Categories
Fréttir

„Bara einn olíubrúsann í viðbót til að hafa tiltækan þegar græna orkan svíkur“

Deila grein

25/07/2019

„Bara einn olíubrúsann í viðbót til að hafa tiltækan þegar græna orkan svíkur“

„Mótmælendur streyma vestur til að mótmæla bættum vegi frá Ingólfsfirði yfir í Ófeigsfjörð. Mótmælendur þurfa á leið sinni vestur að fara um tvíbreiða vegi sem liggja um einkalönd til að setja sig upp á móti vegabótum á Vestfjörðum.“ Þetta segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í yfirlýsingu í gær.
Tilefni þessa er að í fréttum hefur komið fram. hjá andstæðingum Hvalárvirkjunar. að stór hópur fólks sé á leið vestur til að mótmæla. Vesturverk hefur hafið undirbúning í Seljanesi í Árneshreppi vegna Hvalárvirkjunar, en unnið er að lagfæringum á veginum í firðinum.
„Kannski eru þau ekki að mótmæla vegi, heldur virkjun, eða kannski ekki, heldur bara breytingum. Því við hér fyrir vestan erum svo mikið krútt og breytingar fara okkur ekki vel. Fara svo heim og kveikja ljós í ágústhúminu og sjóða sér ýsu á rafeldavélinni, þau geta það. Hafa trausta græna orku allt árið til sinna tilbúnu þarfa.
Við hérna fyrir vestan pöntum okkur bara einn olíubrúsann í viðbót til að hafa tiltækan þegar græna orkan svíkur.
En verið velkomin, þau þurfa að borða, gista og spjalla, Vestfirðingar eru gestrisnir.
Alltaf gaman að fá gesti,“ segir Halla Signý.