Við eigum marga góða þingmenn og það er Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarmanna, sem sýnir okkur B – hliðina í þetta sinn.
Fullt nafn: Sigrún Magnúsdóttir.
Gælunafn: Didda (nánast allir hættir að nota það, en gekk undir því í æsku minni).
Aldur: 70 ára.
Hjúskaparstaða? Gift.
Börn? 2 dætur, svo fékk ég 3 með Páli mínum = 5.
Hvernig síma áttu? Samsung.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Landinn.
Uppáhalds vefsíður: Á enga. Sinni því lítið að vafra.
Besta bíómyndin? Á hverfanda hveli.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Hlusta lítið nema í bílnum. Þjóðlagatónlist.
Uppáhaldsdrykkur: Kaffi.
Hvað finnst þér best að borða? Skötuna á Þorláksmessu.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Frjáls eins og fuglinn.
Ertu hjátrúarfull? Já… trúi á tölur og tákn.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Einelti.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Pabbi.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Pabbi.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Ásmundur Einar Daðason (hef bara einn).
Hver eru helstu áhugamálin? Fjölskyldan. Stjórnmál. Handavinna. Þjóðfræði.
Besti vinurinn í vinnunni? Vigdís og Þórunn.
Helsta afrekið hingað til? Koma á laggirnar Sjóminjasafni í Reykjavík.
Uppáhalds manneskjan? Barnabörnin 17.
Besti skyndibitinn? Harðfiskur með smjöri.
Það sem þú borðar alls ekki? Ég sniðgeng innflutt hormónakjöt. (Hinsvegar borða ég bæði roð og bein, kæst og sigið ha ha).
Lífsmottóið? Seigla. Aldrei gefast upp.
Þetta að lokum:
Stolt af flokknum mínum. Ánægð með víðsýni félagana að velja bæði yngstu og elstu konuna sem inn á Alþingi hafa sest vorið 2013. Nánast hálf öld skilur þær að í aldri. Hamingjusöm að hafa fengið þetta tækifæri – að fá að taka þátt í endurreisn landsins. Allt að dafna á ný.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
B – hliðin
22/10/2014
B – hliðin