Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, ræddi skil starfshóps í vikunni, sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, skipaði um samræmt verklag um þjónustu við þau sem leita til heilbrigðisstofnana vegna kynferðisofbeldis, í störfum þingsins. Unnið er að því að tryggja jafnt aðgengi þolenda að faglegri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag og öðrum aðstæðum.
„Allir þolendur kynferðisofbeldis eiga að geta fengið aðstoð, sama hvað. Eins og fram kemur í skýrslunni er þörf á að samræma þjónustu um allt land. Þá er lagt til að neyðarmóttakan í Fossvogi verði fyrirmynd samræmds verklags og að allar heilbrigðisstofnanir innleiði verklag að þeirri fyrirmynd. Meðal tillagna eru rafrænt skráningarform við skráningu upplýsinga vegna móttöku þolenda og gerenda sem leita á heilbrigðisstofnun, samræmt verklag um heilbrigðisþjónustu við börn vegna kynferðisofbeldis, mótun fræðsluefnis fyrir þolendur þar sem sérstaklega verði hugað að einstaklingum í viðkvæmri stöðu og sálfræðiþjónustu fyrir sakborninga í kynferðisbrotamálum. Slík sálfræðiþjónusta er fyrirbyggjandi aðferð til þess að koma í veg fyrir að gerendur brjóti af sér aftur,“ sagði Lilja Rannveig.
„Kynferðisofbeldi er meðal alvarlegustu brota á einstaklingi sem til eru. Ofbeldið hefur áhrif á einstakling til frambúðar og setur mark sitt á sálarlíf þeirra og lífsgæði jafnvel það sem eftir er. Því er það svo brýnt að heilbrigðiskerfið okkar taki á móti þolendum og hlúi að þeim á sem bestan hátt.
Sú vinna sem hæstv. heilbrigðisráðherra er í fararbroddi fyrir, ásamt hæstv. dómsmálaráðherra, er til þess fallin að móta kerfið innan stjórnsýslunnar á þann veg að gera nákvæmlega það.
Þetta er mikið fagnaðarefni og ég hvet ríkisstjórnina áfram í þessari vinnu,“ sagði Lilja Rannveig að lokum.
Ræða Lilju Rannveigar á Alþingi:
„Forseti. Í þessari viku skilaði starfshópur, sem hæstv. heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson skipaði, niðurstöðum sínum um samræmt verklag um þjónustu við þau sem leita til heilbrigðisstofnana vegna kynferðisofbeldis. Markmiðið er að tryggja jafnt aðgengi þolenda að faglegri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag og öðrum aðstæðum. Allir þolendur kynferðisofbeldis eiga að geta fengið aðstoð, sama hvað. Eins og fram kemur í skýrslunni er þörf á að samræma þjónustu um allt land. Þá er lagt til að neyðarmóttakan í Fossvogi verði fyrirmynd samræmds verklags og að allar heilbrigðisstofnanir innleiði verklag að þeirri fyrirmynd. Meðal tillagna eru rafrænt skráningarform við skráningu upplýsinga vegna móttöku þolenda og gerenda sem leita á heilbrigðisstofnun, samræmt verklag um heilbrigðisþjónustu við börn vegna kynferðisofbeldis, mótun fræðsluefnis fyrir þolendur þar sem sérstaklega verði hugað að einstaklingum í viðkvæmri stöðu og sálfræðiþjónustu fyrir sakborninga í kynferðisbrotamálum. Slík sálfræðiþjónusta er fyrirbyggjandi aðferð til þess að koma í veg fyrir að gerendur brjóti af sér aftur.
Forseti. Kynferðisofbeldi er meðal alvarlegustu brota á einstaklingi sem til eru. Ofbeldið hefur áhrif á einstakling til frambúðar og setur mark sitt á sálarlíf þeirra og lífsgæði jafnvel það sem eftir er. Því er það svo brýnt að heilbrigðiskerfið okkar taki á móti þolendum og hlúi að þeim á sem bestan hátt. Sú vinna sem hæstv. heilbrigðisráðherra er í fararbroddi fyrir, ásamt hæstv. dómsmálaráðherra, er til þess fallin að móta kerfið innan stjórnsýslunnar á þann veg að gera nákvæmlega það. Þetta er mikið fagnaðarefni og ég hvet ríkisstjórnina áfram í þessari vinnu.“