Categories
Fréttir

Auðveldum einstaklingum og heimilum að sækja rétt sinn

Deila grein

04/03/2015

Auðveldum einstaklingum og heimilum að sækja rétt sinn

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, vakti máls í störfum þingsins á erfiðleikum margra einstaklinga sem standa í ströngu við fjármálastofnanir og ýmis fjármögnunarfyrirtæki.
„Það er í of mörgum tilvikum sem fjármálastofnanir og ýmis fjármögnunarfyrirtæki hundsa þá dóma sem hafa fallið og það er að öllu leyti óásættanlegt. Margir þeirra einstaklinga sem standa í þessum sporum eiga erfitt með að sækja rétt sinn, það er bæði kostnaðarsamt og einnig getur það verið mjög flókið,“ sagði Elsa Lára.
„Er ekki kominn tími til að liðka fyrir ýmsum þáttum sem gera einstaklingum og heimilum landsins mögulegt að fá vissu í sín mál?
Ef við reynum að skoða lausnir í þeim málum væri mögulegt að endurskoða þau skilyrði sem sett eru fram um gjafsókn mála. Væri ekki gagnlegt til dæmis að hækka þau mörk sem sett eru fram um tekjur? Nú er það svo að einstaklingur má ekki hafa meira en 2 millj. kr. í heildarárstekjur fyrir skatt og hjón mega ekki hafa meira en 3 millj. kr. í heildarárstekjur fyrir skatt ef þau eiga að uppfylla öll skilyrði fyrir að fá gjafsókn. Hvernig má það vera að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum eða á lægstu launum í landinu, eru of tekjuháir fyrir þetta ferli? Þetta þarf að hugsa upp á nýtt,“ sagði Elsa Lára.
„Því má fagna að á kjörtímabilinu hefur fyrningarfrestur hefur verið lengdur í málum sem varða endurupptöku á því að kanna hvort lán séu ólögmæt eða ekki. Við þurfum þó að halda áfram og jafnvel hugsa upp á nýtt hluti sem munu auðvelda einstaklingum og heimilum landsins að sækja rétt sinn,“ sagði Elsa Lára að lokum.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.