Categories
Fréttir

Akureyrarklíníkin – þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð um ME-sjúkdóminn

Deila grein

19/08/2024

Akureyrarklíníkin – þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð um ME-sjúkdóminn

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest samstarfsyfirlýsingu um stofnun þekkingar- og ráðgjafarmiðstöðvar um ME-sjúkdóminn og langvarandi eftirstöðvar COVID-19. „Með stofnun miðstöðvarinnar, sem gengur undir nafninu Akureyrarklíníkin, erum við að auka þekkingu og rannsóknir um sjúkdóminn, efla þjónustu við einstaklinga með ME og stuðla að samfélagslegri vitundarvakningu.“

„Í dag var stigið mikilvægt skref þegar undirrituð var samstarfsyfirlýsing um stofnun þekkingar- og ráðgjafarmiðstöðvar um ME-sjúkdóminn og langvarandi eftirstöðvar COVID-19.

Með stofnun miðstöðvarinnar, sem gengur undir nafninu Akureyrarklíníkin, erum við að auka þekkingu og rannsóknir um sjúkdóminn, efla þjónustu við einstaklinga með ME og stuðla að samfélagslegri vitundarvakningu.

Akureyrarklíníkin mun gegna samhæfandi hlutverki á landsvísu og leiða samstarf við Landspítala og aðra aðila sem sinna ME-sjúklingum, styðja við greiningar og vera til ráðgjafar. Að auki mun miðstöðin veita aðstandendum sjúklinga stuðning í hlutverki sínu.

Ég vil þakka þeim sem hafa drifið verkefnið áfram, Finnbirni Sigurðsyni, ME-félaginu ásamt Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands.“

Í dag var stigið mikilvægt skref þegar undirrituð var samstarfsyfirlýsing um stofnun þekkingar- og ráðgjafarmiðstöðvar…

Posted by Willum Þór Þórsson on Föstudagur, 16. ágúst 2024