áratugi fram í tímann, segir Sigmundur Davíð
kjarninn.is: Meðalfjárhæð leiðréttingarinnar er 1.350 þúsund krónur
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.