Categories
Fréttir

Berglind nýr starfsmaður þingflokks

Deila grein

24/09/2024

Berglind nýr starfsmaður þingflokks

Berglind Sunna Bragadóttir hefur verið ráðin starfsmaður þingflokks Framsóknar. 

Berglind er fædd árið 1992 og uppalin á Suðurnesjunum. Hún er með B.A.-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Berglind hefur um árabil starfað við markaðsstörf, hún gegndi hlutverki verkefnastjóra og síðar upplýsinga- og kynningarstjóra hjá Keili 2019-2021, verkefnastjóra kynningarmála hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt 2022-2023 og hefur starfað sem sérfræðingur við markaðsdeild Icelandair frá júní 2023. 

Berglind hefur alla tíð verið virk í trúnaðar- og félagsstörfum. Hún mun gegna störfum varaformanns Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) og gjaldkera Landssambands Kvenna í Framsókn fram að þingum þeirra nú í haust. Þá er hún formaður skólanefndar Menntaskólans við Sund sem og formaður námsstyrkjanefndar.

Berglind hefur störf undir lok árs og tekur við af Sonju Lind Estrajher Eyglóardóttur sem nýverið hóf störf sem aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.